Háteigskirkja

 

Briddskennsla

Þórdís Ásgeirsdóttir, þjónustufulltrúi, stendur fyrir briddskennslu á föstudögum í Setrinu. Nánari upplýsingar hjá Þórdísi í síma 511 5405.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 13/2 2003

TTT undirbýr sig fyrir spurningakeppni

Krakkar úr T T T klúbbi Háteigskirkju ætla að taka þátt í spurningakeppninni „Jesús lifir” sem haldin verður fimmtudaginn 10. apríl í Suðurhlíðaskóla. Í gær var keppnin kynnt fyrir þeim og í næstu viku hefjast æfingar.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 4/2 2003

Vinafundir

Næstkomandi fimmtudag, 6. febrúar hefjast vinafundirnir í Setrinu aftur, en þeir verða á næstu fimmtudögum frá 14.00 til 16.00. Þar mun sr. Tómas Sveinsson tala um eftirsjánna út frá textum Rutarbókar. Vinafundirnir eru opnir öllu fullorðnu fólki.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 3/2 2003

Aðalfundur Kvenfélags Háteigssóknar

Kvenfélag Háteigssóknar sem er fimmtíu ára um þessar mundir heldur aðalfund á morgun, þriðjudag. Fundurinn verður haldinn á neðri hæð safnaðarheimilis Háteigskirkju við Háteigsveg 29 og hefst klukkan átta (20.00).

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 3/2 2003

Sr. Helga Soffía í fríi

Séra Helga Soffía Konráðsdóttir, prestur í Háteigssókn er í leyfi fram til 12. febrúar 2003. Sr. María Ágústsdóttir, héraðsprestur mun messa í stað sr. Helgu á næstkomandi sunnudag klukkan tvö (14.00).

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 3/2 2003

MEME á fullu

Æskulýðsfélag Háteigskirkju er að ná sér á strik aftur eftir smá lægð sem var í starfinu í haust.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 3/2 2003

Guðrún og Guðrún í barnaguðsþjónustu

Barnaguðsþjónustan sunnudaginn 9. febrúar 2003 verður í umsjón Guðrúnar Helgu Harðardóttur og Guðrúnar Þóru Gunnarsdóttur ásamt Douglasi A. Brotchie, organista.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 3/2 2003

Óvissuferðin endaði í breakdansi

Á dagskrá TTT klúbbsins síðasta mánudag var óvissuferð. Í þetta sinn kom hún öðruvísi á óvart því hún var innanhúss. Natasja, kennari Kramhússins í breakdansi kom í heimsókn.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 30/1 2003

Kirkjudagar í Þýskalandi

Berlín, höfuðborg Þýskalands er að þessu sinni gestgjafi þýsku kirkjudaganna sem haldnir verða um mánaðarmótin maí-júní. í fyrsta sinn er hátíðin samkirkjuleg. Pétur Björgvin segir nánar frá þessum dögum í grein á kirkjan.is

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 28/1 2003

Háskóli fermingarbarna

Stöðug endurskoðun á eigin safnaðarstarfi felur einnig í sér að horft sé út fyrir litla heiminn sem við búum í og hugmyndir annars staðar frá notaðar til þess að auðga ímyndaraflið. Í stuttri skýrslu um háskóla fermingarbarnanna í litlu bæjarfélagi í suður Þýskalandi er einmitt að finna hugmyndir sem gætu nýst hér heima á Fróni.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 22/1 2003

Háteigskirkja er opin þri - fös kl. 9:00 til 16:00.

Sr. Eiríkur Jóhannsson, sóknarprestur.
Viðtalstímar mán. -fim. kl. 11-12.

Sr. María Ágústsdóttir, prestur.
Viðtalstímar þri.-fös. kl. 11-12.

Tenglar:
Trú.is
Barnatrú.is
Hvað er þjóðkirkjan?
Biblían á netinu
Skráðu þig í þjóðkirkjuna

 

Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS