Hafnarfjarðarkirkja

 

Fermingarstarf Hafnarfjarðarkirkju hefst sunnudaginn 26. ágúst kl 11

Skráning í fermingarstarf Hafnarfjarðarkirkju veturinn 2018 – 2019 stendur yfir og eru öll börn á fermingaraldri velkomin að taka þátt í fermingarstarfi Hafnarfjarðarkirkju. Smellið á hnappinn FERMINGARSTARF – SKRÁNING hér til hliðar og þá opnast eyðublað sem þið eruð beðin að fylla út. Fermingarstarfið hefst síðan sunnudaginn 26. ágúst kl. 11 þar sem starfið í vetur verður kynnt.  Fermingarfræðslan verður annan hvorn þriðjudag kl 16 – 17 og kl 17 – 18.  Nánari upplýsingar um fermingarstarfið verða sendar með töluvpósti  eftir miðjan ágúst til þeirra sem skrá sig.

Jón Helgi Þórarinsson, 7/8 2018 kl. 22.43

     

    Strandgötu, 220 Hafnarfjörður. Sími 520-5700 , fax 555-1294 · Kerfi RSS