Háteigskirkja

 

Tómstundastarf fyrir grunnskólanemendur

Háteigssöfnuður bíður upp á dagskrá fyrir grunnskólanemendur á öllum aldri. Dagskrá tómstundastarfs Háteigskirkju fyrir börn og unglinga vorið 2003 er nú komin á vefsvæði Háteigskirkju.
T T T – klúbburinn sívinsæli er á sínum stað í vetur á mánudögum frá 16.30 til 18.00. Klúbburinn er ætlaður krökkum úr fimmta, sjötta og sjöundabekk. Klúbburinn er ókeypis og öllum opinn. Nánari upplýsingar gefur Guðrún Helga Harðardóttir í síma 699 3990.

Við köllum klúbbinn ævintýrabirnina og bjóðum öllum krökkum úr fyrsta og öðrum bekk að dvelja í 50 mínútur í kirkju og safnaðarheimili. Dagskráin hefst alltaf með sögu- og helgistund í kirkjunni áður en skemmtileg dagskrá tekur við í safnaðarheimilinu. Þátttaka er öllum opin og ókeypis. Umsjón hefur Guðrún Helga, sími 699 3990.

Sem fyrr er dagskrá ævintýraklúbbsins byggð þannig upp að eftir að hafa tekið þátt í sögu- og helgistund í kirkjunni býðst krökkunum að taka þátt í alls konar leikjum, föndri og annarri skemmtilegri dagskrá sem verður í umsjón Guðrúnar Þóru og Guðrúnar Helgu. Ævintýraklúbburinn er ókeypis og opinn öllum krökkum úr þriðja og fjórða bekk. Nánari upplýsingar gefur Guðrún Helga Harðardóttir í síma 699 3990.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 1/1 2003 kl. 0.00

     

    Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS