Háteigskirkja

 

19. september 2018

Velkomin öll á foreldramorgunn kl. 10-12 í fyrramálið. Við höfum það extra kósý yfir kaffibolla og bakkelsi, og njótum. Mér skilst að hitastigið sé að mjakast eitthvað niðurávið, það látum við alls ekki á okkur frá, klæðum okkur þeim mun betur og örkum af stað.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 18/9 2018

Gæðastund 18.september 2018.

Við bregðum okkur af bæ til að ná sýningu sem er að ljúka á Kjarvalsstöðum. Yfirskrift sýningarinnar er: Einskismannsland – Ríkir þar fegurðin ein? Hittumst á Kjarvalsstöðum kl. 13.30 og hittum þar starfsmann sem gengur með okkur í gegn um sýninguna, og dýpkar um leið upplifun okkar. Tyllum okkur að því loknu á kaffihúsið þar, og gæðum okkur á ljúffengri eplaköku og kaffibolla. Sjáumst kl. 13.30 á morgun, á Kjarvalsstöðum.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 17/9 2018

Sunnudagurinn 16. september kl.11:00

Messa og barnastarf kl.11:00
Kordía, kór Háteigskirkju syngur.
Organisti Guðný Einarsdóttir.
Prestur Eiríkur Jóhannsson.

Samskot dagsins renna til Krísuvíkursamtakanna.

Eiríkur Jóhannsson, 13/9 2018

11.september 2018. Gæðastund.

Dagskrá Gæðastunda Haustið 2018 hefur verið gerð opinber, verið því hjartanlega velkomin á morgun kl.13.30.  Ólína Þorvarðardóttir verður fyrsti gesturinn okkar og fjallar hún um Óttann við hið óþekkta. Allir fastir liðir verða á sínum stað að vanda, Sr. Eiríkur Jóhannsson flytur ljóð dagsins og helgar stundina Guði, fjöldasöngur sem Guðný Einarsdóttir, nýi organistinn okkar stjórnar, kaffi og meðlæti. Við hlökkum mikið til að taka á móti ykkur.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 10/9 2018

9. september – Fimmtándi sunnudagur eftir þrenningarhátí’

Messa kl. 11.  Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.  Barnastarf í umsjá Ágústu Dómhildar Karlsdóttur, guðfræðinema.  Félagar úr Kordíu, kór Háteigskirkju syngja.  Organisti er Guðný Einarsdóttir.  Samskot dagsins renna til Krýsuvíkursamtakanna.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 6/9 2018

Krílasálmar og Krúttasálmar

Tvö námskeið hefjast í kirkjunni í næstu viku. Þriðjudaginn 11. september kl. 16:15 hefst námskeiðið Krúttasálmar sem er tónlistarnámskeið fyrir 1 – 3ja ára og foreldra og föstudaginn 14. september kl. 10:30 hefst námskeiðið Krílasálmar sem er tónlistarnámskeið fyrir 3ja – 18 mánaða. Námskeiðin fara fram í kirkjuskipinu og umsjón með þeim hefur Guðný Einarsdóttir, organisti kirkjunnar. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið gudnyei@gmail.com. Öll kríli, krútt og foreldrar eru hjartanlega velkomin!

gudny.einarsdottir, 5/9 2018

Foreldramorgunn kl. 10-12 á miðvikudagsmorgnum.

Hlakka til að sjá ykkur öll í fyrramálið, hress og kát í gleðinni. Kaffi og bakkelsi, huggulegheit og samvera, foreldra í fæðingarorlofi og barna.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 4/9 2018

Sunnudagur 2.septermber – Messa og Sunnudagaskóli.

Næstkomandi sunnudag hefst barnastarfið í kirkjum landsins. Við höfum fengið til liðs við okkur Ágústu Dómhildi, sem er guðfræðinemi og ætlar að sjá um barnastarfið í vetur. Við bjóðum hana velkomna til okkar og vonum að foreldrar, afar og ömmur, fjölmenni með börnin sín. Einnig viljum við bjóða nýja organistann okkar hjartanlega velkomna, en það er Guðný Einarsdóttir. Guðný hefur verið með Krílasálmanámskeið hér hjá okkur svo að við höfum fengið að kynnast henni þar. Tilhlökkunin er mikil hjá okkur á þessu hausti.

Prestur er Sr. Eiríkur Jóhannsson. Organisti Guðný Einarsdóttir.

 

 

Rannveig Eva Karlsdóttir, 31/8 2018

Dagskrá Gæðastunda Haustið 2018.

11. sept.  Ólína Þorvarðardóttir. Óttinn við hið óþekkta.

18. sept. Kjarvalsstaðir. Einskismannsland – Ríkir þar fegurðin ein?

25.sept. Helgi Skúli Kjartansson. Um ástarbréf Sigurðar Nordal.

2. okt. Ester Rut Unnsteinsdóttir. Náttúrufræðistofnun Íslands. Um tófuna.

9. okt. Jón Björnsson. Um Jakobsveginn.

16. okt. Verður tilkynnt síðar.

23. okt. Guðrún Bjarnadóttir. Grasnytjar á Íslandi – Þjóðtrú og Saga.

30. okt. Sr. Eiríkur Jóhannsson. Lífshlaup Kristjáns fjallaskálds.

6.nóv.  Pétur Blöndal. Limrur.

13.nóv. Karítas Kristjánsdóttir. Frú Valgerður Jónsdóttir,  biskupsfrú í Skálholti.

20.nóv. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir. Dagur Íslenskrar Tungu.

27. nóv. Gunnlaugur A. Jónsson. Sigvaldi Kaldalóns.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 30/8 2018

Sunnudagur 26. ágúst – Dagur díakóníunnar.

Messa kl. 11.

Séra Ása Laufey Sæmundsdóttir, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari.

Organisti er Kristján Hrannar Pálsson.

Samskot dagsins renna til samtakanna Pieta.

 

Kristján Jón Eysteinsson, 21/8 2018

Háteigskirkja er opin þri - fös kl. 9:00 til 16:00.

Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur.
Viðtalstímar þri. -fös. kl. 11-12.

Sr. Eiríkur Jóhannsson, prestur.
Viðtalstímar mán.-fim. kl. 11-12.

Tenglar:
Trú.is
Barnatrú.is
Hvað er þjóðkirkjan?
Biblían á netinu
Skráðu þig í þjóðkirkjuna

 

Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS