Háteigskirkja

 

Verið velkomin á foreldramorgun í fyrramálið.

í setrinu, safnaðarheimili Háteigskirkju. Kaffi og spjall með ykkar fallegu afleggjurum.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 23/5 2017

Barnakór Ísaksskóla og sr. Bernharður á uppstigningardag kl. 14

Í guðsþjónustu kl. 14 á uppstigningardag, degi aldraðra þann 25. maí, syngur Barnakór Ísaksskóla undir stjórn Ásu Valgerðar Sigurðardóttur. Undirleikari er Björk Sigurðardóttir. Ræðumaður er sr. Bernharður Guðmundsson sem á að baki langa og farsæla þjónustu fyrir kirkju Krists, einnig á erlendri grundu, og hefur síðari árin látið sig varða málefni þriðja æviskeiðsins svo sem efri árin eru nú oft nefnd. Að guðsþjónustu lokinni er boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarheimilinu. Lesa áfram …

María Ágústsdóttir, 22/5 2017

Rannveig Eva Karlsdóttir, 19/5 2017

Messa kl. 11 sunnudaginn 21.maí

Messa kl.11
Prestur Eiríkur Jóhannsson.
Organisti Kári Allansson.
Léttur málsverður eftir messu.

Eiríkur Jóhannsson, 17/5 2017

Foreldramorgun kl.10-12 í fyrramálið.

Verið hjartanlega velkomin elsku öll á foreldramorgun í safnaðarheimili Háteigskirkju.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 16/5 2017

Fermingarbörn vorsins 2018 – Kynningarfundur

Þriðjudaginn 16.maí verður kynningarfundur á fermingarstörfunum 2017 – 2018 fyrir þau börn sem hafa hug á að fermast í Háteigskirkju vorið 2018 og foreldra þeirra.

Fundurinn hefst kl. 18 og honum lýkur um hálftíma síðar og fer fram í Safnaðarheimili Háteigskirkju.

Prestarnir séra Helga Soffía Konráðsdóttir og séra Eiríkur Jóhannsson munu greina frá fyrirkomulagi fræðslunnar, fermingardögunum og ferðinni í Vatnaskóg.

Allir hjartanlega velkomnir.

Kristján Jón Eysteinsson, 12/5 2017

Messa kl. 11 sunnudaginn 14.maí 2017.

Messa kl.11

Prestur Eiríkur Jóhannsson

Organisti Kári Allansson

Sönghópurinn Fjárlaganefndin sér um söng.

Léttur málsverður eftir messu.

 

Rannveig Eva Karlsdóttir, 10/5 2017

Foreldramorgun í fyrramálið.

Sjáumst hress í fyrramálið í notalegheitum í safnaðarheimili Háteigskirkju. Verðum með nýtt bakkelsi og ilmandi kaffitár fyrir ungbarnaforeldra nær og fjær. Kl. 10-12 á miðvikudagsmorgnum.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 9/5 2017

Messa og aðalsafnaðarfundur 7. maí

Messa kl. 11 á þriðja sunnudegi eftir páska. Prestur er sr. María Ágústsdóttir. Kári Allansson organisti stýrir söng kórs Háteigskirkju og leikur á orgel. Karen Hjartardóttir guðfræðinemi prédikar. Messunni er útvarpað á Rás 1. Að messu lokinni er boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu og síðan fer fram aðalfundur Háteigssafnaðar. Auglýst er eftir áhugasömu safnaðarfólki til setu í sóknarnefnd og kjörnefndarstarfa, m.a. vegna komandi vígslubiskupskjörs.

María Ágústsdóttir, 1/5 2017

Gæðastund 2.maí 2017.

Verið velkomin á síðustu Gæðastundina okkar þar til í haust. Ég kynni með stolti gestinn okkar góða, sem er að þessu sinni Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup. Hún ætlar að rifja upp bernskuminningar með okkur. Kaffi og meðlæti, gleði og söngur. Hlökkum til að taka á móti ykkur og eiga með ykkur hágæðastund í setrinu okkar.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 28/4 2017

Háteigskirkja er opin þri - fös kl. 9:00 til 16:00.

Sr. Eiríkur Jóhannsson, sóknarprestur.
Viðtalstímar mán. -fim. kl. 11-12.

Sr. María Ágústsdóttir, prestur.
Viðtalstímar þri.-fös. kl. 11-12.

Tenglar:
Trú.is
Barnatrú.is
Hvað er þjóðkirkjan?
Biblían á netinu
Skráðu þig í þjóðkirkjuna

 

Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS