Háteigskirkja

 

Sunnudagur 22. apríl – Þriðji sunnudagur eftir páska.

Messa kl. 11.  Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Tónlistardeildar Listaháskóla Íslands syngur þrjú verk eftir íslensk kventónskáld, þær Báru Grímsdóttur, Svanfríði H. Gunnarsdóttur og Þóru Marteinsdóttur.  Organisti er Steinar Logi Helgason.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 18/4 2018

Gæðastund 17.apríl 2018.

Verið velkomin á Gæðastund kl. 13.30-15 á morgun. Gestur okkar verður Þorvaldur Friðriksson og ætlar að segja okkur frá Jóni Indíafara. Kaffi og með því, sr. Eiríkur Jóhannsson og Ljóð dagsins. Verið hjartanlega velkomin öll.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 16/4 2018

Messa kl.11. 15. apríl.

Messa kl. 11:00
Kór Háteigskirkju leiðir söng.
Organisti, Steinar Logi Helgason.
Prestur, Eiríkur Jóhannsson.

Eiríkur Jóhannsson, 11/4 2018

Gæðastund 10.apríl 2018.

Velkomin á Gæðastund morgundagsins kæru vinir. Nú er farið að síga á seinni hlutann hjá okkur. Gestur morgundagsins verður okkar marður sr. Eiríkur Jóhannsson og mun Helga Vilborg Sigurjónsdóttir annast undirleik í fjöldasöngnum okkar. Í næstu viku, nánar tiltekið 17.apríl, fáum við svo til okkar Þorvald Friðriksson, sem ætlar að segja okkur frá Jóni Indíafara. Við hlökkum til að sjá ykkur.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 9/4 2018

Helgihald í Háteigskirkju í dymbilviku og á páskum:

Pálmasunnudagur – 25. mars.

Fermingarmessa kl. 10:30. Prestar séra Helga Soffía Konráðsdóttir og séra Eiríkur Jóhannsson. Baldvin Oddsson leikur á trompet. Kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson.

Skírdagur – 29. mars.

Messa kl. 20:00. Prestur séra Eiríkur Jóhannsson. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson.

Þriðjudagur – 27. mars.

Gæðastund fyrir eldri borgara kl. 13:30. Gestur samverunnar verður Einar Már Guðmundsson, rithöfundur. Mikill almennur söngur og góðar veitingar.

Föstudagurinn langi – 30. mars.

Guðsþjónusta kl. 14. Séra Sigfús Kristjánsson, verkefnisstjóri á Biskupsstofu les Píslarsöguna. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir þjónar fyrir altari. Kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson.

Páskadagur - 1. apríl.

Hátíðarguðsþjónusta kl. 8:00 árdegis. Séra Eiríkur Jóhannsson prédikar og séra Helga Soffía Konráðsdóttir þjónar fyrir altari. Hátíðartón séra Bjarna Þorsteinssonar sungið. Baldvin Oddsson leikur á trompet. Kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson. Morgunverður í safnaðarheimilinu í boði sóknarnefndar að guðsþjónustu lokinni.

Annar í páskum - 2. apríl. Fermingarmessa kl. 10:30. Prestar séra Helga Soffía Konráðsdóttir og séra Eiríkur Jóhannsson. Baldvin Oddsson leikur á trompet. Kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson.

 

Rannveig Eva Karlsdóttir, 24/3 2018

Foreldramorgunn afboðast í dag vegna veikinda.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 21/3 2018

Foreldramorgunn miðvikudaginn 21.mars.

Velkomin foreldrar í fæðingarorlofi. Morgunkaffi og bakkelsi fyrir ykkur, kl. 10-12. Sjáumst.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 20/3 2018

Gæðastund 20.mars 2018.

Gestur okkar verður Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem ætlar að rekja fyrir okkur sögu hafnarinnar. Allir fastir liðir verða á sínum stað og allir eru að sjálfsögðu svo innilega velkomnir.Kl. 13.30-15 í safnaðarheimili kirkjunnar.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 19/3 2018

Messa 18. mars kl.11 Boðunardagur Maríu

Messa kl. 11
Þema: Boðunardagur Maríu.
Kór Háteigskirkju syngur.
Organisti Þorvaldur Örn Davíðsson.
Prestur Eiríkur Jóhannsson.

Samskot renna til Blindrafélags Íslands.

Eiríkur Jóhannsson, 14/3 2018

Miðvikudagsmorgnar eru Foreldramorgnar

Velkomin á Foreldramorgun kl 10-12 nú á eftir. Dásamlegt morgunkaffi og bakkelsi, nærum líkama og anda á samveru fyrir foreldra í fæðingarorlofi.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 14/3 2018

Háteigskirkja er opin þri - fös kl. 9:00 til 16:00.

Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur.
Viðtalstímar þri. -fös. kl. 11-12.

Sr. Eiríkur Jóhannsson, prestur.
Viðtalstímar mán.-fim. kl. 11-12.

Tenglar:
Trú.is
Barnatrú.is
Hvað er þjóðkirkjan?
Biblían á netinu
Skráðu þig í þjóðkirkjuna

 

Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS