Háteigskirkja

 

Sorg vegna sjálfsvíga

Í kvöld standa Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, fyrir fræðslufundi um sorg vegna sjálfsvíga.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 20/3 2003

Nauðsyn þess að lesa fyrir börn

Fimmtudaginn 20. Mars fjallar Erna Arnardóttir frá íslenska lestrarfélaginu um nauðsyn þess að lesa bækur fyrir og með ungum börnum. Umfjöllunin fer fram á foreldramorgni í safnaðarheimili Háteigskirkju. Foreldramorguninn hefst klukkan tíu og það eru allir velkomnir.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 18/3 2003

Líf í félagsvistinni

Mikið fjör hefur verið upp á síðkastið í félagsvist eldri borgara í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilisins. Í dag, mánudag, eins og síðustu mánudaga var spilað á sex borðum frá klukkan eitt til klukkan þrjú. Það er Þórdís Ásgeirsdóttir, þjónustufulltrúi sem hefur veg og vanda af þessu starfi.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 17/3 2003

Vel heppnuð helgarsamvera

Tíu krakkar úr MEME, æskulýðsfélagi Háteigskirkju sóttu helgarsamveru ÆSKR sem var haldin í Vatnaskógi nú um helgina undir yfirskriftinni „Lifandi trú”. Alls sóttu um 100 unglingar mótið úr 10 kirkjum af Stór-Reykjavíkursvæðinu.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 17/3 2003

Opinn fundur um æskulýðsmál Þjóðkirkjunnar

Fræðslusvið Biskupsstofu boðar til opins fundar um skipulag æskulýðsmála kirkjunnar í Háteigskirkju, föstudaginn 21. mars kl. 13:30-16:00.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 14/3 2003

Pizzudagar

Miðvikudaginn 12. mars hefjast sannkallaðir pizzudagar í safnaðarheimili Háteigskirkju. Þann dag munu 40 fermingarbörn baka sér pizzur og næstu miðvikudaga fylgja fleiri fermingarbörn í kjölfarið. En auk þess munu þátttakendur í TTT klúbbi Háteigskirkju baka sér pizzur mánudaginn 17. mars og krakkar í Ævintýrabjörnunum og Ævintýraklúbbnum þann 18. mars. Pizzudagar eru liður í þeirri viðleitni Háteigskirkju að benda krökkunum á gildi samvinnu og samtakamáttar.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 10/3 2003

Kvenfélög fagna

Fimmtudaginn 13. mars halda kvenfélög Bústaða-, Háteigs- og Langholtssókna sameiginlegt afmælishóf en öll eiga félögin það sameiginlegt að hafa starfað í fimmtíu ár. Hófið verður á Hótel Sögu og reikna stjórnir kvenfélaganna með yfir 150 þátttakendum.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 10/3 2003

Myndir úr Pálínuboði

Hvað er Pálínuboð? Og hver mætir? Þrjár myndir og stutt frásögn gefa smá hugmynd um þetta.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 4/3 2003

Ný dögun í safnaðarheimili Háteigskirkju

Nk. fimmtudagskvöld, 6. mars, er opið hús hjá Nýrri dögun, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð. Húsið opnar kl. 20 og boðið er upp á samtal í litlum hópum, smá hressingu og kyrrðarstund. Allir eru velkomnir.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 3/3 2003

Á annað hundrað í Pálínuboði

Æskulýðsdagurinn fór vel af stað í Háteigskirkju. Um 120 manns mættu í Pálínuboð og enn fleiri komu svo í barnaguðsþjónustu. Gleði og ánægja geislaði af þátttakendum og gaman var að sjá unga sem aldna eiga glaða stund.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 2/3 2003

Háteigskirkja er opin þri - fös kl. 9:00 til 16:00.

Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur.
Viðtalstímar þri. -fös. kl. 11-12.

Sr. Eiríkur Jóhannsson, prestur.
Viðtalstímar mán.-fim. kl. 11-12.

Tenglar:
Trú.is
Barnatrú.is
Hvað er þjóðkirkjan?
Biblían á netinu
Skráðu þig í þjóðkirkjuna

 

Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS