Grindavíkurkirkja

 

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní- Messa kl. 10:00

Þjóðhátíðardaginn 17. júní verður messa kl. 10:00.
Ræðumaður er Vilhjálmur Árnason alþingismaður
Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur. Sr. Elínborg Gísladóttir þjónar fyrir altari. Kaffi og meðlæti eftir messu

Elínborg Gísladóttir, 5/6 2018

 

Kl. 12:30 Sjómannamessa og heiðrun sjómanna

Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur organista.

Sr. Elínborg Gísladóttir þjónar fyrir altari
Ræðumaður: Leifur Guðjónsson

Einsöngur: Berta Dröfn Ómarsdóttir og Lúðrasveit verkalýðsins mun taka þátt í messunni.

Ritningarlestra lesa sjómannshjónin Ásdís Ester Kristinsdóttir og Kristmundur Óli Jónsson.
Kransaberi verður Tómas Darri  Kristmundsson. Eftir messu fer heiðrun sjómanna fram í kirkjunni.
Að þeirri athöfn lokinni verður gengið að minnisvarðanum „Von“ og lagður blómsveigur til minningar um þá sem hafa drukknað.

Elínborg Gísladóttir, 24/5 2018

Bein útsending frá tónleikum Vox felix þann 15.5 kl 20:00

Elínborg Gísladóttir, 14/5 2018

Uppstigningardagur 10. maí, messa kl. 11:00

Dagur eldri borgara

Í tilefni af degi eldri borgara ætla eldri borgarar
í Bessastaðarsókn að koma í heimsókn.
Þeir munu taka þátt í messunni ásamt
eldri borgurum í Grindavík

Kór eldri borgara á Álftanesi mun syngja
ásamt Kór Grindavíkurkirkju

Boðið verður upp á veitingar
í safnaðarheimilinu eftir messu

Sr. Hans Guðberg Alfreðsson predikar
Sr. Elínborg Gísladóttir þjónar fyrir altari

 

Allir eru velkomnir, ungir sem aldnir

 

Elínborg Gísladóttir, 7/5 2018

Gleðistund, pylsur og hoppukastali þann 1. mai

Hin árlega 1. mai hátíð verður að venju haldin í kirkjunni klukkan 11 þann 1. mai næstkomandi.
Boðið verður upp á Gleðistund með Dýrunum í Hálsaskógi frá Leikfélagi Keflavíkur, pylsupartý og hoppukastala.

Komum saman og tökum vel á móti sumrinu.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Elínborg Gísladóttir, 13/4 2018

Kirkjuvörður – hlutastarf

Við auglýsum eftir starfskrafti í 50% stöðu kirkjuvarðar frá 15 maí 2018

Í starfi kirkjuvarðar felst almenn kirkjuvarsla, þátttaka í athöfnum kirkjunnar. Kirkjuvörður heldur utan um útleigu á safnaðarheimili og innkaup og þrif kirkjunnar. Kirkjuvörður þarf að búa yfir góðri framkomu, reglusemi og þjónustulund. Tölvukunnátta er nauðsynleg.

Skriflegar umsóknir sendist til Grindavíkurkirkju eða netfang:  gudbjorg@grindavik.is
Upplýsingar í síma: 893-8626

Umsóknarfrestur er til 5 maí 2018 Öllum umsóknum verður svarað.

Sóknarnefnd og sóknarprestur

Elínborg Gísladóttir, 9/4 2018

Helgihald um páska

Elínborg Gísladóttir, 22/3 2018

Dagskrá helgihalds og viðburða í kirkjunni yfir páskana

29. mars, Skírdagur, kl. 20:00
Síðasta kvöldmáltíðin og hugleiðslustund.
Kaffi eftir stundina.

 

30. mars,  Föstudagurinn langi, kl. 11:00
Passíusálmarnir lesnir, brotið upp með orgelleik milli lestra.
Sóknarbörn  sjá um  lesturinn. Fólk getur komið og farið að vild á meðan lestrinum stendur. Boðið upp á kaffi og meðlæti.

 

1. apríl.  Páskadagur,  kl. 08:00   – Hátíðarguðsþjónusta.
Súkkulaði, kaffi og rúnstykki eftir messu.
Páskaegg á hverju borði og málsháttur lesinn.

Hátíðarguðsþjónusta í Víðihlíð kl. 11:00

Allir velkomnir.

Séra Elínborg Gísladóttir

 

Elínborg Gísladóttir, 19/3 2018

Æskulýðsmessa og fjáröflun fermingarbarna í kirkjunni síðastliðinn sunnudag

Æskulýðsmessa var haldin áæskulýðsdegi þjóðkirkjunnar, þann 4 mars sl.
Sunnudagaskólabörnin, fermingarbörnin og æskulýðsfélagið leiddi stundina. Jón Emil Karlsson, söngvari og nemandi við tónlistarskólann í Grindavík sá um einsöng með glæsibrag.
Eftir messu sáu fermingarbörnin um kaffisölu þar sem safnað var fé til góðgerðamála og tókst frábærlega til, enda svignuðu borð undan kræsingum.

Elínborg Gísladóttir, 8/3 2018

Æskulýðsmessa 4. mars, kl. 11:00

Á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar

sunnudaginn 4. mars verður æskulýsðmessa kl. 11:00

Sunnudagaskólabörnin, fermingarbörnin og æskulýðsfélagið munu leiða stundina.

Jón Emil Karlsson syngur einsöng.

Erla Rut Káradóttir organisti leiðir sönginn.

Eftir messu verðu kaffisala. Fermingarbörnin koma með muffins.  Kaffi og muffins verður selt á kr. 500.

Annað árið í röð erum við að safna fyrir steinhúsum handa munaðarlausum börnum í Uganda.

Þetta er samstarfsverkefni kirkna á Suðurnesjum, Kjalarnesi, Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi.

 

Elínborg Gísladóttir, 28/2 2018

Fermingarfræðsla

Skráning fermingarbarna 2019


Kirkjan er opin alla virka daga milli kl. 09-12 Gengið er inn að sunnanverðu.


Sóknarprestur

Sr. Elínborg Gísladóttir
Hún er með viðtalstíma í kirkjunni
þriðjudags- miðvikudags- og fimmtudagsmorgna
kl. 10.30 - 12.00. Skrifstofan er að norðanverðu
Sími: 426-8675.
Netfang: gkirkja@isl.is

Mánudagur

Kl. 19. Kyrrðarbæn (Centering Prayer)

Dagskrá ...