Hafnarfjarðarkirkja

 

TTT fimmtudaginn 2.nóvember kl.17-18

Það verður náttfatapartý í TTT á fimmtudaginn ;) Allir 10-12 ára krakkar velkomnir. Skemmtileg dagskrá og góður félagsskapur. Þátttakendum að kostnaðarlausu. Umsjón: Erla Björg og Ísak.

TTTmynd

 

 

Erla B. Káradóttir, 31/10 2017

Fermingarfræðsla 31. október

Kl. 16 mæta fermingarbörn úr Hvaleyrarskóla
Kl. 17, mæta fermingarbörn úr Setbergsskóla, Áslandsskóla, Hraunvallaskóla, Víðistaðaskóla, Nú og Kópavogsskóla

Jón Helgi Þórarinsson, 30/10 2017

Hátíðarmessa og sunnudagskóli sunnudaginn 29. október kl 11

500 ára siðbótarafmælisins minnst í söng, tali og tónum.
Sr Jón Helgi Þórarinsson og sr Þórhildur Ólafs þjóna. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Félagar í Barbörukórnum syngja. Lesarar sjá um lestur úr ritum Lúthers og um siðbótina.
Erla Björg og Hjördís Rós sjá um fjölbreytta dagskrá í sunnudagskólanum.
Boðið upp á súpu, brauð, kafii og djús í safnaðarheimilinu á eftir.
Allir velkomnirMartin_Luther,_1529

Jón Helgi Þórarinsson, 26/10 2017

Haustfundur kvenfélagsins fimmtudaginn 26. október kl 20 í Vonarhöfn

Jón Helgi Þórarinsson, 26/10 2017

Siðbótarhátíð í Hafnarfjarðarkirkju 31. október

Siðbótarhátíð í Hafnarfjarðarkirkju 31. október-2

Guðmundur Sigurðsson, 26/10 2017

Markþjálfun fyrir framhaldsskólanema í nóvember

mþjhfjnov

Erla B. Káradóttir, 25/10 2017

Fræðslukvöld miðvikudaginn 25. október kl 20 – 20.45 fyrir öll fermingarbörn og foreldra

Á fundinn kemur Kristín Ólafsdóttir fræðslufulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar og kynnir hjálpar og þróunarstarf Hjálparstarfs kirkjunnar í nokkrum löndum Afríku. Öll fermingarbörn eiga að mæta í þessa fræðslu og væri gaman ef foreldranir gætu einnig komið.
Þriðjudaginn 7. nóvember munu fermingarbörnin taka þátt í árlegri söfnun fermingarbarna um land allt fyrir sérstöku vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Uganda og kynnir Kristín söfnunina og þetta mikilvæga verkefni sem hefur staðið hátt í tvö áratugi og skilað gríðarlega mikilvægum árangri fyrir börn og ungt fólk. Hvernig? Það fáum við að heyra um og sjá á miðvikudaginn.
Kaffisopi og djús á eftir.

Jón Helgi Þórarinsson, 24/10 2017

TTT fimmtudaginn 26.október

TTT, Tíu Til Tólf ára starfið, verður á sínum stað á fimmtudaginn kl.17-18. Á dagskrá er Haribo boðhlaup. Sjáumst hress.

TTTmyndokt

Erla B. Káradóttir, 24/10 2017

Fermingarfræðsla 24. október

Kl. 16  koma börn úr Öldutúnsskóla
Kl. 17 koma börn úr Lækjarskóla

Jón Helgi Þórarinsson, 23/10 2017

Lúter og lífsgleðin

Mánudaginn 23. október kl 20 fjallar dr Sigurjón Árni Eyjólfsson um siðbótarmanninn Martein Lúter.
31. október n.k. verða 500 liðin frá því hann hengdi 95 greinar upp á dyr Hallarkirkjunnar í Wittenberg og kallaði eftir siðbót innan kirkjunnar á ýmsum sviðum. Þessa er minnst vítt um veröld á þessu ári. Í fyrirlestri sínum mun dr Sigurjón Árni bregða upp myndum af siðbótarmanninumsem hafði gríðarleg áhrif í Evrópu á sinni tíð og mótaði margt sem við byggjum á enn í dag í kirkju og samfélagi.

Allir eru velkomnir og boðið er upp á kaffisopa

.Martin_Luther,_1529

Jón Helgi Þórarinsson, 20/10 2017Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Mánudagur

17 - 17.50 Barnakórsæfing
18 - 19.15 Unglingakórsæfing

Dagskrá ...