Hafnarfjarðarkirkja

 

Sr. Þórhildur Ólafs settur sóknarprestur við Hafnarfjarðarkirkju

Næstkomandi sunnudag, 23. september, mun sr. Þórhildur Ólafs messa ásamt sr. Þórhalli Heimissyni sem er jafnframt loka messa sr. Þórhalls fyrir árs dvöl hans í Svíþjóð. Sr. Þórhildur mun leysa sr. Þórhall af í árs leyfi hans en hann mun sinna störfum fyrir sænsku þjóðkirkjuna í Falun. Eftir sunnudaginn mun sr. Þórhildur þjóna sem sóknarprestur við Hafnarfjarðarkirkju. Við bjóðum hana velkomna til starfa og óskum sr. Þórhalli góðs gengis í Svíþjóð.

Vefsíðustjóri, 18/9 2012 kl. 17.40

     

    Strandgötu, 220 Hafnarfjörður. Sími 520-5700 , fax 555-1294 · Kerfi RSS