Háteigskirkja

 

Vetrarstarf unglingaklúbbsins að hefjast

Klúbbur fyrir unglinga úr níunda bekk og eldri verður starfræktur í safnaðarheimili Háteigskirkju á mánudagskvöldum í vetur. Umsjón með klúbbnum hefur Hrund Þórarinsdóttir, djákni.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 7/9 2003

Kórstarf fyrir grunnskólabörn

Þrír kórar verða starfandi fyrir grunnskólabörn í Háteigskirkju í vetur undir stjórn Julians Edwards Isaacs. Þetta starf var kynnt fyrir börnum úr sókninni í dag.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 5/9 2003

Tómstundastarf – leikir, söngur, sögur …

Við í Háteigskirkju erum þeirrar skoðunar að börn séu frábært fólk! Það er því stefna Háteigskirkju að bjóða upp á fjölbreytt og uppbyggilegt starf fyrir börnin þar sem þau fá að upplifa að þau eru mikilvæg. Í dag var þetta starf kynnt börnum úr sókninni.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 5/9 2003

Barnaguðsþjónustur á sunnudögum kl. 13:00

Barnaguðsþjónustur í Háteigskirkju verða klukkan eitt eftir hádegi á sunnudögum í vetur. Það er Hrund Þórarinsdóttir, djákni sem hefur umsjón með þeim.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 5/9 2003

Æfingar kirkjukórs að hefjast

Hefðbundið hauststarf kirkjukórs Háteigskirkju er hafið. Kórinn sem samanstendur af 30 söngglöðum einstaklingum æfir á miðvikudagskvöldum í safnaðarheimili Háteigskirkju.

Lesa áfram …

Douglas Brotchie, 2/9 2003

Skipulagskvöld ÆSKR

Í kvöld stendur Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófastdæmum fyrir skipulagsfundi leiðtoga í Setrinu, á neðri hæð safnaðarheimilisins. Fundurinn hefst klukkan átta.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 1/9 2003

Messa í dag klukkan ellefu

Messað er í Háteigskirkju í dag klukkan ellefu en eins og þegar hefur komið fram er nú messað allt árið klukkan ellefu í stað þess að messur færist til klukkan tvö á veturna.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 31/8 2003

Söngfólk óskast

Vetrarstarf kirkjukórs Háteigskirkju er nú að hefjast undir stjórn Douglasar A. Brotchie, organista og kórstjóra Háteigskirkju. Auglýsing sem birtist í Morgunblaðinu í gær þar sem óskað var eftir söngfólki í kórinn hefur fengið góð viðbrögð.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 29/8 2003

Vetrarstarfið hefst 7. september

Vetrarstarf Háteigskirkju hefst 7. september. Uppistaða vetrardagskrár Háteigskirkju eru yfir tuttugu dagskrárliðir í hverri viku eins og sjá má hér til hægri.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 29/8 2003

Fermingarnámskeið Háteigskirkju fara vel af stað

Fermingarnámskeið Háteigskirkju hófust í dag. Mæting var nokkuð góð en sjálfsagt eiga nokkrir einstaklingar eftir að bætast í hópinn. Nokkrar smávægilegar breytingar voru gerðar á kennslutímunum og eiga allir að mæta næsta miðvikudag samkvæmt því.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 27/8 2003

Háteigskirkja er opin þri - fös kl. 9:00 til 16:00.

Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur.
Viðtalstímar þri. -fös. kl. 11-12.

Sr. Eiríkur Jóhannsson, prestur.
Viðtalstímar mán.-fim. kl. 11-12.

Tenglar:
Trú.is
Barnatrú.is
Hvað er þjóðkirkjan?
Biblían á netinu
Skráðu þig í þjóðkirkjuna

 

Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS