Háteigskirkja

 

Sunnudagur 11. mars – Miðfasta.

Messa kl. 11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Háteigskirkju syngur og organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson.

Þriðjudagur 13. mars.

Aftansöngur kl. 20 í umsjón Þorvaldar Arnar Davíðssonar, Steinars Loga Helgasonar, Kórs Háteigskirkju, séra Helgu Soffíu Konráðsdóttur og séra Eiríks Jóhannssonar.
Aftansöngur (evensong) er guðsþjónustuform að enskri fyrirmynd þar sem kórsöngur, víxlsöngvar og lestrar skiptast á. Flutt verða tónverk er tilheyra föstutímanum og eru eftir Poulenc, Messiaen, Jón Nordal, Jón Leifs, Þorvald Örn Davíðsson og Benjamin Britten. Allir hjartanlega velkomnir.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 9/3 2018 kl. 14.54

     

    Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS