Háteigskirkja

 

Foreldramorgunn fellur niður í fyrramálið.

Foreldramorgunn fellur niður í fyrramálið vegna afleitrar veðurspár. Við vonum að krúttin geti kúrt í öryggi innandyra, en hlökkum um leið enn frekar til að taka á móti ykkur í næstu viku.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 20/2 2018

Gæðastund á morgundagsins.

Velkomin á Gæðastund morgundagsins, 20.feb. 2018, en gestur okkar að þessu sinni verður Guðmundur Brynjólfsson. Kaffi og veitingar verða á sínum stað, eins og okkar föstu liðir almennt.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 19/2 2018

Sunnudagur 18. febrúar. Messa kl.11

Messa kl. 11:00

Kór Háteigskirkju leiðir söng.
Organisti, Þorvaldur Örn Davíðsson
Prestur Helga Soffía Konráðsdóttir

Kristján Jón Eysteinsson, 17/2 2018

Þriðjudagur 13.febrúar – Gæðastund

Velkomin á Gæðastund. Gestur okkar að þessu sinni verður Gerður Kristný sem ætlar að segja okkur frá, og lesa upp úr bók sinni Smartís. Söngur og gleði á Gæðastund, kaffi og meðlæti. Sjáumst.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 12/2 2018

Sunnudagur 11. febrúar. Messa kl.11

Messa kl. 11:00

Sunnudagur í föstuinngang
Kór Háteigskirkju leiðir söng.
Organisti, Þorvaldur Örn Davíðsson
Prestur Eiríkur Jóhannsson.

Samskot renna til Hins íslenska biblíufélags.

Eiríkur Jóhannsson, 7/2 2018

Gæðastund 6.febrúar.

Velkomin á Gæðastund kæru vinir. Jón Björnsson verður gestur okkar í dag. Hann ætlar að greina frá, og sýna svipmyndir frá Jakobsveginum. Hér verður heitt á könnum og gómsætt undir tönn. Velkomin til okkar í notalega setrið.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 6/2 2018

Messa kl. 11:00 4.febrúar á biblíudegi

Messa á biblíudegi.

Kór Háteigskirkju leiðir messusöng

organisti, Þorvaldur Örn Davíðsson

prestur Eiríkur Jóhannsson

Eiríkur Jóhannsson, 3/2 2018

Sunnudagur 4. febrúar – Annar sunnudagur í níuviknaföstu Biblíudagurinn

Messa og barnastarf kl. 11.  Séra Eiríkur Jóhannsson predikar og þjónar fyrir altari.  Kór Háteigskirkju syngur.  Organisti, Þorvaldur Örn Davíðsson.

Kristján Jón Eysteinsson, 2/2 2018

Velkomin foreldrar í fæðingarorlofi.

Á morgni síðasta dags janúarmánaðar, nánar tiltekið í fyrramálið kl.10-12, ætlum við að hafa það æðislega kósý í kaffi/te og spjalli í safnaðarheimili kirkjunnar. Hlakka til að sjá ykkur á foreldramorgni.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 30/1 2018

Gæðastund 30.janúar 2018.

Velkomin á Gæðastund nk. þriðjudag en þá mun gestur okkar vera Gísli Jökull Gíslason, sagnfræðingur. Hann fjallar um bók sína Föðurlandsstríðið mikla og Maria Mitrofanova. Allir helstu liðir okkar gæðastunda verða á sínum stað. Við hlökkum til að taka á móti ykkur, kl. 13.30-15 í Setrinu.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 26/1 2018

Háteigskirkja er opin þri - fös kl. 9:00 til 16:00.

Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur.
Viðtalstímar þri. -fös. kl. 11-12.

Sr. Eiríkur Jóhannsson, prestur.
Viðtalstímar mán.-fim. kl. 11-12.

Tenglar:
Trú.is
Barnatrú.is
Hvað er þjóðkirkjan?
Biblían á netinu
Skráðu þig í þjóðkirkjuna

 

Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS