Hafnarfjarðarkirkja

 

Kór unga fólksins í Hafnarfjarðarkirkju

Í guðsþjónustu n.k. sunnudag kl. 11.00 í Hafnarfjarðarkirkju  mun kór unga fólksins syngja sálma og ýmis lög á léttum nótum undir stjórn Helgu Loftsdóttur, barnakórstjóra kirkjunnar. Hún hefur um árabil staðið fyrir gróskumiklu söngstarfi í Hafnarfjarðarkirkju, þar sem fjöldi barna-og unglinga hefur tekið virkan þátt og mörg í nýja kórnum tóku virkan þátt í því starfi.

Þetta er í fyrsta skipti sem kór unga fólksins syngur við guðsþjónustu og er til vitnis um fjölbreytni í starfi kirkjunnar. Kirkjan er opið samfélag og býður ungu fólki til þátttöku í gefandi sönglífi og eru nýir alltaf hjartanlega velkomnir.

Stefán Már Gunnlaugsson, héraðsprestur, prédikar og þjónar fyrir altari og organisti er Guðmundur Sigurðsson. Verum öll velkomin til guðsþjónustunnar í Hafnarfjarðarkirkju n.k. sunnudag

Korungafolksins

Erla B. Káradóttir, 13/3 2018 kl. 13.45

     

    Strandgötu, 220 Hafnarfjörður. Sími 520-5700 , fax 555-1294 · Kerfi RSS