Háteigskirkja

 

Kvenfélög fagna

Fimmtudaginn 13. mars halda kvenfélög Bústaða-, Háteigs- og Langholtssókna sameiginlegt afmælishóf en öll eiga félögin það sameiginlegt að hafa starfað í fimmtíu ár. Hófið verður á Hótel Sögu og reikna stjórnir kvenfélaganna með yfir 150 þátttakendum.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 10/3 2003

Myndir úr Pálínuboði

Hvað er Pálínuboð? Og hver mætir? Þrjár myndir og stutt frásögn gefa smá hugmynd um þetta.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 4/3 2003

Ný dögun í safnaðarheimili Háteigskirkju

Nk. fimmtudagskvöld, 6. mars, er opið hús hjá Nýrri dögun, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð. Húsið opnar kl. 20 og boðið er upp á samtal í litlum hópum, smá hressingu og kyrrðarstund. Allir eru velkomnir.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 3/3 2003

Á annað hundrað í Pálínuboði

Æskulýðsdagurinn fór vel af stað í Háteigskirkju. Um 120 manns mættu í Pálínuboð og enn fleiri komu svo í barnaguðsþjónustu. Gleði og ánægja geislaði af þátttakendum og gaman var að sjá unga sem aldna eiga glaða stund.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 2/3 2003

Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar er í dag

Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar er í dag. Á kirkjan.is er bæði að finna texta dagsins sem og stuttan pistil í tilefni þess að hugmyndin á bak við æskulýðsdaginn er 50 ára á þessu ári.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 2/3 2003

Fræðsla á foreldramorgni

Á morgun mun Kristín Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla fjalla um velferð og réttindi barna á foreldramorgni sem hefst í Safnaðarheimili Háteigskirkju klukkan tíu.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 26/2 2003

Æskulýðsstarf er menntun

Við hér í Háteigskirkju höfum verið að vinna að því að setja markmið æskulýðsstarfsins niður á blað. Innlegg í þá umræðu er grein sem fræðslufulltrúi Háteigskirkju birti í nýjasta tölublaði Víðförla sem var að koma út. Greinina má líka lesa hér

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 23/2 2003

Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar 2. mars

Næstkomandi sunnudag heldur Þjóðkirkjan æskulýðsdaginn hátíðlegan.

Lesa áfram …

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 23/2 2003

Fjölbreytt dagskrá í barnaguðsþjónustu

Í barnaguðsþjónustu í Háteigskirkju, sem hefst klukkan ellefu á morgun sunnudag, verður að þessu sinni boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Fluttir verða leikþættirnir „Fjöðrin sem varð að fimm hænum” og „Ævintýrið um Stein Bollason” í flutningi leikkvennanna Helgu Steffensen og Helgu E. Jónsdóttur. Það verður því mikið um dýrðir á þessum konudegi í Háteigskirkju. Barnaguðsþjónustan þennan dag er undir stjórn sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur, Guðrúnar Helgu Harðardóttur og Douglasar A. Brotchie. Þá minnum við á að sunnudaginn 2. Mars, sem er Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar eru foreldrar og börn hvött til þess að taka þátt í Pálínuboði í safnaðarheimilinu sem hefst klukkan tíu.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 22/2 2003

Garðar Thór Cortes syngur stólvers

Í tilefni konudagsins mun Garðar Thór Cortes syngja stólvers í messu á morgun, sunnudag kl. 14.00. Garðar mun flytja 23. Davíðssálm við lag eftir Antonin Dvorák. Prestur er sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og organisti Douglas A. Brotchie.

Pétur Björgvin Þorsteinsson, 22/2 2003

Háteigskirkja er opin þri - fös kl. 9:00 til 16:00.

Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur.
Viðtalstímar þri. -fös. kl. 11-12.

Sr. Eiríkur Jóhannsson, prestur.
Viðtalstímar mán.-fim. kl. 11-12.

Tenglar:
Trú.is
Barnatrú.is
Hvað er þjóðkirkjan?
Biblían á netinu
Skráðu þig í þjóðkirkjuna

 

Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS