Grensáskirkja

 

Um söfnuðinn

Saga Grensássafnaðar

Grensássókn var stofnuð í september 1963 og fyrsti sóknarpresturinn séra Felix Ólafsson var vígður til starfa í desember það sama ár. Fyrst í stað voru guðsþjónustur haldnar í Breiðagerðisskóla en síðar í safnaðarsal í Miðbæ við Háaleitisbraut.

Safnaðarheimili kirkjunnar var vígt 1972 og var notað sem kirkja safnaðarins allt fram til 1996, en 8. desember 1996 var kirkja safnaðarins vígð og tekin í notkun.

Íbúar í Grensássókn voru í ágúst 2003, 6041 talsins.

Sóknarprestarnir og frjáls félagasamtök

Söfnuðurinn hefur alla tíð verið í góðum tengslum við frjáls félagasamtök á vettvangi kristinnar boðunar. Þannig var sr. Felix Ólafsson um hríð kristniboði á vegum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. Séra Jónas Gíslason tók sem unglingur þátt í stofnun Kristilegra skólasamtaka og tók virkan þátt í starfi kristilegu skólahreyfingarinnar.

Halldór Gröndal sem var lengi sóknarprestur í Grensáskirkju studdi við og tók þátt í starfi Ungs fólks með hlutverk.

Núverandi sóknarprestur er sr. Ólafur Jóhannsson en hann er jafnframt formaður Prestafélags Íslands.

 

Grensáskirkja, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík. Sími 5284410 · Kerfi RSS