Háteigskirkja

 

Fermingardagar 2018

Fermingardagar næsta árs hafa verið ákveðnir:

25. mars pálmasunnudagur, 2.apríl annar í páskum og 8. apríl.

Eiríkur Jóhannsson, 22/3 2017

Messa á miðföstu 26.mars kl.11

Miðfasta, Messa og barnastarf kl.11
Prestur Eiríkur Jóhannsson
Organisti Kári Allansson
Félagar í kór Háteigskirkju syngja.
Karen og Jóhanna sjá um börnin.

Samskot renna til kristniboðssambandsins.

Eiríkur Jóhannsson, 22/3 2017

Foreldramorgun kl. 10-12.

Verið velkomin öll á foreldramorgun sem hefst eftir nokkrar mínútur.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 22/3 2017

Núvitund kl. 12 á þriðjudögum

Á þriðjudögum kl. 12-12.30 er boðið upp á núvitundariðkun með íhugunarívafi í umsjá organista og presta. Þetta er kyrrlát og friðsæl stund og helgidómurinn miðlar fegurð, hlýju og hátíðleika.

María Ágústsdóttir, 20/3 2017

Gæðastund 21.mars 2017

Gestur okkar á Gæðastund verður Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og ætlar að segja okkur frá dvöl sinni í Kasakstan. Kaffi og veitingar verða á sínum stað, Kári Allansson leikur undir fjöldasöng og Sr. Eiríkur Jóhannsson les ljóð dagsins. Hjartanlega velkomin kl. 13.30-15 í Setrið okkar.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 20/3 2017

Nýtt Krílasálmanámskeið hefst á morgun kl.11

Það veitir okkur ómælda gleði að tilkynna að nýtt Krílasálmanámskeið hefst nk. föstudag kl. 11. Skráning fer fram á rannveig@hateigskirkja.is. Síðasta námskeið gekk alveg framúrskarandi vel, svo við höldum áfram. Yndislega gefandi námskeið í umsjá Guðnýjar Einarsdóttur.

 

Rannveig Eva Karlsdóttir, 16/3 2017

Eldri félagar Karlakórs Reykjavíkur í messunni 19. mars kl. 11

Við fáum góða gesti í messuna okkar kl. 11 á sunnudaginn. Eldri félagar Karlakórs Reykjavíkur koma og leiða almennan söng og syngja fyrir okkur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Sungnir verða sálmarnir 133-350-346-507-241. Kári Allansson leikur á orgelið og María Ágústsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Samskot fara til Kristniboðssambandsins. Karen og Jóhanna annast um sunnudagaskólann.

María Ágústsdóttir, 15/3 2017

Nýtt Krílasálmanámskeið hefst á föstudaginn.

Það veitir okkur ómælda gleði að tilkynna að nýtt Krílasálmanámskeið hefst nk. föstudag kl. 11. Skráning fer fram á rannveig@hateigskirkja.is. Síðasta námskeið gekk alveg framúrskarandi vel, svo við höldum áfram. 

Rannveig Eva Karlsdóttir, 13/3 2017

Sameiginlegur Foreldramorgun kl.10.30 nk. miðvikudag.

Ég vil minna ykkur á þetta samstarfsverkefni nokkurra kirkna á höfuðborgarsvæðinu. Endilega hjálpið okkur að ná til sem flestra. Nk. miðvikudagsmorgun kl. 10.30 í safnaðarheimili Háteigskirkju.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 13/3 2017

Gæðastund 14.mars 2017.

Níels Árni Lund verður gestur Gæðastundar þriðjudagsins 14.mars, og mun fjalla um bók sína Sléttungu. Verið hjartanlega velkomin í næringu fyrir líkama og sál. Kl.13.30-15.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 12/3 2017

Háteigskirkja er opin þri - fös kl. 9:00 til 16:00.

Sr. Eiríkur Jóhannsson, sóknarprestur.
Viðtalstímar mán. -fim. kl. 11-12.

Sr. María Ágústsdóttir, prestur.
Viðtalstímar þri.-fös. kl. 11-12.

Tenglar:
Trú.is
Barnatrú.is
Hvað er þjóðkirkjan?
Biblían á netinu
Skráðu þig í þjóðkirkjuna

 

Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS