Háteigskirkja

 

Fyrsti hópurinn var fermdur í morgun.

Innilegar hamingjuóskir með daginn kæru fermingarbörn. Hún var yndislega hátíðleg og falleg athöfnin í alla staði, og gleðin var svo sannarlega við völd. Við þökkum innilega fyrir veturinn og óskum ykkur Guðs blessunar um alla framtíð. Þið eruð alltaf velkomin í kirkjuna ykkar.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 2/4 2017

Hátíð og gleði í Háteigskirkju kl. 10.30 á sunnudaginn

Rúmlega tuttugu ungmenni, flest úr Hlíða- og Háteigsskóla, verða fermd í messunni nk. sunnudag, 2. apríl. Athugið að athöfnin hefst kl. 10.30. Prestar safnaðarins, sr. Eiríkur Jóhannsson og sr. María Ágústsdóttir þjóna. Kári Allansson leikur undir á orgel og félagar úr Kór Háteigskirkju leiða sönginn. Hátíð og gleði fylgir ætíð fermingardögunum í Háteigskirkju og allir eru velkomnir. Sunnudagaskólinn er kominn í frí til 23. apríl en þá hefst Sumargleðin sem ætluð er allri fjölskyldunni.

María Ágústsdóttir, 30/3 2017

Foreldramorgun í setrinu.

Morgunkaffispjall og bakkelsi með ykkur og englunum ykkar í setrinu, kl.10-12 á eftir. Sjáumst.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 29/3 2017

Núvitund og kyrrðarbæn kl. 12 í dag

Í hádeginu á þriðjudögum eru núvitundarstundir með kyrrðarbænarívafi í Háteigskirkju. Stundin hefst með orgelleik kl. 12 og lýkur kl. 12.30. Verið velkomin.

María Ágústsdóttir, 28/3 2017

Gæðastund nk. þriðjudag.

Gestur Gæðastundar nk. þriðjudag sem er 28.mars verður Margrét Hallgrímsdóttir og mun tala um bók sína Þjóðminjar. Kaffi og veitingar verða á sínum stað og sr.María Ágústsdóttir les ljóð dagsins auk þess sem Kári Allansson leikur undir fjöldasöng.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 24/3 2017

Fermingardagar 2018

Fermingardagar næsta árs hafa verið ákveðnir:

25. mars pálmasunnudagur, 2.apríl annar í páskum og 8. apríl.

Eiríkur Jóhannsson, 22/3 2017

Messa á miðföstu 26.mars kl.11

Miðfasta, Messa og barnastarf kl.11
Prestur Eiríkur Jóhannsson
Organisti Kári Allansson
Félagar í kór Háteigskirkju syngja.
Karen og Jóhanna sjá um börnin.

Samskot renna til kristniboðssambandsins.

Eiríkur Jóhannsson, 22/3 2017

Foreldramorgun kl. 10-12.

Verið velkomin öll á foreldramorgun sem hefst eftir nokkrar mínútur.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 22/3 2017

Núvitund kl. 12 á þriðjudögum

Á þriðjudögum kl. 12-12.30 er boðið upp á núvitundariðkun með íhugunarívafi í umsjá organista og presta. Þetta er kyrrlát og friðsæl stund og helgidómurinn miðlar fegurð, hlýju og hátíðleika.

María Ágústsdóttir, 20/3 2017

Gæðastund 21.mars 2017

Gestur okkar á Gæðastund verður Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og ætlar að segja okkur frá dvöl sinni í Kasakstan. Kaffi og veitingar verða á sínum stað, Kári Allansson leikur undir fjöldasöng og Sr. Eiríkur Jóhannsson les ljóð dagsins. Hjartanlega velkomin kl. 13.30-15 í Setrið okkar.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 20/3 2017

Háteigskirkja er opin þri - fös kl. 9:00 til 16:00.

Sr. Eiríkur Jóhannsson, sóknarprestur.
Viðtalstímar mán. -fim. kl. 11-12.

Sr. María Ágústsdóttir, prestur.
Viðtalstímar þri.-fös. kl. 11-12.

Tenglar:
Trú.is
Barnatrú.is
Hvað er þjóðkirkjan?
Biblían á netinu
Skráðu þig í þjóðkirkjuna

 

Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS