Háteigskirkja

 

Barnakór Ísaksskóla og sr. Bernharður á uppstigningardag kl. 14

Í guðsþjónustu kl. 14 á uppstigningardag, degi aldraðra þann 25. maí, syngur Barnakór Ísaksskóla undir stjórn Ásu Valgerðar Sigurðardóttur. Undirleikari er Björk Sigurðardóttir. Ræðumaður er sr. Bernharður Guðmundsson sem á að baki langa og farsæla þjónustu fyrir kirkju Krists, einnig á erlendri grundu, og hefur síðari árin látið sig varða málefni þriðja æviskeiðsins svo sem efri árin eru nú oft nefnd. Að guðsþjónustu lokinni er boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarheimilinu. Sr. Eiríkur og sr. María annast þjónustuna í kirkju og kaffi ásamt Rannveigu kirkjuverði og Kára organista. Allir eru að sjálfssögðu hjartanlega velkomnir, óháð aldri. Sjá auglýsingu hér að neðan.

María Ágústsdóttir, 22/5 2017 kl. 10.55

     

    Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS