Háteigskirkja

 

Fermingarfræðslan hefst aftur 22. janúar

Fermingarbörn vorsins 2003 mæta aftur í fræðslustundir á nýrri önn miðvikudaginn 22. janúar. Dagskrá vorsins og fleiri upplýsingar um fræðsluna er að finna í foreldrabréfi.

Kennsla á vorönn

Kæru foreldrar, forráðafólk og verðandi fermingarbörn.

Við viljum byrja þetta bréf á því að óska ykkur Guðs blessunar á nýju ári og þakka fyrir samverur og samstarf á árinu 2002. Nú nálgast næsti áfangi fermingarstarfanna, því reglubundin kennsla eftir ferðalögin hefst aftur miðvikudaginn 22. janúar 2003 samkvæmt dagskrá.

Við viljum leyfa okkur að minna á að til einföldunar á skipulagi er skipt í hópa eftir bekkjum þeirra skóla sem flest verðandi fermingarbarna koma frá:

8. S.D.J. Háteigsskóla: Mæting 15.20 búin kl. 16.15
8. F.J. Háteigsskóla: Mæting 15.50 búin kl. 16.45
8. K.S. Hlíðaskóla: Mæting 16.20 búin kl. 17.15
8. Þ.F. Hlíðaskóla: Mæting 16.50 búin kl. 17.45

Kennt er eftirfarandi miðvikudaga: 22.01. / 29.01. / 05.02. / 12.02 / 19.02 / 26.02

Pizzudagar í mars

Kennslan í mars verður með óhefðbundnu sniði en eins og þegar hefur verið auglýst kemur hver hópur saman til pizzugerðar. Vinsamlegast athugið að skipt er í pizzuhópa eftir fermingardögum, ekki eftir skólum! Hóparnir mæta sem hér segir:

Þeir sem fermast 6. apríl: Miðvikudaginn 12. mars kl. 16.00
Þeir sem fermast 13. apríl: Miðvikudaginn 19. mars kl. 16.00
Þeir sem fermast 21. apríl: Miðvikudaginn 26. mars kl. 16.00

Að öðru leyti fer engin kennsla fram í mars, en hver hópur fær boð um að mæta í kyrtlamátun í byrjun mars annars vegar og á æfingu fyrir athöfnina sjálfa í apríl hins vegar.

Fermingardagurinn sjálfur

Enn hafa örfáir einstaklingar ekki skráð væntanlegan fermingardag. Mjög mikilvægt er að gera það hið fyrsta. Í lok janúar munum við setja lista á heimasíðu kirkjunnar www.hateigskirkja.is yfir fermingarhópana og biðjum við foreldra að athuga hvort að viðkomandi fermingarbarn sé ekki skráð á réttan dag. Einnig verður hægt að nálgast þessa lista hjá kirkjuvörðum.

Ef einhverjar spurningar, vangaveltur eða athugasemdir koma upp þá hvetjum við ykkur til þess að hafa samband við undirrituð.

Með kærri kveðju úr Háteigskirkju.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 1/1 2003 kl. 0.00

     

    Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS