Hafnarfjarðarkirkja

 

Söfnun fermingarbarna þriðjudaginn 30. október kl.17.30

Þriðjudaginn 30. október munu fermingarbörn safna fyrir Hjálparstarfi kirkjunnar. Fermingarbörn Hafnarfjarðarkirkju munu ganga í hús og safna fé sem fer í uppbyggingu á vatnsbrunnum í Mosambik ásamt innanlandsaðstoð. Börnin ganga saman í hús með sérmerkta bauka frá Hjálparstarfinu. Það er von okkar að vel verði tekið á móti börnunum og hafa ber í huga einkunnarorð Hjálparstarfsins “margt smátt gerir eitt stórt”.

Söfnunin er hluti af fermingarstarfinu og er því æskilegt að öll fermingarbörn taki þátt.

Mæting er kl. 17.00 í safnaðarheimili Strandbergs.

Vefsíðustjóri, 23/10 2012 kl. 20.17

     

    Strandgötu, 220 Hafnarfjörður. Sími 520-5700 , fax 555-1294 · Kerfi RSS