Háteigskirkja

 

Messa kl. 11 sunnudaginn 18.júní

Prestur Eiríkur Jóhannsson.

Organisti Kári Allansson.

Kristján Jón Eysteinsson, 16/6 2017

Norskur kór fatlaðra 11. júní kl. 11

Í messuna kl. 11 á þrenningarhátið, sem einnig er sjómannadagurinn, fáum við góða gesti. Kór fatlaðra frá Gjövik Kunst- og Kulturskole í Noregi er hér í heimsókn og mun syngja fyrir okkur. Umsjón með kórnum hefur Ola Norten Svendsen en Valgerður Jónsdóttir frá Tónstofu Valgerðar er tengiliður þeirra. Katalin Lorincz leikur undir almennan söng á orgelið og prestur er María Ágústsdóttir. Svo njótum við samfélagsins við norsku systkini okkar yfir léttum veitingum á eftir. Vertu velkomin/n í kirkjuna í hverfinu þínu.

María Ágústsdóttir, 7/6 2017

4. júní 2017

Hvítasunnumessa kl. 11Veffang: http://kirkjan.is/dagbok/atburdur/10506

Hátíð heilags anda er þriðja stórhátíð kristinnar kirkju. Í Háteigskirkju fögnum við komu heilags anda með messu kl. 11 og léttri máltíð á eftir. Prestur er Eiríkur Jóhansson og Kári Allansson leikur undir sönginn.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 2/6 2017

Foreldramorgun kl.10-12 á miðvikudögum.

Síðasti foreldramorgunn fyrir sumarfrí, í fyrramálið kl.10-12. Skelfing kem ég til með að sakna ykkar! Velkomin öll sem eitt. Ég fer í bakaríið!

Rannveig Eva Karlsdóttir, 30/5 2017

Vassula Rydén talar í Háteigskirkju 6. júní kl. 19.30

Þriðjudagskvöldið 6. júní næstkomandi miðlar Vassula Rydén orði Guðs á samkomu í Háteigskirkju kl. 19.30. Vassula er grísk, fædd í Egyptalandi árið 1942 og tilheyrir grísku rétttrúnaðarkirkjunni. Vegna starfa eiginmanns hennar bjó fjölskyldan víða um heim, til dæmis í Bangladesh þar sem Guð birtist henni algjörlega óvænt 28. nóvember 1985. Þann boðskap sem Vassula meðtekur skrifar hún niður og hefur miðlað honum í meira en 85 löndum. Árið 2004 talaði hún fyrir fullu húsi í Hallgrímskirkju og að þessu sinni er hún á ferð um Norðurlöndin. Lesa áfram …

María Ágústsdóttir, 29/5 2017

Sumarmessa kl. 11 sunnudaginn 28. maí

Við erum komin í sumargírinn í Háteigskirkju. Það þýðir að messurnar eru með einföldu sniði og sálmar valdir með það í huga að sem flestir geti sungið með. Barnahornið er á sínum stað við Maríualtarið. Á eftir messu er boðið upp á einfaldan málsverð í Setrinu og jafnvel útileiki ef vel viðrar. Sr. María og Kári organisti sjá um þjónustuna að þessu sinni ásamt Rannveigu Evu kirkjuverði.

María Ágústsdóttir, 25/5 2017

Verið velkomin á foreldramorgun í fyrramálið.

í setrinu, safnaðarheimili Háteigskirkju. Kaffi og spjall með ykkar fallegu afleggjurum.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 23/5 2017

Barnakór Ísaksskóla og sr. Bernharður á uppstigningardag kl. 14

Í guðsþjónustu kl. 14 á uppstigningardag, degi aldraðra þann 25. maí, syngur Barnakór Ísaksskóla undir stjórn Ásu Valgerðar Sigurðardóttur. Undirleikari er Björk Sigurðardóttir. Ræðumaður er sr. Bernharður Guðmundsson sem á að baki langa og farsæla þjónustu fyrir kirkju Krists, einnig á erlendri grundu, og hefur síðari árin látið sig varða málefni þriðja æviskeiðsins svo sem efri árin eru nú oft nefnd. Að guðsþjónustu lokinni er boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarheimilinu. Lesa áfram …

María Ágústsdóttir, 22/5 2017

Rannveig Eva Karlsdóttir, 19/5 2017

Messa kl. 11 sunnudaginn 21.maí

Messa kl.11
Prestur Eiríkur Jóhannsson.
Organisti Kári Allansson.
Léttur málsverður eftir messu.

Eiríkur Jóhannsson, 17/5 2017

Háteigskirkja er opin þri - fös kl. 9:00 til 16:00.

Sr. Eiríkur Jóhannsson, sóknarprestur.
Viðtalstímar mán. -fim. kl. 11-12.

Sr. María Ágústsdóttir, prestur.
Viðtalstímar þri.-fös. kl. 11-12.

Tenglar:
Trú.is
Barnatrú.is
Hvað er þjóðkirkjan?
Biblían á netinu
Skráðu þig í þjóðkirkjuna

 

Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS