Hafnarfjarðarkirkja

 

Æskan og ellin IX. Strandbergsmótið í skák laugardaginn 27. október kl. 13 -17

Strandbergsmótið í skák, Æskan og ellin, verður aldið í níunda sinn, laugardaginn 27. október í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Að mótinu stendur Riddarinn, skákklúbbur eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu með góðfúslegum stuðningi Hafnarfjarðarkirkju og velvild starfsfólks hennar.

Fyrri mót af þessu tagi, þar sem kynslóðirnar mætast, hafa vakið verðskuldaða athygli, verið vel heppnuð og til mikillar ánægju fyrir alla þátttakendur, jafnt yngri sem eldri. Á síðasta ári var 80 ára aldursmunur á milli yngsta og elsta keppandans.

Mótið hefst kl. 13 – 17 og er haldið í Hásölum Strandbergs. Vegleg peningaverðlaun fyrir 1.-3. sæti auk vinningahappadrætti.

Þátttaka er ókeypis og miðast við börn og ungmenni 15 ára og yngri og roskna skákmenn 60 ára og eldri.

Mótinu lýkur með kaffisamsæti og verðlaunaafhendingu.

Hægt er að skrá sig á tímalega á móttstað.

Vefsíðustjóri, 25/10 2012 kl. 22.31

     

    Strandgötu, 220 Hafnarfjörður. Sími 520-5700 , fax 555-1294 · Kerfi RSS