Grindavíkurkirkja

 

Æskulýðsmessa og kaffisala

Sunnudaginn 26 mars  kl. 11:00

 

 

Æskulýðsmessa og kaffisala

 

Börn og unglingar leiða stundina.

Fram koma m.a.:

Börn úr sunnudagaskólanum,

nemendur úr tónlistarskólanum,

samsöngshópur.

 

Fermingarbörn og æskulýðsfélagið sjá um kaffisölu

til styrktar munaðarlausum börnum Í Úganda.

Þetta er samstarfsverkefni Kjalarnessprófastsdæmis.

 

Elínborg Gísladóttir, 17/3 2017

Aðalsafnaðarfundur Grindavíkursóknar

Verður haldinn í safnaðarheimili Grindavíkurkirkju sunnudaginn 26. mars kl. 15:00

Dagskrá:

§  Venjuleg aðalfundarstörf
§  Kosning í safnaðarstjórn

Sóknarnefnd Grindavíkursóknar

Guðmunda Kristjánsdóttir, 16/3 2017

Batamessa 5. mars kl.17:00

Batamessa verður í kirkjunni 5. mars kl 17:00
Batamessur eru haldnar í samstarfi við samtökin “Vinir í bata” sem halda úti tólf-spora starfi víðsvegar um landið.
Prestur er Elínborg Gísladóttir

Þau sem leiða sönginn eru Sigríður María eyþórsdóttir, Páll Jóhannesson og Anna Sigríður Sigurðardóttir undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar. Fólk úr tólf spora vinnu Vinum í bata tekur þátt í messunni og eru öll þau sem áhuga hafa velkomin.

Elínborg Gísladóttir, 1/3 2017

Styrktartónleikar í kvöld


 

Í kvöld, þriðjudaginn 21. febrúar, stendur nemenda- og Þrumuráð fyrir tónleikum í Grindavíkurkirkju. Tónleikarnir byrja kl. 20.00. Það kostar ekkert inn en tekið er við frjálsum framlögum. Allur ágóði rennur til fjölskyldu Ölmu Þallar.
Margir flottir tónlistarmenn koma fram, en þau eru Tómas Guðmundsson, Guðrún Lilja jólastjarna, Oliwia Rut, Arney Ingibjörg, Hófí, Rakel, Arnar og Guðrún Árný.
Tónleikarnir eru einn liður í góðgerðarviku nemenda- og Þrumuráðs. Við hvetjum alla bæjarbúa til að mæta og láta gott af sér leiða.

Elínborg Gísladóttir, 21/2 2017

Guðsþjónusta næsta sunnudag kl.11:00 og helgistund í Víðihlíð 12:30

Næstkomandi sunnudag verður Guðsþjónusta kl. 11.00 í kirkjunni og helgistund í Víðihlíð klukkan 12:30.

Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar.

Hulda Hrönn M. Helgadóttir héraðstprestur þjónar.

Elínborg Gísladóttir, 17/2 2017

Kvöldmessa/Léttmessa – sunnudaginn 5 febrúar kl 20:00

Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar.

Kaffisopi og samvera í safnaðarheimilinu á eftir.

Allir velkomnir

 

Elínborg Gísladóttir, 31/1 2017

Bænastund

Við minnum á bænastundina í dag  miðvikudag kl 12-13.

Við hittumst og eigum saman stund í kirkjunni og borðum svo saman.

Allir velkomnir.

Elínborg Gísladóttir, 18/1 2017

Kvöldmessa – Vox Felix kórinn

Kvöldmessa –Léttmessa

Sunnudaginn 22. janúar kl. 20:00

 

Kórinn Vox Felix mun leiða sönginn  undir stjórn
Arnórs B. Vilbergssonar organista í Keflavíkurkirkju

Kórinn er skipaður ungmennum af Suðurnesjum í samstarfi kirkna og hefur hann komið fram við ýmis tækifæri

 

Elínborg Gísladóttir, 17/1 2017

Foreldramorgnar í kirkjunni- söngur og börn

 

Foreldramorgnar í kirkjunni:

 

Á morgun, þriðjudaginn 17 janúar kl 10:00-12:00 Kemur Kristín Pálsdóttir leikskólakennari til okkar að ræða mikilvægi söngs og tónlistar fyrir börn. Við syngjum saman og eigum notalega stund.  Allir foreldrar og ungar þeirra velkomnir.

 

Elínborg Gísladóttir, 16/1 2017

Bænastund í kvöld kl. 20:00

 

Bænastund verður í kirkjunni í kvöld kl. 20:00

 

Við komum saman vegna andláts Ölmu Þallar Ólafsdóttur.

Elínborg Gísladóttir, 13/1 2017

Fermingarfræðsla

Skráning fermingarbarna 2017


Kirkjan er opin alla virka daga milli kl. 09-12 Gengið er inn að sunnanverðu.


Sóknarprestur

Sr. Elínborg Gísladóttir
Hún er með viðtalstíma í kirkjunni
þriðjudags- miðvikudags- og fimmtudagsmorgna
kl. 10.30 - 12.00. Skrifstofan er að norðanverðu
Sími: 426-8675.
Netfang: gkirkja@isl.is

Þriðjudagur

10.00-12.00 - Foreldramorgnar
kl. 14:30 16:30 Fermingarfræðsla

Dagskrá ...