Háteigskirkja

 

Messa og aðalsafnaðarfundur 7. maí

Messa kl. 11 á þriðja sunnudegi eftir páska. Prestur er sr. María Ágústsdóttir. Kári Allansson organisti stýrir söng kórs Háteigskirkju og leikur á orgel. Karen Hjartardóttir guðfræðinemi prédikar. Messunni er útvarpað á Rás 1. Að messu lokinni er boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu og síðan fer fram aðalfundur Háteigssafnaðar. Auglýst er eftir áhugasömu safnaðarfólki til setu í sóknarnefnd og kjörnefndarstarfa, m.a. vegna komandi vígslubiskupskjörs.

María Ágústsdóttir, 1/5 2017 kl. 14.37

     

    Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS