Handbók presta

Á þessu vefsvæði verður að finna gildandi form Handbókar kirkjunnar fyrir athafnir hennar, skírn, fermingu, hjónavígslu og útför uppfærð miðað við nýja Biblíuþýðingu.
Hér verða í öðru lagi ný form sem ekki eru í Handbókinni eins og t.d. form fyrir jarðsetningu duftkers, útför andvana fæddra og dreifingu dufts á víðerni. Í þriðja lagi ýmsar blessunarathafnir, eins og þegar komið er fyrir minningarsteini eða helgaður minningarreitur. Í fjórða lagi bænir við sérstakar aðstæður og form fyrir bænaguðsþjónustur. Í fimmta lagi form fyrir athafnir eins og hjónavígslu og skírn þegar nota þarf aðar þjóðtungur en íslensku. Í sjötta lagi samþykktir og textar frá handbókarnefnd sem innihalda tillögur að formi fyrir tilteknar athafnir eða ákvarðanir um tilhögun breytinga eða nýmæla.