Háteigskirkja

 

Foreldramorgun kl. 10-12 í fyrramálið

Kaffi og með því. Allir hjartanlega velkomnir!

Rannveig Eva Karlsdóttir, 27/9 2016

Gæðastund 27. september 2016.

Síðasta Gæðastund septembermánaðar fer fram á morgun, þriðjudag, kl. 13.30-15 í Setrinu, safnaðarheimili Háteigskirkju. Gestur okkar að þessu sinni er sóknarpresturinn okkar, Sr. Eiríkur Jóhannsson. Kaffiveitingar verða á sínum stað. Allir velkomnir.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 26/9 2016

Fjölskyldan saman í Háteigskirkju, sunnudag 25. sept. kl.11

Nú hefst nýbreytni í helgihaldi Háteigskirkju. Hún miðar að því að fjölskyldan og að sjálfsögðu hver sem, komi saman til kirkju. Messan er styttri en venjulega og á meðan hún stendur geta börnin farið á stað í kirkjurýminu og gert sér þar eitthvað til dundurs, flett bók, litað eða pússlað. Strax eftir messu verður boðið upp á léttan málsverð í safnaðarheimili.Eftir matinn er svo sunnudagaskólastund fyrir yngri börn og fræðsluspjall fyrir fullorðna og fermingarbörn. Gert er ráð fyrir að öllu verði lokið upp úr hálf eitt (12:30).

Eiríkur Jóhannsson, 21/9 2016

Foreldramorgun kl. 10-12 í fyrramálið.

Verið velkomin á foreldramorgun í fyrramálið kl.10-12. Við hófum leik í síðustu viku, og þótti yndislegt að spjalla saman yfir ilmandi kaffi og bakkelsi. Í fyrramálið ætlar sr.María Ágústsdóttir, sem er presturinn okkar og fimm barna móðir þar fyrir utan, að vera með stundina. Hjartanlega velkomin öll.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 20/9 2016

Gæðastund 20. September 2016.

Nú eru Gæðastundirnar okkar komnar af stað. Elín Ebba Ásgeirsdóttir, iðjuþjálfi, kemur til okkar á morgun og talar um hamingjuna og ætlar að koma með son sinn sem spilar á fiðlu. Eitthvað gómsætt ilmar í ofninum. Við hlökkum mikið til að sjá ykkur.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 19/9 2016

Sunnudagur 18.september – Sautjándi sunnudagur eftir þrenningarhátíð.

Messa og barnastarf kl. 11. María Ágústsdóttir þjónar og flytur hugleiðingu. Kári Allansson og félagar úr kór Háteigskirkju leiða söng og flytja tónlist. Karen og Jóhanna bjóða börnunum í brúðuleikhús. Kaffisopi og samvera á eftir fyrir alla fjölskylduna. Samskot dagsins renna til Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð.

 

Rannveig Eva Karlsdóttir, 15/9 2016

Gæðastund.

Fyrsta Gæðastund haustsins verður á morgun kl. 13.30-15. Sr. Eiríkur Jóhannsson les ljóð dagsins, kaffi og veitingar verða á sínum stað og gestur dagsins er rithöfundurinn Gunnhildur Hrólfsdóttir sem veitir okkur innsýn í líf Sjókvenna á Íslandi. Allir hjartanlega velkomnir til okkar, í Setrið, safnaðarheimili Háteigskirkju

Rannveig Eva Karlsdóttir, 12/9 2016

Dagskrá næstu daga. Gæðastund, Messa með barnastarfi, Foreldramorgnar.

Verið öll hjartanlega velkomin!

Næstkomandi þriðjudag bjóðum við eldri borgarana okkar hjartanlega velkomin og kynnum fyrir þeim eftirfarandi dagskrá haustsins: Gæðastundir
Samfélag með næringu til líkama og sálar.

13.9 2016 Gunnhildur Hrólfsdóttir, rithöfundur. Sjókonur.

20.9 2016 Elín Ebba Ásmundsdóttir, iðjuþjálfi og sonur. Hamingjan.

27.9 2016 Eiríkur Jóhannsson.

4.10 2016 Garðar Halldórsson, arkitekt. Um Háteigskirkju.

11.10 2016 Svali Björgvinsson, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Icelandair. Um Flug.

18.11 2016 Sigrún Eldjárn, rithöfundudur og listakona. Bernskan.

25.10 2016 Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Þáttur kvenna í byggingu Landspítala.

1.11 2016 Zimsen fjölskyldar, Rósa, Helgi og börn kveða og syngja.

8.11 2016 Verður tilkynnt síðar.

15.11 2016 Karl Sigurbjörnsson, biskup. Um engla.

22.11 2016 Dr. Gunnlaugur A. Jónsson, . Aðventa Gunnars Gunnarssonar.

Kl. 13.30-15.30 á þriðjudögum. Allir velkomnir á Gæðastundirnar okkar.

Foreldrar í fæðingarorlofi eru svo boðin hjartanlega velkomin með litlu kraftaverkin sín, kl.10-12 á miðvikudagsmorgnum.

Sunnudagurinn 11. september 1017
Messa og barnastarf kl.11. Prestur Eiríkur Jóhannsson
Organisti Kári Allansson
Félagar úr Kór Háteigskirkju syngja.

Samskot dagsins renna til samtakanna Ný Dögun.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 9/9 2016

Messa og barnastarf kl.11

Messa og barnastarf kl.11
Prestur Eiríkur Jóhannsson
organisti Kári Allansson
félagar úr Kór Háteigskirkju syngja.

Samskot dagsins renna til samtakanna Ný Dögun.

Eiríkur Jóhannsson, 8/9 2016

Næstkomandi sunnudag, þann 4. september.

Messa kl. 11 og þá bjóðum við börnin sérstaklega velkomin, við upphaf barnastarfi í kirkjunni! Endilega fjölmennum og fáum að kynnast nýjum vinum.
Prestur sr. María Ágústsdóttir
Organisti Kári Allansson
Félagar í kór Háteigskirkju syngja.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 1/9 2016

Háteigskirkja er opin þri - fös kl. 9:00 til 16:00.

Sr. Eiríkur Jóhannsson, sóknarprestur.
Viðtalstímar mán. -fim. kl. 11-12.

Sr. María Ágústsdóttir, prestur.
Viðtalstímar þri.-fös. kl. 11-12.

Tenglar:
Trú.is
Barnatrú.is
Hvað er þjóðkirkjan?
Biblían á netinu

 

Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS