Háteigskirkja

 

Námskeið í forvörnum og skyndihjálp

Í framhaldi af umræðu á foreldramorgnum í Háteigskirkju verður boðið upp á námskeið í forvörnum og skyndihjálp. Kennari á námskeiðinu er Herdís L. Storgaard. Námskeiðið verður haldið í Setrinu, á neðri hæð safnaðarheimilisins 17. og 20. nóvember.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 8/11 2003

Kristniboðsdagurinn er á sunnudaginn

Næstkomandi sunnudagur er sérstaklega tileinkaður kristniboðsstarfinu í kirkjum víða um land. Í Háteigskirkju fá börnin í barnaguðsþjónustunni til dæmis eintök af barnablaðinu ,,Kristniboð – kristniboðsblað handa börnum” í tilefni dagsins.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 7/11 2003

300.000 til hjálparstarfs kirkjunnar

Íbúar í Háteigssókn tóku einstaklega vel á móti fermingarbörnum þegar þau gengu í hús fyrir Hjálparstarf kirkjunnar í gærkvöld. Alls söfnuðust yfir 300.000 krónur. Krakkarnir eiga heiður skilið fyrir sitt vinnuframlag og við þökkum íbúum kærlega fyrir þeirra framlög.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 5/11 2003

Jónas segðu Já

Síðastliðinn föstudag bauð Háteigskirkja börn úr fyrsta til fjórða bekk velkomna á dagskrá með yfirskriftinni ,,Jónas segðu JÁ”. Raphael Fauth, sjálfboðaliði í Háteigskirkju tók nokkrar myndir og setti á vefinn.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 2/11 2003

Messa 2. nóvember

Næstkomandi sunnudagur er tileinkaður ,,Allra heilagra messu”. Messa dagsins hefst að venju klukkan ellefu. Prestur er sr. Helga Soffía Konráðsdóttir

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 31/10 2003

Bréf til foreldra fermingarbarna

Foreldrum og forráðamönnum fermingarbarna vorsins 2004 ætti að berast bréf frá Háteigskirkju í dag. Tilefni bréfsins er fyrst og fremst að minna á söfnun Hjálparstarfs kirkjunnar sem fram fer næstkomandi þriðjudag, 4. nóvember.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 29/10 2003

Dagskrá fyrir börn í vetrarfríi

,,Jónas segðu JÁ” er yfirskrift dagskrár fyrir börn úr fyrsta til fjórða bekk sem boðið verður upp á næstkomandi föstudag, 31. október en þann dag eru börn úr Háteigsskóla og Hlíðaskóla í vetrarfríi.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 29/10 2003

Gamlar fundargerðir á vefnum

Í vetur verður unnið við að koma eldri fundargerðum frá starfi sóknarnefndar á tölvutækt form og er ætlunin að birta flestar þeirra hér á vef kirkjunnar.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 27/10 2003

Unglingastarf í kvöld

Nú býðst verðandi fermingarbörnum að taka þátt í unglingastarfinu í Háteigskirkju. Þar sem mánudagskvöldin reyndust erfið tímasetning hefur starfið nú verið flutt yfir á sunnudagskvöld!

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 26/10 2003

Vetri fagnað í Háteigskirkju

Laugardaginn 25. október, bíður Háteigskirkja eldri borgara velkomna á vetrarfagnað í safnaðarheimili kirkjunnar. Dagskráin hefst klukkan tvö. Meðal annars verður spilað bingó!

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 22/10 2003

Háteigskirkja er opin þri - fös kl. 9:00 til 16:00.

Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur.
Viðtalstímar þri. -fös. kl. 11-12.

Sr. Eiríkur Jóhannsson, prestur.
Viðtalstímar mán.-fim. kl. 11-12.

Tenglar:
Trú.is
Barnatrú.is
Hvað er þjóðkirkjan?
Biblían á netinu
Skráðu þig í þjóðkirkjuna

 

Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS