Hafnarfjarðarkirkja

 

Trúarbragðaskólinn hefst sunnudaginn 15. janúar kl. 20

TRÚARBARGÐASKÓLI HAFNARFJARÐARKIRKJU og hefur göngu sína á ný sunnudaginn 15. janúar næstkomandi kl. 20.00.

Að þessu sinni verður sjónum beint að fornum trúarbrögðum mannkyns, en síðasta vor voru tekin fyrir trúarbrögð samtímans í Trúarbragðaskólanum.

Rýnt verður í trúarbrögð Egyptalands til forna, grískan og rómverskan átrúnað, trúarbrögð Mesópótamíu, keltnesk og germönsk trúarbrögð, Zaraþústra, – og áhrif þessara liðnu trúarbragða á heiminn í dag og trúarbrögð mannkyns.

Hvaðan koma t.d. hugmyndir um engla, heimsendi, auga Guðs, djöfla, – og fleiri slíkar sem við tengjum ekki við fornöldina.

Kennt verður frá 20.00 – 21.30 öll sunnudagskvöld fram að páskum.

Sr. Þórhallur Heimisson er umsjónamaður námskeiðsins

Skráning fer fram á thorhallur33@gmail.com

Aðgangur er ókeypis og öllum opin.

Vefsíðustjóri, 11/1 2012 kl. 11.49

     

    Strandgötu, 220 Hafnarfjörður. Sími 520-5700 , fax 555-1294 · Kerfi RSS