Háteigskirkja

 

“Aðventukvöld við kertaljós”

Á morgun, sunnudaginn 17.desember, kl. 20, verður “Aðventukvöld við kertaljós” í Háteigskirkju.
Prestar: Sr. Eiríkur Jóhannsson og Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir
Ræðumaður: Sr. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup
Kór Háteigskirkju syngur
Stjórnandi: Steinar Logi Helgason
Að aðventukvöldinu loknu er kirkjugestum boðnar veitingar í safnaðarheimili Háteigskirkju.

Kristján Jón Eysteinsson, 16/12 2017

17.des. 3. sunnudagur í aðventu. Messa og barnastarf kl.11

Messa og barnastarf kl.11
3. sunnudagur í aðventu.
Prestur Eiríkur Jóhannsson
Organisti Steinar Logi Helgason
Kór Háteigskirkju leiðir messusöng

Samskot renna til Hjálparstarfs kirkjunnar.

Kristján Jón Eysteinsson, 15/12 2017

Síðasti foreldramorgun fyrir jól.

Miðvikudaginn 13.desember verður síðasti foreldramorguninn fyrir jól. Hlakka mikið til að sjá ykkur öll. Kl. 10-12.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 12/12 2017

Sunnudagur 10. desember – Annar sunnudagur í aðventu

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Eva Björk Valdimarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Barnastarf í umsjá Hilmars Kristinssonar. Kór Háteigskirkju syngur og organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson. Samskot renna til Hjálparstarfs kirkjunnar.

 

Rannveig Eva Karlsdóttir, 6/12 2017

Foreldramorgun kl. 10-12.

Alla miðvikudagsmorgna bjóðum við upp á samfélag foreldra og nýfæddra barna þeirra í safnaðarheimili kirkjunnar. Hjartanlega velkomin í hlýjuna til okkar. Kaffi og meðlæti, notalegt spjall og samvera.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 5/12 2017

3.des. 1. sunnudagur í aðventu. Messa og barnastarf kl.11

Messa og barnastarf kl.11
1. sunnudagur í aðventu.
Prestur Eiríkur Jóhannsson
Organisti Steinar Logi Helgason
Kór Háteigskirkju leiðir messusöng

Samskot renna til Hjálparstarfs kirkjunnar.

Eiríkur Jóhannsson, 30/11 2017

Við minnum á Gæðastund morgundagsins, 28.nóvember 2017.

Þá er komið að síðustu gæðastund vetursins 2017. Við ætlum að njóta samverunnar, í hátíðarskapi og fáum til okkar dásamlega gesti sem við hyggjumst taka höfðinglega á móti. Það eru þeir Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson sem ætla að eiga með okkur gæðastund. Allir fastir liðir eins og venjulega. Sjáumst á morgun., kl. 13.30-15

Rannveig Eva Karlsdóttir, 27/11 2017

Sunnudagur 26. nóvember – Síðasti sunnudagur kirkjuársins

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.  Börn frá DanceCenter Reykjavík koma fram undir stjórn Nönnu Óskar Jónsdóttur.  Skírn og mikill almennur söngur.  Organisti Þorvaldur Örn Davíðsson. Prestur séra Helga Soffía Konráðsdóttir.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 23/11 2017

Gæðastund 28.nóvember 2017.

Þá er komið að síðustu gæðastund vetursins 2017. Við ætlum að njóta samverunnar, í hátíðarskapi og fáum til okkar dásamlega gesti sem við hyggjumst taka höfðinglega á móti. Það eru þeir Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson sem  ætla að eiga með okkur gæðastund. Allir fastir liðir eins og venjulega. Sjáumst á þriðjudaginn kemur, kl. 13.30-15.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 22/11 2017

Gæðastund 21.nóvember 2017.

Verið velkomin á næstsíðustu Gæðastund ársins 2017. Gestur vikunnar verður  Yrsa Sigurðardóttir, glæpa og spennusagnahöfundur. Hún á einmitt eina nýútkomna bók sem nefnist Gatið. Allir fastir liðir verða að sjálfsögðu á sínum stað.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 19/11 2017

Háteigskirkja er opin þri - fös kl. 9:00 til 16:00.

Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur.
Viðtalstímar þri. -fös. kl. 11-12.

Sr. Eiríkur Jóhannsson, prestur.
Viðtalstímar mán.-fim. kl. 11-12.

Tenglar:
Trú.is
Barnatrú.is
Hvað er þjóðkirkjan?
Biblían á netinu
Skráðu þig í þjóðkirkjuna

 

Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS