Háteigskirkja

 

Sunnudagur 21. október – Nítjándi sunnudagur eftir þrenningarhátíð.

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.  Kvennakór Háskóla Íslands syngur undir stjórn Margrétar Bóasdóttur.  Hilmar Kristinsson flytur hugvekju.  Mikill almennur söngur undir stjórn organistans Steinars Loga Helgasonar.  Prestur séra Helga Soffía Konráðsdóttir.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 18/10 2017

Á morgun fáum við góðan gest.

Foreldramorgun á morgun. Við fáum til okkar góðan gest, Hrönn
Guðjónsdóttur, sem ætlar að taka sýnikennslu í ungbarnanuddi, en hún er ungbarnanuddari. Það var frábært að fá hana í fyrra og sjá litlu krúttin njóta stundarinnar. Hún ætlar að byrja kl. 10, svo að gott væri að fá ykkur á svæðið kl 9.45, með mjúkt handklæði fyrir börnin ykkar að liggja á.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 17/10 2017

Gæðastund þriðjudaginn 17.október nk.

Verið velkomin á Gæðastund nk. þriðjudags en þá mun sr. Eiríkur Jóhannsson beina athygli okkar að Náttúruperlum í N-Þingeyjarsýslu. Við hlökkum til að taka á móti sem flestum og eiga saman yndislega stund, kaffi og meðlæti, fjöldasöngur og ljóð dagsins, kl. 13.30-15.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 13/10 2017

“hið góða líf” á fimmtudag kl. 17:45

 

Byrjað er með stuttri helgistund í kirkjunni og síðan farið í snarpan göngutúr um nágrennið.

umsjón Eiríkur Jóhannsson.

Eiríkur Jóhannsson, 11/10 2017

Sunnudagur 15. október messa og barnastarf. Góður gestur prédikar

Messa og barnastarf kl.11
Prestur Eiríkur Jóhannsson
Organisti Steinar Logi Helgason
Kór Háteigskirkju syngur.
Barnastarf í umsjá Hilmars Kristinssonar.
Í messunni prédikar dr. Pauliina Kainulainen prestur frá Finnlandi en hún er þáttakandi á ráðstefnu alkirkjuráðsins um umhverfismál, sem haldin er hér á landi. Prédikunin verður þýdd yfir á íslensku.

Eiríkur Jóhannsson, 11/10 2017

Foreldrar í fæðingarorlofi.

Verið velkomin á Foreldramorgun morgundagsins í Setrinu okkar notalega í Safnaðarheimili kirkjunnar. Kaffi, meðlæti og spjall um heima og geima. Ég mun auðvitað minna ykkur á sameiginlega foreldramorguninn okkar sem verður í Bústaðakirkju á fimmtudaginn, ekki á morgun heldur hinn

Rannveig Eva Karlsdóttir, 10/10 2017

Gæðastund 10.10 2017.

Gestur okkar á morgun verður Sr. María Ágústsdóttir, okkar. Það verður fróðlegt að heyra erindi hennar, en það ber yfirskriftina Heilsa. Við Þórey þurfum að hugsa vandlega um veitingarnar á morgun. Sjáumst kát og glöð.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 9/10 2017

Sunnudagur 8. október – Sautjándi sunnudagur eftir þrenningarhátíð.

Messa og barna starf kl. 11.  Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.  Barnastarf í  umsjá Hilmars Kristinssonar.  Kór Háteigskirkju syngur.  Organisti er Steinar Logi Helgason.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 6/10 2017

Hið góða líf hefst á morgun

Fimmtudaginn 4. okt. kl. 17:45 hefst í kirkjunni nýtt tilboð um samfélag. Við köllum það “Hið góða líf” það byggist á þeirri hugmynd að blanda saman stuttu einföldu helgihaldi  og síðan útivist og hreyfingu.  Við byrjum með stuttri helgistund í kirkjunni og förum síðan í röskan göngutúr um nágrennið. Þetta verða svona stuttar pílagrímagöngur með fróðleiksívafi.

Eiríkur Jóhannsson, 4/10 2017

Foreldramorgun kl. 10-12 í fyrramálið.

Frábært tækifæri til að skella sér út í kaffi og með því með okkur í Háteigskirkju. ☕️

Rannveig Eva Karlsdóttir, 3/10 2017

Háteigskirkja er opin þri - fös kl. 9:00 til 16:00.

Sr. Eiríkur Jóhannsson, sóknarprestur.
Viðtalstímar mán. -fim. kl. 11-12.

Sr. María Ágústsdóttir, prestur.
Viðtalstímar þri.-fös. kl. 11-12.

Tenglar:
Trú.is
Barnatrú.is
Hvað er þjóðkirkjan?
Biblían á netinu
Skráðu þig í þjóðkirkjuna

 

Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS