Háteigskirkja

 

Líf og tækni – trú og Guð

Biblíuskólinn við Holtaveg og Kristilegt félag heilbrigðisstétta halda málþing um siðferðisspurningar á sviði líftækninnar, miðvikudaginn 29. janúar 2003 kl. 17.00 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg. Nánari upplýsingar í síma 588 8899.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 21/1 2003

Stúlknakórinn æfir í dag

Fjöldi barna og unglinga mætti á fyrstu æfingar hjá nýjum barnakórstjóra í síðustu viku, en þær æfingar voru hugsaðar sem nokkurs konar kynning á kórastarfinu. Í dag hefjast svo reglulegar æfingar stúlknakórsins kl. 18.00.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 20/1 2003

Sjálfboðið starf í Evrópu

Dagana 9. til 15. janúar 2003 sótti Pétur Björgvin Þorsteinsson, fræðslufulltrúi Háteigskirkju ráðstefnu í Svartaskógi um sjálfboðið starf í Evrópu. Skýrslu hans er að finna á bloggsíðu sjálfboðaliðastarfs Háteigskirkju.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 19/1 2003

Af suðurþýsku æskulýðsstarfi

Pétur Björgvin Þorsteinsson, fræðslufulltrúi Háteigskirkju kynnti sér nýungar hjá landsskrifstofu kirkjulegs æskulýðsstarfs í Stuttgart í upphafi ársins. Að heimsókn lokinni tók hann saman yfirlit um 12 af þeim fjölmörgu verkefnum sem skrifstofan sinnir.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 19/1 2003

Karlar óskast í kirkjukór

Kirkjukór Háteigskirkju getur bætt við nokkrum körlum. Æfingar eru á miðvikudagskvöldum kl. 20.00.

Lesa áfram …

Douglas Brotchie, 18/1 2003

Tómstundastarf fyrir grunnskólanemendur

Háteigssöfnuður bíður upp á dagskrá fyrir grunnskólanemendur á öllum aldri. Dagskrá tómstundastarfs Háteigskirkju fyrir börn og unglinga vorið 2003 er nú komin á vefsvæði Háteigskirkju.
Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 1/1 2003

Helgihald í upphafi nýs árs

Hér á heimasíðunni má m.a. finna upplýsingar um helgihald í upphafi nýs árs
Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 1/1 2003

Barnaguðsþjónustur

Barnaguðsþjónustur eru alla sunnudaga í Háteigskirkju klukkan ellefu. Fyrsta barnaguðsþjónustan á nýju ári er 5. janúar 2003.
Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 1/1 2003

Barna- og stúlknakórar fara af stað á ný

Kynningarbréf sem Julian Isaacs, nýr barnakórstjóri Háteigskirkju, dreifir til grunnskólanemenda á fyrstu skóladögum í janúar er að finna hér á heimasíðunni. Það hefur að geyma upplýsingar um tilhögun barnakórastarfs vorið 2003, fundarboð á kynningarfund foreldra og fleira.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 1/1 2003

Fermingarfræðslan hefst aftur 22. janúar

Fermingarbörn vorsins 2003 mæta aftur í fræðslustundir á nýrri önn miðvikudaginn 22. janúar. Dagskrá vorsins og fleiri upplýsingar um fræðsluna er að finna í foreldrabréfi.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 1/1 2003

Háteigskirkja er opin þri - fös kl. 9:00 til 16:00.

Sr. Eiríkur Jóhannsson, sóknarprestur.
Viðtalstímar mán. -fim. kl. 11-12.

Sr. María Ágústsdóttir, prestur.
Viðtalstímar þri.-fös. kl. 11-12.

Tenglar:
Trú.is
Barnatrú.is
Hvað er þjóðkirkjan?
Biblían á netinu
Skráðu þig í þjóðkirkjuna

 

Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS