Hafnarfjarðarkirkja

 

Útiguðsþjónusta og ganga við Kaldársel sunnudaginn 27. maí kl 11 í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá fæðingu sr Friðriks Friðrikssonar

Kaldársel

25. maí verða 150 ár liðin frá fæðingu æskulýðsleiðtogans sr Friðriks Friðrikssonar. Sunnudaginn 27. maí stendur Hafnarfjarðarkirkja fyrir helgistund og göngu í nágrenni sumarbúðanna í Kaldárseli. Safnast verður saman við réttina skammt frá sumarbúðunum kl 11. Helgistund verður úti undir berum himni þar sem sálmar sr Friðriks verða sungnir og hans mikla starfs meðal barna og unglinga verður minnst. Síðan verður gengið um nágrennið undir leiðsögn og verða jafnvel fleiri en ein ganga í boði eftir fjölda þátttakenda og veðri. Hressing í boði Hafnarfjarðarkirkju. Allir velkomnir

Ef veður verður vont verður stundin í Hafnarfjarðarkirkju kl 11.Séra-Friðrik-FriðrikssonTilkynning um það verður birt hér á síðunni kl 10 á sunnudagsmorgun

Jón Helgi Þórarinsson, 17/5 2018

Skráning í fermingarstarfið 2018 – 2019

VERIÐ VELKOMIN Í FJÖLBREYTT FERMINGARSTARF HAFNARFJARÐARKIRKJU!
Skráningin fer fram hér á heimasíðunni. Smellið á FERMINGARSTARF – SKRÁNING hér til hliðar. Þá opnast skráningarblað sem fyllt er út.
Hægt er að velja fermingardaga vorið 2019.
Þau sem skrá sig í vor fá örugglega þá fermingardaga sem þau óska eftir.

Jón Helgi Þórarinsson, 10/4 2018

Hátíðarmessa hvítasunnudag, 20 maí, kl 11

Fermd verða 10 börn. Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 17/5 2018

Æfing fermingarbarna fyrir fermingu hvítasunnudag

verður miðvikudaginn 16. maí kl 16.

Jón Helgi Þórarinsson, 15/5 2018

Kyrrðar- og íhugunarmessa sunnudaginn 13. maí kl 11

Sr Jón Helgi, Erla Björg söngkona og markþjálfi og Kjartan Jósefsson Ognibene organisti annast stundina.
Allir velkomnir. Kaffisopi í safnaðarheimilinu á eftir.
Ath að sunnudagaskólinn er kominn í sumarfrí!

Jón Helgi Þórarinsson, 10/5 2018

Hátíðarmessa uppstigningardag, 10. maí kl 14 í Víðistaðakirkju. Eldri borgurum sérstaklega boðið til messunnar. Kaffiveitingar á eftir

Hafnarfjarðarkirkja og Víðistaðakirkja verða með sameiginlega messu í Víðistaðakirkju á uppstigningardag, 10. maí, kl 14.
Gaflarakórinn syngur og prestar beggja kirkna þjóna.
Eldri borgurum sérstaklega boðið til messunnar.
Kaffiveitingar á eftir.

Jón Helgi Þórarinsson, 8/5 2018

Vorhátíð fjölskyldunnar sunnudaginn 6. maí kl 11 – 13

Barna- og unglingakórar kirkjunnar syngja við fjölskyldustund í kirkjunni kl 11. Hljómsveit spilar. Sunnudagaskólinn tekur þátt í stundinni.
Hoppukastali, leikir, grillaðar pylsur, kaffisopi o.fl.
Vegna óhagstæðrar veðurspár verður dagskráin að mestu leyti inni.
Allir velkomnir börn sem fullorðnir

.image001 (3)

Jón Helgi Þórarinsson, 4/5 2018

Tónleikar Barbörukórsins laugardaginn 28. apríl kl 17 í Hásölum

Barbtónleikar 280418

Jón Helgi Þórarinsson, 27/4 2018

50, 60 og 70 ára fermingarárgangar hittast í Hafnarfjarðarkirkju sunnudaginn 29. apríl

Messa og sunnudagaskóli 29. apríl kl 11.
50, 60 og 70 ára fermingarárgangar koma saman í Hafnarfjarðarkirkju og taka þátt í messunni. Síðan verða myndataka með hverjum árgangi og að því loknu verður snæddur hádegisverður í Hásölum. Þar verða rifjaðar upp skemmtilegar stundir frá liðnum tíma. Þeir sem ætla að snæða hádegisverðinn eru beðnir um að skrá sig hjá Ottó kirkjuhaldara í síma 5205700.

Jón Helgi Þórarinsson, 25/4 2018

Kántrýmessa á Björtum dögum í Hafnarfirði sunnudaginn 22. apríl kl 11

Kántrýmessa 220418

Axel O, Maggi Kjartans og Sigurgeir Sigmunds spila sálma og lög í kántrýstíl.
Prestar kirkjunnar þjóna. 

Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni. 
Hressing í safnaðarheimilinu á eftir. 
Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 18/4 2018

Hádegistónleikar þriðjudaginn 24. apríl kl. 12:15. Allir velkomnir. Ókeypis aðgangur.

image001-10

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Guðmundur Sigurðsson, 18/4 2018Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Þriðjudagur

10:00 - 12:00 Viðtalstímar presta
16 - 18 Fermingarfræðsla
12.15 - 12.45 Orgeltónleikar síðasta þriðjudag hvers mánaðar

Dagskrá ...