Háteigskirkja

 

Æskulýðsmessa fyrir allan aldur kl. 11

Í messu sunnudaginn 5. mars kl. 11 flytja fermingarbörn vorsins 2017 efni undir yfirskriftinni ,,Trúum af hjarta.” Karen Hjartardóttir, guðfræðinemi og sunnudagaskólaleiðtogi, annast hugleiðingu. Sr. María Ágústsdóttir þjónar fyrir altari. Messan er fyrir allan aldur. Börn á sunnudagaskólaaldri sem hafa sitt leikhorn í umsjá Jóhönnu Teuffer. Kári Allansson leikur undir kröftugan söng sem félagar úr Kór Háteigskirkju leiða ásamt fermingarbörnunum. Samskot dagsins renna til Kristniboðssambandsins í tilefni af lokum kristniboðsviku.

María Ágústsdóttir, 1/3 2017

Rannveig Eva Karlsdóttir, 1/3 2017

Foreldramorgun í fyrramálið.

Velkomin í hlýja Setrið okkar í fyrramálið kl.10-12. Snjórinn hefur verið ruddur í kring um kirkjuna og safnaðarheimilið, en við ráðleggjum fólki að leggja ekki barnavögnum fyrir utan kirkjuna, þar sem snjóhengjurnar eru heldur ógnvænlegar á þakinu og enginn veit hvenær þær hrynja niður. En velkomin, í kaffi, te, og bakkelsi, notalega stemningu og spjall.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 28/2 2017

Bænadagur kvenna í Háteigskirkju

Samvera verður í Háteigskirkju á Alþjóðlegum bænadegi kvenna föstudaginn 3. mars nk. kl. 20. Bænarefni koma frá konum á Filippseyjum. Ragnhildur Ásgeirsdóttir flytur hugleiðingu og kvennakór KFUK, Ljósbrot, leiðir sönginn. Sr. María Ágústsdóttir leiðir stundina ásamt konum frá tíu kristnum trúfélögum og hreyfingum. Boðið er upp á hressingu og myndasýningu í safnaðarheimilinu á eftir. Alltaf gott að koma saman á bænadegi kvenna.

María Ágústsdóttir, 28/2 2017

Núvitund kl. 12 í dag, þriðjudag

Þið eruð öll velkomin á hálftíma núvitundar- og íhugunarstund í Háteigskirkju í dag, 28. febrúar, kl. 12.

María Ágústsdóttir, 28/2 2017

Gæðastund 28.febrúar 2017.

Gæðastund, 28. febrúar kl.13.30-15.30. Við höfum það einstaklega notalegt saman, sr. Eiríkur Jóhannsson byrjar stundina, og svo tekur Kári Allansson nokkra lauflétta slagara með okkur. áður en við fáum okkur kaffi og spjöllum saman. Gestur okkar tekur til máls um kl.14.15 og að þessu sinni verður það Þórey Dögg Jónsdóttir. Hjartanlega velkomin öll.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 26/2 2017

Í kvöld.

Sunnudaginn 26. febrúar 2017 hefði Björn Ólafsson, fyrsti konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, orðið 100 ára. Af því tilefni leikur Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari allar þrjár sónötur og þrjár partítur, sem J.S. Bach samdi fyrir einleiksfiðlu, á þrennum tónleikum í Háteigskirkju og einnig í kirkjum í Danmörku, en Björn hélt mikið upp á þessi verk og taldi þau samsvara Biblíu fiðluleikarans. Á þessum, öðrum tónleikum raðarinnar, sem fellur á afmælisdag Björns, leikur Hlíf sónötu nr. 2 í a moll og partítu nr. 2 í d moll, en í síðarnefnda verkinu er hinn kunni ciacconna kafli sem mjög margir þekkja. Einnig flytur Hlíf tónverk Rúnu Ingimundar frá 2012, Að heiman, sem byggir á þjóðlögum úr Suður Þingeyjarsýslu.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 26/2 2017

Helgihald fellur niður í dag vegna færðar.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 26/2 2017

Krílasálmar falla niður í dag.

Við fellum niður krílasálmana vegna veðurs. Nk föstudag verður Guðný ekki á landinu svo að síðasta skipti verður 10.mars.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 24/2 2017

Messa og barnastarf kl. 11

sunnudagur í föstuinngang

Prestur Eiríkur Jóhannsson

Organisti Kári Allansson

Félagar í Kór Háteigskirkju syngja.

Samskot renna til Hins íslenska biblíufélags.

Karen og Jóhanna stjórna barnastundinni.

Eiríkur Jóhannsson, 22/2 2017

Háteigskirkja er opin þri - fös kl. 9:00 til 16:00.

Sr. Eiríkur Jóhannsson, sóknarprestur.
Viðtalstímar mán. -fim. kl. 11-12.

Sr. María Ágústsdóttir, prestur.
Viðtalstímar þri.-fös. kl. 11-12.

Tenglar:
Trú.is
Barnatrú.is
Hvað er þjóðkirkjan?
Biblían á netinu
Skráðu þig í þjóðkirkjuna

 

Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS