Grindavíkurkirkja

 

Allra heilagra messa sunnudaginn 26. nóvember

Allra heilagra messa

 

sunnudaginn 26. nóvember kl. 20:00

 

 Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn

Sr. Elínborg Gísladóttir þjónar fyrir altari

 

 Í þessari messu er þeirra minnst sem látist hafa á árinu og ljós tendrað í minnungu þeirra.

 

Kaffi og meðlæti eftir messu

 

 

 

Elínborg Gísladóttir, 17/11 2017

Kvenfélagsmessa næsta sunnudag

Hin árlega Kvenfélagsmessa verður haldin
sunnudaginn 12 nóvember kl 14:00

Ræðumaður verður Guðbjörg Sveinsdóttir
skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur


Kvenfélagskonur lesa ritningartexta
Sr. Elínborg Gísladóttir þjónar fyrir altari


Einsöngvari: Jóhanna Ósk Valsdóttir

Við kveðjum Bjart Loga Guðnason organista. Þetta verður síðasta messa hans hér í Grindavíkurkirkju.

Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn

 

Vöfflukaffi til sölu eftir messu á  kr. 1500
Ágóðinn rennur til kirkjunnar

Hvetjum alla til að mæta bæði konur og karla.

Kvenfélag Grindavíkur  var stofnað 1923

 

Elínborg Gísladóttir, 8/11 2017

ATH. Allra-heilagramessu er aflýst vegna veðurs

ALLRAHEILAGRAMESSA -AFLÝST

Vegna veðurs verðum við því miður að aflýsa allra-heilagramessu sem átti að vera í kirkjuni í kvöld.

 

Elínborg Gísladóttir, 5/11 2017

Sunnudaginn 5. nóvember kl. 20:00

Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn undir stjórn
Bjarts Loga Guðnasonar

Í þessari messu er þeirra minnst sem látist hafa á árinu og ljós tendrað í minnungu þeirra.

Kaffi og meðlæti eftir messu

 

Elínborg Gísladóttir, 2/11 2017

Súpa og samvera – bænastund og næring

Við minnum á að alla miðvikudaga eru samverustundir í kirkjunni okkar. Við hittumst klukkan 12 og eigum saman stutta bænastund, en færum okkur svo í safnaðarheimilið þar sem við borðum saman súpu gegn frjálsum framlögum og ræðum lífsins gagn og nauðsynjar.  Samverustundirnar okkar eru upplögð leið til að næra líkama og sál, taka hlé á hversdagssamstrinu  í samveru og kærleika.  Við bjóðum alla velkomna, unga sem aldna.

Ef þú sérð þér fært og hefur áhuga á að taka þátt í að undirbúa þessar stundir okkar, svo sem einn eða tvo miðvikudaga í mánuði, þá hvetjum við þig til að hafa samband  við Sr. Elínborgu eða Sigríði kirkjuvörð í síma 426-8675, en við erum alltaf að leita að góðu fólki til að vinna með okkur í góðu starfi.

 

Elínborg Gísladóttir, 17/10 2017

Vinadeild Grindavíkurkirkju fyrir börn í 2-4 bekk- fimmtudaga kl. 17-18

Vinadeild KFUMogK er starfrækt í gindavíkurkirkju alla fimmtudaga. vinadeildin er sérstaklega hugsuð fyrir börn í 2-4 bekk. Þar hittumst við og eigum saman skemmtilegar stundir með leikjum, fræðslu og ýmsum uppákomum.  Umsjón með Vinadeildinni hefur Sigríður Etna Marinósdóttir, tómstunda og félagsmálafræðingur, og einnig eru ungleiðtogar virkir í starfinu.

Við minnum á að öll þáttaka í starfi KFUM og K er gjaldfrjáls og það eru allir velkomnir.

Elínborg Gísladóttir, 17/10 2017

Sunnudagurinn 22. október- Messa og sunnudagaskóli kl 11:00, helgistund í Víðihlíð kl.12:30

 
Fermingarbörn og foreldrar taka þátt í stundinni.

Sunnudagaskólinn  verður á sama tíma í safnaðarheimilnu.

Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar organista.

Helgistund verður svo haldin í Víðihlíð kl. 12:30

Sr. Elínborg Gísladóttir þjónar fyrir altari.

 

Allir velkomnir

 

Elínborg Gísladóttir, 17/10 2017

Kvöldmessa kl. 20:00, sunnudaginn 8. október

Næstkomandi sunnudag verður kvöldmessa í kirkjunni. Vox Felix kórinn, sem samanstendur af ungu fólki á Suðurnesjum syngur, undir stjórn Arnórs Vilbergssonar.

Kórinn er samstarfsverkefni kirkna á Suðurnesjum.

Messan hefst klukkan 20:00 og eru allir velkomnir.
Sr. Elínborg Gísladóttir þjónar fyrir altari.


Kaffihressing í safnaðarheimili í boði eftir messu.

Elínborg Gísladóttir, 3/10 2017

Sunnudagaskólinn kl 11:00

Við minnum á sunnudagaskólann næsta sunnudag kl 11:00 eins og venjulega. Síðast var mikill fjöldi mættur og svakalega gaman hjá okkur- við vonumst til að sjá jafn marga eða jafnvel fleiri núna! Endilega takið vinina með í fjörið! Allir velkomnir, ungir sem aldnir.

Elínborg Gísladóttir, 22/9 2017

Starf organista við Grindavíkurkirkju

 

Starf organista og kórstjóra við Grindavíkurkirkju er laust til umsóknar. Um 50 –  60% starfshlutfall er að ræða. Organisti hefur forystu um allt tónlistarstarf safnaðarins. Óskað er eftir að viðkomandi hafi kirkjutónlistarmenntun og reynslu af tónlistarstarfi við kirkju. Auk  starfs með kirkjukór og hefbundins  helgihalds, er sérstaklega óskað eftir einstaklingi sem  sér  fyrir sér  stofnun barnakórs og söngstarfi með fermingarbörnum.

Starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Þjóðkirkjunnar og FÍO/organistadeildar FÍH.  Umsóknarfestur er til 20. októbers 2017.

Umsækjendum ber að fylla út eyðublað þar sem sóknarnefnd er heimilaður aðgangur að sakaskrá viðkomandi umsækjenda. Skal undirrituð heimild þar um fylgja umsókninni. Eyðublaðið er á vef kirkjunnar, https://innri.kirkjan.is/pdf/samthykki-fyrir-oflun-upplysinga -ur-sakaskra.pdf

Umsóknum ásamt námsferli, afritum af prófskírteinum og upplýsingum um starfsreynslu skal skila til formanns sóknarnefndar, Guðbjargar Eyjólfsdóttur, gudbjorg@grindavik.is

Gsm: 893-8626. sem einnig veitir upplýsingar um starfið ásamt sr Elínborgu Gísladóttur.
Gsm. 696-3684.  gkirkja@isl.is

Elínborg Gísladóttir, 21/9 2017

Fermingarfræðsla

Skráning fermingarbarna 2018


Kirkjan er opin alla virka daga milli kl. 09-12 Gengið er inn að sunnanverðu.


Sóknarprestur

Sr. Elínborg Gísladóttir
Hún er með viðtalstíma í kirkjunni
þriðjudags- miðvikudags- og fimmtudagsmorgna
kl. 10.30 - 12.00. Skrifstofan er að norðanverðu
Sími: 426-8675.
Netfang: gkirkja@isl.is

Mánudagur

Kl. 19. Kyrrðarbæn (Centering Prayer)

Dagskrá ...