Hafnarfjarðarkirkja

 

Hádegistónleikar þriðjudaginn 24. apríl kl. 12:15. Allir velkomnir. Ókeypis aðgangur.

image001-10

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Guðmundur Sigurðsson, 18/4 2018

sunn 15

Erla B. Káradóttir, 10/4 2018

Skráning í fermingarstarfið 2018 – 2019

VERIÐ VELKOMIN Í FJÖLBREYTT FERMINGARSTARF HAFNARFJARÐARKIRKJU!
Skráningin fer fram hér á heimasíðunni. Smellið á FERMINGARSTARF – SKRÁNING hér til hliðar. Þá opnast skráningarblað sem fyllt er út.
Hægt er að velja fermingardaga vorið 2019.
Þau sem skrá sig fyrir haustið fá örugglega þá fermingardaga sem þau óska eftir.

Jón Helgi Þórarinsson, 10/4 2018

Sunnudagaskóli og fermingarmessa sunnudaginn 8. apríl kl 11

GLEÐILEGA PÁSKA!

Sunnudagskólinn verður í safnaðarheimilinu allan tímann, þar sem að Erla Björg og Hjördís Rós verða með fjölbreytta dagskrá, fræðandi og skemmtilega.
Hressing eftir stundina. Verið öll velkomin.
Verið velkomin í fermingarmessuna sem báðir prestar  Hafnarfjarðarkirkju annast ásamt organista kirkjunnar og félögum í Barbörukórnum.
Fermingarbörnin eiga að mæta 10.15 – 10.30.

Jón Helgi Þórarinsson, 6/4 2018

Æfing fermingarbarna miðvikudaginn 4. apríl kl 16

Þau fermingarbörn sem fermast sunnudaginn 8. apríl kl 11 mæta á æfingu miðvikudaginn 4. apríl kl. 16 – 17. Einnig máta þau fermingarkyrtlana.

Jón Helgi Þórarinsson, 4/4 2018

Dymbilvika og páskar 2018

Pálmasunnudagur 25. mars
Fermingarmessa kl 11
Sunnudagskóli kl. 11
Kl 17 – 19. Sönghópurinn Lux aeterna flytur passíusálma Hallgríms Péturssonar við „gömlu lögin“ sem fólk söng um aldir. Fólk getur komið og farið að vild.

Skírdagur 29. mars
Fermingarmessa kl. 11
Kl. 17 – 19. Lux aeterna syngur passíusálma. Hrafnkell Orri Egilsson leikur á selló. Fólk getur komið og farið að vild.
Heilög kvöldmáltíð um kl. 17.50. Prestur Jón Helgi Þórarinsson.

Föstudagurinn langi, 30. mars
Kyrrðarstund kl. 11  Magnea Tómasdóttir syngur úr passíusálmunum. Lesið úr píslarsögunni.  Prestur Þórhildur Ólafs. Organisti Guðmundur Sigurðsson.
Kl. 17 – 19. Lux aeterna syngur passíusálma. Hrafnkell Orri Egilsson leikur á selló. Fólk getur komið og farið að vild.

Páskadagur, 1. apríl
Hátíðarmessa kl. 8 árdegis.
Sr. Stefán Már Gunnlaugsson predikar og þjónar ásamt sr. Jóni Helga Þórarinssyni og sr Þórhildi Ólafs. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Barbörukórinn syngur.
Morgunverður í Hásölum Strandbergs eftir messunna.
Hátíðarmessa Sólvangi kl. 15 . Prestur sr Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Félagar úr Barbörukórnum syngja.

Jón Helgi Þórarinsson, 22/3 2018

Passíusálmarnir sungnir á pálmasunnudag, skírdag og föstudaginn langa kl 17 – 19 í Hafnarfjaðarkirkju

Sönghópurinn Lux aeterna syngur passíusálma Hallgríms Péturssonar við „gömlu lögin“ sem fólk söng um aldir. Smári Ólason safnaði lögunum saman og útsetti og voru þau gefin út af Skálholtsútgáfunni 2015.
Hrafnkell Orri Egilsson leikur á selló á skírdag og föstudaginn langa.
Allir eru velkomnir og fólk getur komið og farið að vild.

Jón Helgi Þórarinsson, 22/3 2018

Síðasta morgunmessan á þessum vetri miðvikudaginn 21. mars kl 8.15

Orgelleikur, sálmasöngur, ritningarlestur, hugleiðing, bænagjörð og samfélagið um Guðs borð. Léttur morgunverður á eftir í safnaðarheimilinu. Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 19/3 2018

Fermingarbörn æfa fyrir fermingarnar og máta fermingarkyrtlana

Miðvikudaginn 21. mars eru æfing fyrir fermingar á pálmasunnudag, 25. mars og skírdag 29. mars

Kl 16 koma þau börn sem fermast á pálmasunnudegi 25. mars.
Kl 17 koma þau börn sem fermast á skírdegi 29. mars.

Jón Helgi Þórarinsson, 19/3 2018

Fermingardagar vorið 2019

Foreldarar eru farnir að spyrja um fermingardagana næsta vor, 2019. Þeir verða sem hér segir:

Sunnudagur 31. mars kl. 11.
Sunnudagur 7. apríl kl. 11
Pálmasunnudagur 14. apríl kl. 11
Skírdagur 18. apríl kl. 11
Hvítasunnudagur, 9. júní kl. 11

Skráning hefst strax eftir páska.

Jón Helgi Þórarinsson, 19/3 2018Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Mánudagur

17 - 17.50 Barnakórsæfing
18 - 19.15 Unglingakórsæfing

Dagskrá ...