Hafnarfjarðarkirkja

 

Aftansöngur gamlársdag kl 17 og hátíðaguðsþjónusta nýársdag kl 14

Verið velkomin í Hafnarfjarðarkirkju

Gleðileg nýtt ár!

Gamlársdagur, 31. desember
Aftansöngur kl. 17
Prestur:  Sr. Jón Helgi Þórarinsson
Organisti: Guðmundur Sigurðsson
Kór: Barbörukórinn
Einsöngvari: Hjálmar Pétur Pétursson

Nýársdagur, 1. janúar 2018
Hátíðarmessa kl. 14
Prestur:  Sr. Þórhildur Ólafs
Ræðumaður: Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur
Organisti: Guðmundur Sigurðsson
Kór: Barbörukórinn
Einsöngvari: Hugi Jónsson

Jón Helgi Þórarinsson, 19/12 2017

Jólavaka við kertaljós sunnudaginn 17. desember kl 20

Ræðumaður er Sigmundur Ernir Rúnarsson, rithöfundur.
Barbörukórinn  og Barna- og Unglingakórar Hafnarfjarðarkirkju flytja fjölbreytta aðventu- og jólatónlist undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar og Helgu Loftsdóttur.
Gunnar Gunnarsson leikur á flautu.
Séra Jón Helgi Þórarinsson og séra Þórhildur Ólafs leiða stundina.
Kirkjan myrkvuð í lok stundar og kveikt á kertum hjá kirkjugestum.
Kakó og piparkökur eftir stundina.
Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 12/12 2017

Fjölskyldustund og jólaball sunnudaginn 10.desember kl.11

sunnudagur 10.des

Erla B. Káradóttir, 5/12 2017

TTT fimmtudaginn 7.desember

TTT er komið í jólaskap. Við skreytum piparkökur og höfum það huggulegt á fimmtudaginn kl.17-18. Allir 10-12 ára krakkar eru hjartanlega velkomnir.

 

Erla B. Káradóttir, 5/12 2017

Fermingarfræðsla 5.desember

Kl. 16 mæta fermingarbörn úr Hvaleyrarskóla

Kl. 17, mæta fermingarbörn úr Setbergsskóla, Áslandsskóla, Hraunvallaskóla, Víðistaðaskóla, Nú og Kópavogsskóla.

Erla B. Káradóttir, 5/12 2017

Fyrsti sunnudagur í aðventu 3.desember

Hátíðarmessa og sunnudagaskóli kl.11.

Kveikt verður á fyrsta aðventukertinu.

Þjóðbúningafélagið Annríki heimsækir kirkjuna. Félagar úr Barbörukórnum syngja.

Syngjandi jól í Hafnarborg kl. 12:40-13:00. Barna-og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju syngur.

 

kerti

 

Erla B. Káradóttir, 30/11 2017

Fræðslukvöld miðvikudaginn 29.nóvember

Hvernig getum við fundið kyrrð og ró í annríki og áreiti nútímans?

Miðvikudaginn 29. nóvember kl 20 verður fræðslukvöld fyrir fermingarbörn og foreldra. Við ætlum við að íhuga mikilvægi þess fyrir líf okkar og heilsu að taka frá stund og stað fyrir kyrrð og hvíld, og sérstaklega að skoða hvernig við getum gert heimili okkar að slíkum stað. Erla Björg Káradóttir, fræðslu- og æskulýðsfulltrúi Hafnarfjarðarirkju og markþjálfi, leiðir samveruna og kennir okkur að taka frá tíma í annríki daganna, þ.a.m. að stýra notkun snjallsíma og annarra tækja sem við viljum öll hafa aðgang að en eiga að vera þjónar okkar en ekki húsbændur. Kl 20.45 verður boðið upp á kaffisopa og spjall í safnaðarheimilinu. Öll fermingarbörn eiga að mæta á þetta fræðslukvöld og er þess einnig vænst að sem flestir foreldrar taki þátt í samverunni.

 

 

Erla B. Káradóttir, 28/11 2017

TTT fimmtudaginn 30.nóvember

TíuTilTólf ára starfið verður á sínum stað á fimmtudaginn kl.17. Á dagskrá er bíó og popp. Allir 10-12 ára krakkar eru hjartanlega velkomnir.

Erla B. Káradóttir, 28/11 2017

Fermingarfræðsla 28. nóvember 2017

Kl. 16  koma börn úr Öldutúnsskóla
Kl. 17 koma börn úr Lækjarskóla

Jón Helgi Þórarinsson, 27/11 2017

Messa og sunnudagaskóli 26. nóvember kl 11

Síðasti sunnudagur kirkjuársins. Skátar bera inn friðarljósið frá Betlehem. Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni en síðan fara börnin með Eru Björgu og Hjördísi Rós í safnaðarheimilið. Sr Jón Helgi Þórarinsson messar og Guðmundur Sigurðsson leikur á orgelið. Kaffisopi og djús eftir messu.

Jón Helgi Þórarinsson, 23/11 2017Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Miðvikudagur

8.15 - 8.45 Morgunmessa
10:00 - 12:00 Viðtalstímar presta
13:00 - 16:30 Skákklúbburinn Riddarinn (Vonarhöfn)
15:00-16:00 Heimsókn frá Drafnarhúsi 1. miðvikudag í mánuði
20:00 - 21:00 AA-starf spor (Vonarhöfn)

Dagskrá ...