Hafnarfjarðarkirkja

 

Fermingarstarf – skráning

Með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan má fá upp rafrænt eyðublað fyrir fermingarfræðslu 2017 – 2018

Fermingareyðublað 2017 – 2018

Takk fyrir að skrá ykkur í fermingarstarf Hafnarfjarðarkirkju. Gætið að því að skrá netfang forráðamanna til að hægt sé að senda ykkur tölvubréf með upplýsingum um starfið.

Fermingardagar vorið 2018

Fermingardagar vorið 2018 verða sem hér segir:

Pálmasunnudagur 25. mars kl. 11
Skírdagur 29. mars kl. 11
Sunnudagur 8. apríl kl. 11.
Sunnudagur 15. apríl kl. 11
Hvítasunnudagur, 20. maí kl. 11

Fermingardagar vorið 2017

Fermingardagar vorið 2017 eru sem hér segir:

Sunnudagur 2. apríl kl. 11
Pálmasunnudagur, 9. apríl kl. 11
Skírdagur 13. apríl kl. 11
Sunnudagur 23. apríl kl. 11.
Hvítasunnudagur, 4. júní kl. 11

 • Æfingar og mátun fermingarkyrtla vorið 2017.
  Ein æfing verður fyrir hverja fermingu. Því verða fermingarbörnin að mæta og þurfa að fá sig lausa úr öðru starfi ef æfing rekst á við annað á dagskrá þeirra. Þau máta fermingarkyrtla um leið og þau koma á æfinguna fyrir ferminguna.
 • Æfingar og mátun kyrtla er sem hér segir:
 • Miðvikudagur 29. mars
  Kl. 16 koma þau börn sem fermast sunnudaginn 2. apríl
 • Miðvikudagur 5. apríl
  Kl. 16 koma þau börn sem fermast pálmasunnudag 9. apríl
  Kl. 17 koma þau börn sem fermast á skírdag 13. apríl
 • Miðvikudagur 19. apríl
  Kl. 16 koma þau börn sem fermast sunnudaginn 23. apríl
 • Miðvikudagur 31. maí
  Kl. 16 koma þau börn sem fermast á hvítasunnudag 4. júní.

 

   

  Strandgötu, 220 Hafnarfjörður. Sími 520-5700 , fax 555-1294 · Kerfi RSS