Háteigskirkja

 

Sunnudagur 20. ágúst – Tíundi sunnudagur eftir þrenningarhátíð.

Messa kl. 11.  Vænst er þátttöku fermingarbarna 2017-2018 og foreldra þeirra.

Félagar úr Kór Háteigskirkju syngja. Organisti er Kári Allansson. Séra Eiríkur Jóhannsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Helgu Soffíu Konráðsdóttur. Skráning í fermingarstarf vetrarins fer fram að messu lokinni.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 16/8 2017

Hvatningarsamkoma í Safnaðarheimili Háteigskirkju fyrir marathon-hlaupara

Marathon-hlaup fyrir Hjálparstofnun Kirkjunnar

Föstudaginn 18.ágúst, frá kl. 17-19:00 stendur Reykjavíkurprófastsdæmi vestra fyrir hvatningarsamkomu í Safnaðarheimili Háteigskirkju, til að hvetja þá sem eru að taka þátt í Reykjavíkur Marathon til styrktar Hjálparstarfi Kirkjunnar. Þar mun Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins, ásamt Elínu Mettu Jensen landsliðskonu í fótbolta og Pálma Matthíassyni, sóknarpresti í Bústaðakirkju koma og veita okkar fólki innblástur og hvatningu sem sæmir afreksíþróttafólki. 

Öllum sem vilja styrkja Hjálparstarf Kirkjunnar og koma til að hvetja íþróttafólkið til dáða, er boðið til að koma og þiggja veitingar í Safnaðarheimilinu, ásamt því að njóta þeirrar dagsskrár sem sett hefur verið saman. 

Rannveig Eva Karlsdóttir, 16/8 2017

Messa 13. ágúst kl. 11

Við messugjörð sunnudaginn 13. ágúst þjónar sóknarprestur, sr. Eiríkur Jóhannsson, fyrir altari og Kári Allansson leikur undir almennan sálmasöng. Verið velkomin í kirkjuna ykkar.

María Ágústsdóttir, 8/8 2017

Vöfflukaffi eftir messu 6. ágúst

Í tilefni af verslunarmannahelginni bjóðum við til vöfflukaffis í Setrinu í Háteigskirkju eftir 11-messuna. Sr. María Ágústsdóttir og Sólveig Anna Aradóttir þjóna í tali og tónum og börnin geta litað og lesið á meðan á messunni stendur. Við syngjum m.a. sálmana Dag í senn og Bjargið alda enda fjalla ritningarlestrar dagsins um að treysta Guði, byggja lífshúsið á bjargi. Þið eruð öll velkomin.

María Ágústsdóttir, 1/8 2017

Messa 30. júlí kl. 11: Brauð lífsins

Í sumar messum við í Maríustúku og fylgjum einföldu formi. Að þessu sinni syngjum við eftirtalda sálma: 185 – 739 – 740 – 714 – 704. Organisti er Sólveig Anna Aradóttir. Sr. María Ágústsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar um Jesú, brauð lífsins, brauð Guðs. Eftir messu er boðið upp á brauð og kaffi í Setrinu. Þið eruð öll hjartanlega velkomin.

María Ágústsdóttir, 27/7 2017

Messan 23. júlí kl. 11

Við messu í Háteigskirkju sunnudaginn 23. júlí sem er 6. sunnudagur eftir þrenningarhátíð þjóna sr. María Ágústsdóttir og Kári Allansson. Þessir sálmar verða sungnir: 11 – 739 – 740 – 22 – 523. Áfram verður fjallað um að binda og að leysa. Söfnuðinum er boðið að þiggja kaffiveitingar í Setrinu eftir messu. Við hlökkum til að sjá þig.

María Ágústsdóttir, 19/7 2017

Messað í Maríustúku 16. júlí kl. 11

Lykilstoðir helgihaldsins í Háteigskirkju fara ekki í sumarfrí. Bænastundir eru kl. 18 á miðvikudögum allan ársins hring þar sem beðið er fyrir innsendum fyrirbænarefnum og rými gefið fyrir eigin bænir í kyrrð. Messað er hvern sunnudag kl. 11. Í sumar fer messan fram í Maríustúkunni í syðri væng kirkjunnar, á sama stað og bænastundirnar. Organisti og prestur sem að þessu sinni eru Kári Allansson og María Ágústsdóttir annast tónlist og talað orð og leiða söfnuðinn í sameiginlegum söng. Kaffiveitingar í Setrinu eftir messu. Vertu velkomin/n í kirkjuna þína.

María Ágústsdóttir, 13/7 2017

Messa kl. 11 sunnudaginn 9.júlí

messa kl. 11
Prestur Eiríkur Jóhannsson
organisti Sólveig Anna Aradóttir.

Eiríkur Jóhannsson, 5/7 2017

Messa kl.11 næsta sunnudag 2.júlí.

Messa kl.11.
Prestur Eiríkur Jóhannsson.
Organisti Kári Allansson.

Eiríkur Jóhannsson, 28/6 2017

Messa kl.11

Messa kl. 11.

Prestur séra Tómas Sveinsson

Organisti Kári Allansson.

Eiríkur Jóhannsson, 21/6 2017

Háteigskirkja er opin þri - fös kl. 9:00 til 16:00.

Sr. Eiríkur Jóhannsson, sóknarprestur.
Viðtalstímar mán. -fim. kl. 11-12.

Sr. María Ágústsdóttir, prestur.
Viðtalstímar þri.-fös. kl. 11-12.

Tenglar:
Trú.is
Barnatrú.is
Hvað er þjóðkirkjan?
Biblían á netinu
Skráðu þig í þjóðkirkjuna

 

Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS