Háteigskirkja

 

Samkirkjuleg guðsþjónusta þann 22.1.17: Sátt og friður

Á sunnudegi í Alþjóðlegri samkirkjulegri bænaviku fyrir einingu kristninnar kl. 11  verður útvarpað guðsþjónustu frá Háteigskirkju. Magnús Gunnarsson, forstöðumaður trúfélagsins Betaníu, prédikar. Fulltrúar kristnna trúfélaga annast ritningarlestur og bænir. Kvennakór Háskóla Íslands syngur undir stjórn Margrétar Bóasdóttur. Einnig flytur Kór Ísakskóla nokkur lög undir stjórn Ásu Valgerðar Sigurðardóttur. Kári Allansson organisti annast undirleik. Fermingarbörnin okkar annast táknrænan gjörning úr efni frá Wittenberg í Þýskalandi sem tengist sátt og friði. Prestur er dr. María Ágústsdóttir, formaður Samstarfsnefndar kristinna trúfélaga á Íslandi sem hefur umsjón með þessari árlegu bænaviku. Barnastarfið annast Jóhanna og Kristján. Súpa og samfélag eftir guðsþjónustuna.

María Ágústsdóttir, 18/1 2017

Foreldramorgnar á miðvikudögum kl. 10-12.

Velkomin á foreldramorgun í fyrramálið elskulegu foreldrar í fæðingarorlofi. Ég fer í bakaríið og kveiki á kaffivélinni og sýð vatnið, kveiki jafnvel á kertum og stefnan er að eiga ljúfan og góðan foreldramorgun með ykkur og ykkar! Mikið hlakka ég til að sjá ykkur.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 17/1 2017

Fjallað um núvitund í messu kl. 11 þann 15. janúar

Í sunnudagsmessunni í Háteigskirkju nk. sunnudag, 15. janúar, leiklesa ungmenni úr fermingarhóp vorsins ritningarlestur og guðspjall. Sr. María Ágústsdóttir fjallar um núvitund og kristna trú en nk. þriðjudag kl. 12 hefjast í Háteigskirkju vikulegar stundir í þeim anda sem standa yfir í hálftíma og eru öllum opnar. Kári Allansson og félagar úr Kór Háteigskirkju leiða söng. Börnin eru með í messunni í fyrstu en fara síðan í barnastarfið sem Karen og Jóhanna annast. Samskot verða tekin til Hjálparstarfs kirkjunnar.

María Ágústsdóttir, 12/1 2017

Fyrsti foreldramorgun ársins 2017 verður í fyrramálið.

Við höldum áfram í fyrramálið, 11. janúar, með gefandi foreldramorgna í setrinu í Háteigskirkju. Það er mikið tilhlökkunarefni að fá að taka á móti ykkur öllum, og sjá hvað allir molarnir ykkar hafa dafnað vel um hátíðarnar. Sjáumst hress kl. 10-12 !

Rannveig Eva Karlsdóttir, 10/1 2017

Kynningarfundur vegna 12 spora kl. 19:30 í kvöld.

Seinni kynningarfundur vegna tólf spora námskeiðs verður í kvöld klukkan 19:30.Um er að ræða styttri útgáfu af yfirferð sporanna.

Allir áhugasamir velkomnir að kynna sér þetta gagnlega námskeið.

Eiríkur Jóhannsson, 3/1 2017 kl. 10.00

Rannveig Eva Karlsdóttir, 10/1 2017

Sunnudagurinn 8. janúar 2017 – Fyrsti sunnudagur eftir Þrettánda.

Messað kl.11.

Prestur Eiríkur Jóhannsson

Organisti Bjarni Þór Jónatansson

Félagar úr Kór Háteigskirkju syngja.

 

Rannveig Eva Karlsdóttir, 5/1 2017

Kynningarfundur vegna 12 spora kl. 19:30 í kvöld.

Fyrri kynningarfundur vegna tólf spora námskeiðs verður í kvöld klukkan 19:30.

Um er að ræða styttri útgáfu af yfirferð sporanna.

Allir áhugasamir velkomnir að kynna sér þetta gagnlega námskeið.

Eiríkur Jóhannsson, 3/1 2017

Um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, viljum við minna á dagskrá okkar um jól og áramót.

Aðfangadagur: Guðsþjónusta kl. 18. Einsöngur: Hugi Jónsson. Tónlist frá kl. 17.30: Örnólfur Kristjánsson sellóleikari og Helga Steinunn Torfadóttir fiðluleikari.

Jóladagur: Hátíðarmessa kl. 14.

Annar jóladagur: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14 með þátttöku dansara frá Ballettskóla Eddu Scheving.

Miðvikudagur 28. desember: Jólamessa Kvennakirkjunnar kl. 20.

Fimmtudagur 29. desember: Tónleikar Fjárlaganefndar kl. 20.

Gamlárskvöld: Aftansöngur kl. 18. Óbóleikur: Össur Ingi Jónsson.

Nýársdagur: Hátíðarmessa kl. 14. Trompetleikur: Margeir Hafsteinsson.

Megi góður Guð gefa ykkur barnslega einlæga gleði í hjarta, hlýju og fegurð yfir og allt um kring yfir hátíðarnar.

Gleðileg jól.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 20/12 2016

Aðventusöngvar við kertaljós kl.20, fjórða sunnudag í aðventu 18. desember.

Samverustund á afmælisdegi kirkjunnar.

Eldri félagar úr Karlakór Reykjavíkur syngja.

Ræðumaður kvöldsins sr.María Ágústsdóttir

Á eftir verða léttar veitingar í boði sóknarnefndar í safnaðarsal.

Eiríkur Jóhannsson, 14/12 2016

18. desember, 4. sd. í aðventu. Messa og barnastarf kl.11

Messa og barnastarf kl.11
Prestur sr. Eiríkur Jóhannsson
organisti Kári Allansson
Sönghópurinn
Olga Vocal ensemble syngur við messuna.

Samskot renna til Hjálparstarfs kirkjunnar.

Eiríkur Jóhannsson, 14/12 2016

Háteigskirkja er opin þri - fös kl. 9:00 til 16:00.

Sr. Eiríkur Jóhannsson, sóknarprestur.
Viðtalstímar mán. -fim. kl. 11-12.

Sr. María Ágústsdóttir, prestur.
Viðtalstímar þri.-fös. kl. 11-12.

Tenglar:
Trú.is
Barnatrú.is
Hvað er þjóðkirkjan?
Biblían á netinu
Skráðu þig í þjóðkirkjuna

 

Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS