Háteigskirkja

 

Hátíð og gleði í Háteigskirkju kl. 10.30 á sunnudaginn

Rúmlega tuttugu ungmenni, flest úr Hlíða- og Háteigsskóla, verða fermd í messunni nk. sunnudag, 2. apríl. Athugið að athöfnin hefst kl. 10.30. Prestar safnaðarins, sr. Eiríkur Jóhannsson og sr. María Ágústsdóttir þjóna. Kári Allansson leikur undir á orgel og félagar úr Kór Háteigskirkju leiða sönginn. Hátíð og gleði fylgir ætíð fermingardögunum í Háteigskirkju og allir eru velkomnir. Sunnudagaskólinn er kominn í frí til 23. apríl en þá hefst Sumargleðin sem ætluð er allri fjölskyldunni.

María Ágústsdóttir, 30/3 2017 kl. 13.25

     

    Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS