Háteigskirkja

 

Gallerí Göng

Sænski listmálarinn Olle Medin er staddur hér á landi. Hann hélt nýlega sýningu á verkum sínum á vegum sænska sendiráðsins í Reykjavík. Hann hlaut menntun sína í listaskólunum í Örebro og Gautaborg og hefur haldið fjölmargar einka- og samsýningar í Svíþjóð og víðar. Verk hans hanga víða í opinberum stofnunum og fyrirtækjum enda er hann með þekktari málurum Svía af sinni kynslóð. Myndir hans eru bæði fjörugar og fjölbreytilegar og iða af lífi. Hann leikur sér að formi og litum á nýstárlegan hátt. Myndefnin eru mörg en abtsrakt verk undir áhrifum frá ítölskum hughrifum eru einkar áberandi. Sýning Olle Medin verður áfram til sýnis í nýrri sýningaraðstöðu í Háteigskirkju sem kallast Gallerí Göng. Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 15/3 kl 17-19. Hún er opin fram á sunnudaginn 18/3

Rannveig Eva Karlsdóttir, 12/3 2018 kl. 13.47

     

    Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS