Grindavíkurkirkja

 

Gleðistund, pylsur og hoppukastali þann 1. mai

Hin árlega 1. mai hátíð verður að venju haldin í kirkjunni klukkan 11 þann 1. mai næstkomandi.
Boðið verður upp á Gleðistund með Dýrunum í Hálsaskógi frá Leikfélagi Keflavíkur, pylsupartý og hoppukastala.

Komum saman og tökum vel á móti sumrinu.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Elínborg Gísladóttir, 13/4 2018

Aðalsafnaðarfundur Grindavíkurkirkju fyrir árið 2017 haldinn í safnaðarheimilinu 17. apríl kl. 20.00

 

Dagskrá fundar:
1.    Setning fundar
2.    Kosning fundarstjóra og fundarritara
3.    Fundargerð framhaldssafnaðarfundar
4.    Skýrsla safnaðarstjórnar
5.    Skýrsla sóknarprests
6.    Skýrsla gjaldkera
7.    Skýrsla organista og kórs
8.    Skýrsla barnastarfs
9.    Skýrsla æskulýðsstarfs
10.    Kosning í safnaðarstjórn
11.    Kosning í Kjörnefnd
12.    Kosning skoðunarmanns
13.    Önnur mál
14.    Fundargerð lesin  og borin upp til samþykktar
15.    Fundi slitið

Með fyrirvara um breytingar,
formaður.

Elínborg Gísladóttir, 12/4 2018

Kirkjuvörður – hlutastarf

Við auglýsum eftir starfskrafti í 50% stöðu kirkjuvarðar frá 15 maí 2018

Í starfi kirkjuvarðar felst almenn kirkjuvarsla, þátttaka í athöfnum kirkjunnar. Kirkjuvörður heldur utan um útleigu á safnaðarheimili og innkaup og þrif kirkjunnar. Kirkjuvörður þarf að búa yfir góðri framkomu, reglusemi og þjónustulund. Tölvukunnátta er nauðsynleg.

Skriflegar umsóknir sendist til Grindavíkurkirkju eða netfang:  gudbjorg@grindavik.is
Upplýsingar í síma: 893-8626

Umsóknarfrestur er til 5 maí 2018 Öllum umsóknum verður svarað.

Sóknarnefnd og sóknarprestur

Elínborg Gísladóttir, 9/4 2018

Helgihald um páska

Elínborg Gísladóttir, 22/3 2018

Dagskrá helgihalds og viðburða í kirkjunni yfir páskana

29. mars, Skírdagur, kl. 20:00
Síðasta kvöldmáltíðin og hugleiðslustund.
Kaffi eftir stundina.

 

30. mars,  Föstudagurinn langi, kl. 11:00
Passíusálmarnir lesnir, brotið upp með orgelleik milli lestra.
Sóknarbörn  sjá um  lesturinn. Fólk getur komið og farið að vild á meðan lestrinum stendur. Boðið upp á kaffi og meðlæti.

 

1. apríl.  Páskadagur,  kl. 08:00   – Hátíðarguðsþjónusta.
Súkkulaði, kaffi og rúnstykki eftir messu.
Páskaegg á hverju borði og málsháttur lesinn.

Hátíðarguðsþjónusta í Víðihlíð kl. 11:00

Allir velkomnir.

Séra Elínborg Gísladóttir

 

Elínborg Gísladóttir, 19/3 2018

Æskulýðsmessa og fjáröflun fermingarbarna í kirkjunni síðastliðinn sunnudag

Æskulýðsmessa var haldin áæskulýðsdegi þjóðkirkjunnar, þann 4 mars sl.
Sunnudagaskólabörnin, fermingarbörnin og æskulýðsfélagið leiddi stundina. Jón Emil Karlsson, söngvari og nemandi við tónlistarskólann í Grindavík sá um einsöng með glæsibrag.
Eftir messu sáu fermingarbörnin um kaffisölu þar sem safnað var fé til góðgerðamála og tókst frábærlega til, enda svignuðu borð undan kræsingum.

Elínborg Gísladóttir, 8/3 2018

Æskulýðsmessa 4. mars, kl. 11:00

Á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar

sunnudaginn 4. mars verður æskulýsðmessa kl. 11:00

Sunnudagaskólabörnin, fermingarbörnin og æskulýðsfélagið munu leiða stundina.

Jón Emil Karlsson syngur einsöng.

Erla Rut Káradóttir organisti leiðir sönginn.

Eftir messu verðu kaffisala. Fermingarbörnin koma með muffins.  Kaffi og muffins verður selt á kr. 500.

Annað árið í röð erum við að safna fyrir steinhúsum handa munaðarlausum börnum í Uganda.

Þetta er samstarfsverkefni kirkna á Suðurnesjum, Kjalarnesi, Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi.

 

Elínborg Gísladóttir, 28/2 2018

MESSA næsta sunudag

Messa verður haldin sunnudaginn 11.febrúar kl. 11:00
Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn undir stjórn
Erlu Rutar Káradóttur organista

Elínborg Gísladóttir, 6/2 2018

7-9 ára starfið er að hefjast ! Kátir krakkar á fimmtudögum

Vin minnum á að Vinaleiðin hefur starfsemi aftur sína næsta fimmtudag klukkan 17:00-18:00. Þá koma hressir krakkar á aldrinum 7-9 ára saman og skemmta sér í safnaðarheimilinu. Farið er í leiki, spjallað og ýmislegt brallað. Við hvetjum alla káta krakka til að mæta og vera með. Það þarf ekki að skrá sig- bara mæta.

Sjáumst!

Elínborg Gísladóttir, 30/1 2018

Messa, sunnudaginn 28. janúar kl. 20:00

 

Kvöldmessa verður sunnudaginn 28. janúar, kl. 20:00

 

Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn undir stjórn
Erlu Rutar Káradóttur organista

Sr. Elínborg Gísladóttir þjónar fyrir altari

 

Elínborg Gísladóttir, 23/1 2018

Fermingarfræðsla

Skráning fermingarbarna 2018


Kirkjan er opin alla virka daga milli kl. 09-12 Gengið er inn að sunnanverðu.


Sóknarprestur

Sr. Elínborg Gísladóttir
Hún er með viðtalstíma í kirkjunni
þriðjudags- miðvikudags- og fimmtudagsmorgna
kl. 10.30 - 12.00. Skrifstofan er að norðanverðu
Sími: 426-8675.
Netfang: gkirkja@isl.is

Fimmtudagur

Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-17

Dagskrá ...