Hafnarfjarðarkirkja

 

Opin kirkja kl. 11 – 14 sunnudaginn 22. desember

Ritningarlestur, bæn og orgelleikur á 15 mínútna fresti
í umsjón presta og organista Hafnarfjarðarkirkju.

Kakó, piparkökur og spjall í safnaðarheimilinu.

Fólk getur komið og farið að vild.

Jón Helgi Þórarinsson, 17/12 2013

Jólavaka við kertaljós sunnudaginn 15. desember kl. 20.

Barbörukórinn  og Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju flytja fjölbreytta aðventu-og jólatónlist undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar, Helgu Loftsdóttur og Önnu Magnúsdóttur.  Gunnar Gunnarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, leikur á flautu.  Prestar Hafnarfjarðarkirkju, sr. Jón Helgi Þórarinsson og sr. Þórhildur Ólafs, leiða stundina.  Ræðumaður er Egill Friðleifsson, kórstjóri.  Kirkjan myrkvuð í lokin og ljós tendruð á kerti.  Súkkulaði og piparkökur að stund lokinni.

Jón Helgi Þórarinsson, 12/12 2013

Sunnudagaskóli – jólastund – sunnudaginn 15. desember kl. 11

Stundin verður í safnaðrheimilinu Strandbergi.
Söngur, jólasaga, föndur, heitt kakó og piparkökur.
Umsjón hefur Nína Björg, djákni.

Jón Helgi Þórarinsson, 12/12 2013

Fjölskylduguðsþjónusta II.sd. í aðventu 8.desember 2013

    Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00 Barna og Unglingakórar Hafnarfjarðarkirkju syngja. Stjórnandi er Helga Loftsdóttir. Píanóleikari er Anna Magnúsdóttir. Djákni er Nína Björg Vilhelmsdóttir sem segir okkur hvað er að finna í fjársjóðskistunni. Aðstoðarstúlka er Margrét Heba. Organisti er Douglas Brochie og prestur er sr. Þórhildur Ólafs

Skátar færa friðarloga, sem sóttur er í Fæðingarkirkju Krists í Betlehem, í Hafnarfjarðarkirkju og segja frá loganum. En loginn kom fyrst til Íslands þann 19. desember 2001 með Dettifossi skipi Eimskipafélags Íslands.

Kaffi, kex og djús í Ljósbroti Strandbergs safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju.

Morgunmessur á miðvikudögum liggja niðri þar til 8. janúar 2014.

Miðvikudaginn 11.desember verður þó farin messuferð í morgunmessu í Hallgrímskirkju og hefst messan þar kl. 8.00

Þórhildur Ólafs, 5/12 2013

Fermingarfræðsla fimmtudaginn 5. desember

Fræðslan fer fram í Vonarhöfn Strandbergs safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju

Kl. 16.00 koma fermingarbörn úr Lækjarskóla

Kl. 17.00 koma fermingarbörn úr Hvaleyrarskóla

 

 

Þórhildur Ólafs, 4/12 2013

Morgunmessa miðvikudaginn 4. desember kl. 8.10 – 8.40

Orgelleikur frá kl. 8.05. Organisti Douglas Brotchie. Prestur sr Jón Helgi Þórarinsson. Magnea Tómasdóttir og Kristín Sigurðardóttir annast forsöng. Morgunverður í safnaðarheimilinu eftir messuna.
Síðasta morgunmessan fyrir jól.

Jón Helgi Þórarinsson, 3/12 2013

Fundur með fermingarbörnum og foreldrum

verður þriðjudagskvöldið 3. desember kl. 20 í Hafnarfjarðarkirkju.
Bjarni Gíslason fræðslufulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar mun kynna fjölþætt starf stofnunarinnar innan lands og utan.
Prestar kirkjunnar munu fjalla um fermingarstarfið frá áramótum og fram yfir fermingar.
Kaffisopi og spjall í Ljósbroti Strandbergs, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju.

Jón Helgi Þórarinsson, 2/12 2013

Örtónleikar og þjóðbúningafélagið Annríki í messu 1. desember

Sunnudaginn 1. desember verður messa og barnastarf kl. 11.
Örtónleikar Barbörukórsins kl. 10.30 – 11, þar sem kórinn syngur aðventu- og ættjarðarlög.
Konur í þjóðbúningafélaginu Annríki taka þátt í messunni og klæðast þjóðbúningum.
Kveikt á fyrsta aðventukertinu.
Barnastarfið hefst í kirkjunni í umsjón Nínu Bjargar, djákna.
Prestar sr Jón Helgi Þórarinsson og sr Þórhildur Ólafs. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Barbörukórinn syngur.
Kaffisopi í safnaðarheimilinu eftir messu.

Jón Helgi Þórarinsson, 28/11 2013

Jólafundur Kvenfélags Hafnarfjarðarkirkju föstudagskvöldið 29. nóvember kl. 19

Fundurinn verður í Hásölum Strandbergs, safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju.
Kvöldverður, hugvekja, upplestur, söngur, happdrætti.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Aðgangseyrir kr 2.000; kr 1.500 fyrior börn.
Happdrættismiði kr 250.

Jón Helgi Þórarinsson, 28/11 2013

Fermingarfræðsla fimmtudaginn 28. nóvember.

Fermingarbörn úr Öldutúnsskóla koma kl. 16.
Fermingarbörn úr Setbergsskóla koma kl. 17.

Fundur með fermingarbörnum og foreldrum þriðjudaginn 3. desember kl. 20.
Bjarni Gíslason frá Hjálparstarfi kirkjunnar kemur í heimsókn.

Jón Helgi Þórarinsson, 27/11 2013Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Þriðjudagur

10:00 - 12:00 Viðtalstímar presta
16 - 18 Fermingarfræðsla
12.15 - 12.45 Orgeltónleikar síðasta þriðjudag hvers mánaðar

Dagskrá ...