Háteigskirkja

 

Norskur kór fatlaðra 11. júní kl. 11

Í messuna kl. 11 á þrenningarhátið, sem einnig er sjómannadagurinn, fáum við góða gesti. Kór fatlaðra frá Gjövik Kunst- og Kulturskole í Noregi er hér í heimsókn og mun syngja fyrir okkur. Umsjón með kórnum hefur Ola Norten Svendsen en Valgerður Jónsdóttir frá Tónstofu Valgerðar er tengiliður þeirra. Katalin Lorincz leikur undir almennan söng á orgelið og prestur er María Ágústsdóttir. Svo njótum við samfélagsins við norsku systkini okkar yfir léttum veitingum á eftir. Vertu velkomin/n í kirkjuna í hverfinu þínu.

María Ágústsdóttir, 7/6 2017 kl. 14.04

     

    Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS