Háteigskirkja

 

Vöfflukaffi eftir messu 6. ágúst

Í tilefni af verslunarmannahelginni bjóðum við til vöfflukaffis í Setrinu í Háteigskirkju eftir 11-messuna. Sr. María Ágústsdóttir og Sólveig Anna Aradóttir þjóna í tali og tónum og börnin geta litað og lesið á meðan á messunni stendur. Við syngjum m.a. sálmana Dag í senn og Bjargið alda enda fjalla ritningarlestrar dagsins um að treysta Guði, byggja lífshúsið á bjargi. Þið eruð öll velkomin.

María Ágústsdóttir, 1/8 2017 kl. 11.31

     

    Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS