Háteigskirkja

 

Sumarmessa kl. 11 sunnudaginn 28. maí

Við erum komin í sumargírinn í Háteigskirkju. Það þýðir að messurnar eru með einföldu sniði og sálmar valdir með það í huga að sem flestir geti sungið með. Barnahornið er á sínum stað við Maríualtarið. Á eftir messu er boðið upp á einfaldan málsverð í Setrinu og jafnvel útileiki ef vel viðrar. Sr. María og Kári organisti sjá um þjónustuna að þessu sinni ásamt Rannveigu Evu kirkjuverði.

María Ágústsdóttir, 25/5 2017 kl. 15.03

     

    Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS