Háteigskirkja

 

Myndir úr Vatnaskógi

Raphael Fauth tók fínar myndir um helgina í Vatnaskógi. Myndirnar segja fleira en margar setningar. Raphael setti myndirnar hér.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 25/9 2003

Góð aðsókn í tómstundastarf Háteigskirkju

Í gær, mánudag spiluðu eldri borgarar vist, TTT klúbburinn hittist og unglingastarfið var á sínum stað. Góð aðsókn var í alla hópana.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 23/9 2003

Nýtt starfsólk í Háteigskirkju

Háteigskirkja hefur fengið nýtt starfsfólk til að sinna barna- og æskulýðsstarfi kirkjunnar. Hrund Þórarinsdóttir mun sjá um barnaguðsþjónustur og unglingaklúbb kirkjunnar en Valdís Eyja Pálsdóttir hefur verið ráðin til að hafa umsjón með tómstundastarfi fyrir grunnskólabörn 7 til 10 ára. TTT starfið verður í umsjón Finns Guðnasonar og Guðrúnar Þóru Gunnarsdóttur, en margir krakkar sem voru í starfinu síðasta vetur kannast við þau.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 22/9 2003

Ferð fermingarbarna í Vatnaskóg

Í dag, föstudaginn 19. september fara fermingarbörn vorsins 2004 í helgarferð í Vatnaskóg. Brottför er frá safnaðarheimili Háteigskirkju klukkan 19:30.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 19/9 2003

Fræðsla um öryggi barna í bílum og á heimilum

Fimmtudaginn 18. september, mun Herdís Storgaard framkvæmdastjóri Árvekni flytja erindi á foreldramorgni í Háteigskirkju. Herdís mun m.a. kynna foreldrum ýmis atriði sem gott er að hafa í huga til að fyrirbyggja slys á heimilum auk þess sem hún mun fjalla um öryggi barna í bílum. Fræðslan verður túlkuð á táknmál.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 16/9 2003

Háteigskirkjutíðindum dreift í hús í dag

Háteigskirkjutíðindi flytja fréttir af safnaðarstarfi Háteigssafnaðar. Þeim verður dreift í dag í hús í sókninni en einnig liggja tíðindin frammi í kirkju og safnaðarheimili.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 11/9 2003

Foreldrabréf um fermingarnámskeið Háteigskirkju

Í dag fór foreldrabréf vegna fermingarnámskeiðs í Háteigskirkju í póst og ætti því að berast foreldrum þeirra barna sem taka þátt í fræðslunni fyrir helgi. Í bréfinu er meðal annars bent á að ferðalag í Vatnaskóg fyrir alla hópana verður helgina 19. til 21. september.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 10/9 2003

Messur alla sunnudaga klukkan ellefu

Messað er í Háteigskirkju hvern sunnudag klukkan ellefu fyrir hádegi. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu um messur hér á hateigskirkja.is

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 9/9 2003

Foreldramorgnar

Foreldramorgnar eru í safnaðarheimili Háteigskirkju alla fimmtudagsmorgna frá 10:00 til 12:00. Í Háteigskirkjutíðindum sem verður dreift í hús næsta fimmtudag er fræðslan í vetur kynnt, en þar segir:

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 8/9 2003

Starf eldri borgara

Háteigskirkja bíður upp á fjölbreytt starf fyrir eldri borgara. Starfið er í umsjón Þórdísar Ásgeirsdóttur, þjónustufulltrúa og gefur hún nánari upplýsingar um starfið í síma 511 5405

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 8/9 2003

Háteigskirkja er opin þri - fös kl. 9:00 til 16:00.

Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur.
Viðtalstímar þri. -fös. kl. 11-12.

Sr. Eiríkur Jóhannsson, prestur.
Viðtalstímar mán.-fim. kl. 11-12.

Tenglar:
Trú.is
Barnatrú.is
Hvað er þjóðkirkjan?
Biblían á netinu
Skráðu þig í þjóðkirkjuna

 

Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS