Háteigskirkja

 

Foreldramorgnar

Á miðvikudagsmorgnum frá kl. 10.00 til 12.00 hittast foreldrar ungra barna í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilis Háteigskirkju og hefur Rannveig Eva Karlsdóttir umsjón með stundunum.

Hér er kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja kynnast foreldrum með börn á sama reki. Mikil áhersla er lögð á að foreldrar hafi nægan tíma til þess að spjalla saman, hvort heldur börnin sofa úti í vagni eða leika sér. En auk þess er boðið upp á kaffi og með því.

Reglulega er boðið upp á 20 mínútna fræðsluerindi í samstarfi við ýmsa aðila.

Foreldramorgnar í Háteigskirkju eru alla miðvikudagsmorgna. Á miðvikudagsdögum sem bera upp á almenna frídaga (skírdag, sumardaginn fyrsta …) og á miðvikuudögum milli jóla og nýárs er ekki foreldramorgunn.

26. október 2016 kemur Hafliði Kristinsson, fjölskylduráðgjafi, til okkar milli kl. 10-12. Allir eru velkomnir, endilega látið orðið berast.

     

    Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS