Hafnarfjarðarkirkja

 

Fermingarfræðsla þriðjudaginn 11. september / Fræðslukvöld fyrir öll fermingarbörn og foreldra miðvikudaginn 12. september kl 20

Fermingarfræðsla verður þriðjudaginn 11. september – koma með Kirkjulykilinn
Kl. 16 koma fermingarbörn úr Hvaleyrarskóla
Kl. 17 koma fermingarbörn úr Setbergsskóla
Þau fermingarbörn sem áttu að koma síðasta þriðjudag, 4. september, en komust ekki, eru beðin um að koma á morgun, annað hvort kl 16 eða kl 17.

Fræðslukvöld miðvikudagin 12. september kl 20 – 20.45
Öll fermingarbörn eiga að koma og er þess einnig vænst að sem flestir foreldrar geti komið með börnum sínum.  Dagskrá fermingarstarfsins fram að jólum verður kynnt, s.s. ferðalagið í Vatnaskóg 21. – 22 september, og farið yfir það efni sem við notum í vetur. Þá mun Guðmundur organisti fjalla um messuna og mikilvægi þess að við tökum öll undir í safnaðarsöngnum, og verður töluvert sungið! Á eftir verður boðið upp á hressingu í safnaðarheimilinu þar sem við getum spjallað saman.

Jón Helgi Þórarinsson, 10/9 2018 kl. 13.20

     

    Strandgötu, 220 Hafnarfjörður. Sími 520-5700 , fax 555-1294 · Kerfi RSS