Háteigskirkja

 

Fjölskylduguðsþjónusta á degi aldraðra í Háteigskirkju.

Á uppstigningardag, fimmtudaginn 10. maíverður fjölskylduguðsþjónusta í Háteigskirkju kl. 14.  Séra Helga Soffía Konráðsdóttir, prófastur setur séra Evu Björk Valdimarsdóttur inn í embætti héraðsprests í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.  Séra Eva Björk flytur hugvekju og séra Eiríkur Jóhannsson fer með bænir.  Kór Ísaksskóla syngur undir stjórn Sunnu Karenar Einarsdóttur við undirleik Bjarkar Sigurðardóttur.  Mikill almennur söngur. Organisti er Steinar Logi Helgason.  Veitingar í boði sóknarnefndar í Safnaðarheimili Háteigskirkju að guðsþjónustu lokinni.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 8/5 2018 kl. 14.41

     

    Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS