Háteigskirkja

 

Gæðastund 13.mars 2018 kl. 13.30-15.

Við þökkum innilega fyrir síðast á Kjarvalsstöðum, það var reglulega skemmtileg vettvangsferð. Á morgun hittumst við í Setrinu í Háteigskirkju og eigum saman huggulega stund. Allir okkar föstu liðir verða á sínum stað, ljóðalestur, bæn, fjöldasöngur og kaffiborð, allt á sínum stað, auk gestsins okkar, sem að þessu sinni er Þórey Dögg Jónsdóttir sem hampar lengsta starfstitli landsins, ef ekki bara heimsins, en hún er Framkvæmdarstjóri Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastdæmis vestra.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 12/3 2018 kl. 14.04

     

    Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS