Hafnarfjarðarkirkja

 

Viðtöl fermingarbarna þriðjudaginn 20. mars

Síðari hópur fermingarbarnanna kemur í viðtal þriðjudaginn 20. mars. Hér fyrir neðan má sjá nöfn og þann tíma sem þau eiga að mæta.

Lesa áfram …

Jón Helgi Þórarinsson, 19/3 2018

Kór unga fólksins í Hafnarfjarðarkirkju

Í guðsþjónustu n.k. sunnudag kl. 11.00 í Hafnarfjarðarkirkju  mun kór unga fólksins syngja sálma og ýmis lög á léttum nótum undir stjórn Helgu Loftsdóttur, barnakórstjóra kirkjunnar. Hún hefur um árabil staðið fyrir gróskumiklu söngstarfi í Hafnarfjarðarkirkju, þar sem fjöldi barna-og unglinga hefur tekið virkan þátt og mörg í nýja kórnum tóku virkan þátt í því starfi.

Þetta er í fyrsta skipti sem kór unga fólksins syngur við guðsþjónustu og er til vitnis um fjölbreytni í starfi kirkjunnar. Kirkjan er opið samfélag og býður ungu fólki til þátttöku í gefandi sönglífi og eru nýir alltaf hjartanlega velkomnir.

Stefán Már Gunnlaugsson, héraðsprestur, prédikar og þjónar fyrir altari og organisti er Guðmundur Sigurðsson. Verum öll velkomin til guðsþjónustunnar í Hafnarfjarðarkirkju n.k. sunnudag

Korungafolksins

Erla B. Káradóttir, 13/3 2018

Fermingarviðtöl þriðjudaginn 13. mars

Fermingarbörn  koma í stutt viðtal þriðjujudagana 13. mars og 20. mars.
Hér fyrir neðan má sjá hvenær börnin eiga að koma í viðtöl. Lesa áfram …

Jón Helgi Þórarinsson, 12/3 2018

Fundur með foreldrum fermingarbarna fimmtudagskvöldið 8. mars kl 20

Lokafundur með foreldrum fermingarbarna verður fimmtudagskvöldið 8. mars kl 20 – 21.
Fyrst verður farið yfir fermingarstarfið í vetur en síðan verður farið yfir fermingarnar sjálfar. æfingar og annan undirbúning.
Fermingarbörnin þurfa ekki að koma á þennan fund.

Jón Helgi Þórarinsson, 6/3 2018

Morgunmessa miðvikudaginn 7. mars kl 8.15 – 8.45

Orgelleikur, sálmasöngur, hugvekja, samfélagið um Guðs borð.
Boðið upp á léttan morgunverð eftir stundina. Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 6/3 2018

Síðasti fermingartíminn 6. mars

Öll fermingarbörn sem ekki komu 27. febrúar eiga að koma, annað hvort kl 16 eða kl 17!

Jón Helgi Þórarinsson, 6/3 2018

Æskulýðsdagurinn 4.mars

 

æskulýðsdagur

Ungt fólk les ritningarlestra, bænir og hugvekju. Safnað fyrir munaðarlaus börn í Uganda. Kaffi, snúðar, kaffi og djús á eftir. Messunni verður útvarpað.

Erla B. Káradóttir, 28/2 2018

Morgunmessa 28. febrúar kl 8.15 – 8.45

Orgelleikur, sálmasöngur, hugvekja, samfélagið um Guðs borð.
Boðið upp á léttan morgunverð eftir stundina. Allir velkomnir.

Jón Helgi Þórarinsson, 27/2 2018

Fermingarfræðsla 27. febrúar

Kl 16 mæta fermingarbörn úr Öldutúnsskóla.
Kl 17 mæta fermingarbörn úr Lækjarskóla.
Síðasti hefðbundni fermingartíminn!

Jón Helgi Þórarinsson, 27/2 2018

Aðalfundur Kvenfélags Hafnarfjarðarkirkju

verður haldinn í Vonarhöfn, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, fimmtudaginn 22. febrúar kl 20. Aðalfundarstörf.

Jón Helgi Þórarinsson, 22/2 2018Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Miðvikudagur

8.15 - 8.45 Morgunmessa
10:00 - 12:00 Viðtalstímar presta
13:00 - 16:30 Skákklúbburinn Riddarinn (Vonarhöfn)
15:00-16:00 Heimsókn frá Drafnarhúsi 1. miðvikudag í mánuði
20:00 - 21:00 AA-starf spor (Vonarhöfn)

Dagskrá ...