Hafnarfjarðarkirkja

 

Messa og sunnudagskóli sunnudaginn 16. september kl 11. Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir flytur ræðu á Degi náttúrunnar

Prestur sr Þórhildur Ólafs. Organisti Douglas A Brotchie. Hugi Jónsson syngur.
Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni en síðan fara börnin í safnaðarheimilið þar sem Bylgja og Sigríður sjá um skemmtilega og fræðandi stund. Allir velkomnir.
Hressing á eftir.

Jón Helgi Þórarinsson, 13/9 2018

TTT, 10 – 12 ára starf, hefst fimmtudaginn 13. september kl 17 – 18

10 – 12 ára krakkar eru allir velkomnir í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju á fimmtudögum kl 17 – 18. Þar munu þær Bylgja Dís (fræðslu- og æskulýðsfulltrúi Hafnarfjarðarkirkju) og Hrafnhildur Emma sjá um fjölbreytta dagskrá, sem er krökkunum að kostnaðarlausu.  13. september verða ævintýraleikir fyrirferðamiklir.

Jón Helgi Þórarinsson, 13/9 2018

Morgunmessa miðvikudaginn 12. september kl 8.15 – 8.45

Fyrsta morgunmessa haustsins. Orgelleikur,  sálmasöngur, ritningarlestur, bænagjörð, samfélagið um Guðs borð.
Léttur morgunverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 10/9 2018

Fermingarfræðsla þriðjudaginn 11. september / Fræðslukvöld fyrir öll fermingarbörn og foreldra miðvikudaginn 12. september kl 20

Fermingarfræðsla verður þriðjudaginn 11. september – koma með Kirkjulykilinn
Kl. 16 koma fermingarbörn úr Hvaleyrarskóla
Kl. 17 koma fermingarbörn úr Setbergsskóla
Þau fermingarbörn sem áttu að koma síðasta þriðjudag, 4. september, en komust ekki, eru beðin um að koma á morgun, annað hvort kl 16 eða kl 17.

Fræðslukvöld miðvikudagin 12. september kl 20 – 20.45
Öll fermingarbörn eiga að koma og er þess einnig vænst að sem flestir foreldrar geti komið með börnum sínum.  Dagskrá fermingarstarfsins fram að jólum verður kynnt, s.s. ferðalagið í Vatnaskóg 21. – 22 september, og farið yfir það efni sem við notum í vetur. Þá mun Guðmundur organisti fjalla um messuna og mikilvægi þess að við tökum öll undir í safnaðarsöngnum, og verður töluvert sungið! Á eftir verður boðið upp á hressingu í safnaðarheimilinu þar sem við getum spjallað saman.

Jón Helgi Þórarinsson, 10/9 2018

Fjölskylduguðsþjónusta 9. september kl 11

Sunnudagaskólinn tekur þátt í stundinni ásamt með barna- og unglingakórum Hafnarfjarðarkirkju.
Dagskráin verður fljölbreytt og miðast að miklu leyti við börnin.
Hresssing í safnaðarheimilinu á eftir.

Jón Helgi Þórarinsson, 5/9 2018

Fermingarfræðsla þriðjudaginn 4. september

Þriðjudaginn 4. september og þriðjudaginn 11. september verða fyrstu fræðslutímarnir á þessu hausti.
Þriðjudagur 4. september – koma með Kirkjulykilinn Þau börn sem ekki hafa fengið þennan bækling fá hann í fyrsta tímanum.
Kl. 16  Öldutúnsskóli, Áslandsskóli og Nú
Kl. 17 Lækjarskóli og Hraunvallaskóli

Þriðjudagur 11. september – koma með Kirkjulykilinn
Kl. 16 Hvaleyrarskóli
Kl. 17 Setbergsskóli

Jón Helgi Þórarinsson, 3/9 2018

Messa og sunnudagskóli kl 11 sunnudaginn 2. september

Sr Stefán Már Gunnlaugsson messar. Organisti Þorvaldur Örn Davíðsson. Hugi Jónsson syngur.
Sunnudagskólinn hefst í kirkjunni en síðan fara börnin inn í safnaðarheimilið með Bylgju og öðrum leiðtögum barnastarfsins. Foreldrar, afar og ömmur eru hvött til að koma með börnum sínum í skemmtilegt og uppbyggjandi starf.
Hressing eftir stundina.

Jón Helgi Þórarinsson, 29/8 2018

Helgistund sunnudaginn 26. ágúst kl 11. Upphaf fermingarstarfs

Fermingarbörn og foreldrar sérstaklega boðin velkomin og fermingarbörnin fá afhentan bækling um kirkjuna og messuna.
Prestar og organisti kirkjunnar annast stundina.
Hressing í safnaðarheimilinu á eftir.

Jón Helgi Þórarinsson, 24/8 2018

Sunnudagur 19. ágúst 2018 – 12 sd.e.trinitatis

Myndaniðurstaða fyrir hafnarfjarðarkirkja   Sunnudaginn 19. ágúst 2018 verður helgistund í kirkjunni kl. 11.00

Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti leikur á barokk – orgel kirkjunnar; forspil, eftirspil og með sálmasöng.  Sr. Þórhildur Ólafs leiðir stundina.

Verið innilega velkomin.

Þórhildur Ólafs, 13/8 2018

Fermingarstarf Hafnarfjarðarkirkju hefst sunnudaginn 26. ágúst kl 11

Skráning í fermingarstarf Hafnarfjarðarkirkju veturinn 2018 – 2019 stendur yfir og eru öll börn á fermingaraldri velkomin að taka þátt í fermingarstarfi Hafnarfjarðarkirkju. Smellið á hnappinn FERMINGARSTARF – SKRÁNING hér til hliðar og þá opnast eyðublað sem þið eruð beðin að fylla út. Fermingarstarfið hefst síðan sunnudaginn 26. ágúst kl. 11 þar sem starfið í vetur verður kynnt.  Fermingarfræðslan verður annan hvorn þriðjudag kl 16 – 17 og kl 17 – 18.  Nánari upplýsingar um fermingarstarfið verða sendar með töluvpósti  eftir miðjan ágúst til þeirra sem skrá sig.

Jón Helgi Þórarinsson, 7/8 2018Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Föstudagur

10:00 - 12:00 Viðtalstímar presta

Dagskrá ...