Hafnarfjarðarkirkja

 

Guðmundur Sigurðsson, 17/12 2012

Jólavaka við kertaljós sunnudaginn 16. desember kl. 20

Hin árlega Jólavaka við kertaljós í Hafnarfjarðarkirkju verður nk. sunnudag, 16. desember, kl. 20.  Barbörukórinn  og Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju flytja fjölbreytta aðventu-og jólatónlist undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar, Helgu Loftsdóttur og Önnu Magnúsdóttur.  Gunnar Gunnarsson leikur á flautu.   Séra Þórhildur Ólafs leiðir stundina.  Ræðumaður er Kristín Steinsdóttir rithöfundur. Kirkjan myrkvuð í lokin og ljós tendruð á kerti við söng allra í jólasálminum fagra “Heims um ból.”   Súkkulaði og piparkökur að stund lokinni.  Verið hjartanlega velkomin.

Guðmundur Sigurðsson, 11/12 2012

Fjölskylduguðsþjónusta 9.desember kl. 11.00

Barna og unglingakórarnir syngja. Stjórnandi er Helga Loftsdóttir og píanóleikari Anna Magnúsdóttir. Umsjónarmaður barnastarfs er Nína Björg Vilhelmsdóttir djákni. Prestur sr. Þórhildur Ólafs Kaffi, djús og kex í Ljósbroti safnaðarheimilisins Strandbergs eftir guðsþjónustuna.

 

Þórhildur Ólafs, 5/12 2012

Nýr geisladiskur Barbörukórsins fær lofsamlega dóma

Út er kominn geisladiskurinn “Syngið Drottni nýjan söng” þar sem Barbörukórinn flytur perlur úr íslenska tónlistararfinum í útsetningum Smára Ólasonar.  Stjórnandi er Guðmundur Sigurðsson.  Diskurinn hefur fengið mikið lof gagnrýnenda. Jónas Sen gefur honum fimm stjörnur af fimm mögulegum í Fréttablaðinu 6. desember sl. og segir m.a.: “Söngurinn er fallegur, þéttur og hljómmikill.  Frábær útgáfa.”  Diskurinn fæst í Hafnarfjarðarkirkju en einnig í Tólf tónum, Eymundsson, Skífunni og Kirkjuhúsinu.  Tilvalin jólagjöf.

Guðmundur Sigurðsson, 5/12 2012

Tónlistarhátíð í Hafnarfjarðarkirkju á aðventu

Fjöldi tónleika verður í Hafnarfjarðarkirkju í desember á Tónlistarhátíð á aðventu. Þar ættu allir að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Á meðfylgjandi plakati gefur að líta viðburði hátíðarinnar.  Verið velkomin á Tónlistarhátíð.

Guðmundur Sigurðsson, 5/12 2012

Aðventukvöld krabbameinsfélags Hafnarfjarðar miðvikudaginn 5. desember kl. 20

 

Aðventukvöld Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarkirkju verður haldið miðvikudaginn 5. desember kl. 20.00.

Ræðumaður verður Sveinn Alfreðsson, guðfræðingur og kennari. Lesa áfram …

Vefsíðustjóri, 4/12 2012

Fyrirlestur um Jakobsveginn miðvikudaginn 21. nóvember kl. 20

Fimmtudaginn 21. nóvember kl. 20 í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju munu Egill Friðleifsson og Baldvin Hermannsson Lesa áfram …

Vefsíðustjóri, 25/10 2012

Æskan og ellin IX. Strandbergsmótið í skák laugardaginn 27. október kl. 13 -17

Strandbergsmótið í skák, Æskan og ellin, verður aldið í níunda sinn, laugardaginn 27. október í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Lesa áfram …

Vefsíðustjóri, 25/10 2012

Söfnun fermingarbarna þriðjudaginn 30. október kl.17.30

Þriðjudaginn 30. október munu fermingarbörn safna fyrir Hjálparstarfi kirkjunnar. Lesa áfram …

Vefsíðustjóri, 23/10 2012

Hádegistónleikar í Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 30. október kl. 12.15

Bach í hádeginu er yfirskrift hádegistónleika Hafnarfjarðarkirkju Lesa áfram …

Vefsíðustjóri, 11/10 2012Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, gsm 8985531
Sr. Þórhildur Ólafs, prestur

Viðtalstímar þri. - fös. kl. 10 - 12
Skrifstofa kirkjunnar opin mánud. - fimmtud. kl. 10 - 16 og föstud. kl. 10 - 12
Sími kirkjunnar er 520 5700
Neyðarsími presta í Hafnarfirði og í Garðabæ: 659 7133

Fimmtudagur

10:00 - 12:00 Viðtalstímar presta
17.00 - 18.00 TTT starf (tíu til tólf ára)
17.30 - 18.45 Unglingakórsæfing

Dagskrá ...