Hafnarfjarðarkirkja

 

Hádegistónleikar þriðjudaginn 26. nóvember kl. 12.15

Kári Þormar, organisti Dómkirkjunnar í Reykjavík, leikur nokkrar perlur orgelbókmenntanna á bæði orgel kirkjunnar.
Kaffisopi í safnaðarheimilinu á tónleikum loknum.
Aðgangur ókeypis.

Jón Helgi Þórarinsson, 25/11 2013

Tónlistarhátíð 2013 á aðventu

Guðmundur Sigurðsson, 22/11 2013

Messa og barnastarf 24. nóvember 2013

SÍÐASTI SUNNUDAGUR Í KIRKJUÁRI.

Messa og barnastarf sunnudaginn 24. nóvember 2013 kl. 11.00 Sameiginlegt upphaf. Leiðtogi í barnastarfi er Nína Björg Vilhelmsdóttir djákni, henni til aðstoðar eru þær Margrét Heba og Agnes. Félagar úr Barbörukórnum syngja.  Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Prestur sr. Þórhildur Ólafs.

Kaffi, dex og djús í Ljósbroti Strandbergs safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju.

     Messa á Hjúkrunarheimilinu SÓLVANGI kl. 15.00 Félagar úr Barbörukórnum syngja.  Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs

MIÐVIKUDAGUR 27. nóvember –  MORGUNMESSA kl.8.10

Orgelleikur frá kl. 8.00 Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs

Morgunverður í Odda Strandbergs safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju.

Þórhildur Ólafs, 21/11 2013

Fermingarfræðsla 21. nóvember

Fermingarbörn úr Lækjarskóla mæta kl. 16.

Fermingarbörn úr Hvaleyrarskóla mæta kl. 17.

Jón Helgi Þórarinsson, 20/11 2013

Morgunmessa miðvikudag 20. nóv. kl. 8.10 – 8.40 árdegis

Orgelleikur frá kl. 8.
Morgunverður í safnaðarheimilinu á eftir.
Prestur sr Jón Helgi Þórarinsson.
Organisti Guðmundur Sigurðsson.
Allir velkomnir

Jón Helgi Þórarinsson, 19/11 2013

Fundur með fermingarbörnum fellur niður 19 nóv

Fundur sem vera átti þriðjudagskvöldið 19. nóvember kl. 20 með fermingarbörnum og foreldrum fellur niður.
Næsti fundur verður þriðjudagskvöldið 3. desember kl. 20.

Jón Helgi Þórarinsson, 19/11 2013

Messa og barnastarf sunnudaginn 17. nóvember kl. 11

Fermingarbörn skila söfnunarbaukum Hjálparstarfs kirkjunnar og verður efni messunnar tengt söfnuninni.
Prestar sr Jón Helgi Þórarinsson og sr Þórhildur Ólafs. Organisti Guðmundur Sigurðsson.

Barnastarfið hefst í kirkjunni og er í umsjón Nínu Bjargar djákna.
Kirkjuþjónn Einar Björgvinsson.
Kaffisopi í safnaðarheimilinu eftir messuna.

Jón Helgi Þórarinsson, 14/11 2013

Fermingarbörn safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar

Þriðjudaginn 12 nóvember kl. 17 – 18 koma fermingarbörn Hafnarfjarðarkirkju í safnaðarheimilið og sækja söfnunarbauka ásamt með upplýsingum um söfnun fermingarbarna um land allt fyrir Hjálparstarf kirkjunnar.

Þetta er 15 árið sem fermingarbörn safna fyrir vatnsverkefnum sem Hjálparstarf kirkjunnar vinnur að í Malaví, Úganda og Eþíópíu. Peningarnir fara í að grafa vatsnbrunna fyrir fólk sem hefur nú ekki aðgang að hreinu vatni og þarf auk þess oft á tíðum að eyða gríðarlegum tíma í að sækja vatn. Um þetta hafa börnin verið frædd í síðustu fermingartímum.

Börnin ganga í hús í sókninni næstu daga. Þau eru með innsiglaða, númeraða og merkta söfnunarbauka og hafa upplýsingar á blaði um söfnunina. Börnin eru 2 – 4 saman og fá úthlutaðar vissar götur í sókninni.
Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar um söfnunina geta hringt í presta Hafnarfjarðarkirkju, 5205700.

Jón Helgi Þórarinsson, 12/11 2013

Fjölskylduguðsþjónusta sunnudaginn 10. nóvember 2013

   Fjölskylduguðsþjónusta sunnudaginn 10. nóvember kl. 11.00.  Yngri barnakórinn syngur.  Stjórnandi er Helga Loftsdóttir. Píanóleikari er Anna Magnúsdóttir.  Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Prestar eru sr. Jón Helgi Þórarinsson og sr. Þórhildur Ólafs.  Eigum góða stund  í kirkjunni!

Hressing í Ljósbroti Strandbergs safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju eftir guðsþjónustu

Miðvikudagur – Morgunmessa kl. 8.10

Organisti er Guðmundur Sigurðsson.  Prestur er sr. Þórhildur Ólafs

Morgunverður í Odda Standbergs safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju.

Þórhildur Ólafs, 7/11 2013

Fermingarbörn úr Lækjarskóla og Hvaleyrarskóla

mæta í fermingarfræðslu fimmtudaginn 7. nóvember
Fermingarbörn úr Lækjarskóla koma kl. 16.
Fermingarbörn úr Hvaleyrarskóla koma kl. 17.
Fjallað verður um hví við eigum að rétta náunga okkar hjálparhönd og hvaða gagn er af hjálparstarfi.

Jón Helgi Þórarinsson, 6/11 2013Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Þriðjudagur

10:00 - 12:00 Viðtalstímar presta
16 - 18 Fermingarfræðsla
12.15 - 12.45 Orgeltónleikar síðasta þriðjudag hvers mánaðar

Dagskrá ...