Háteigskirkja

 

Velkomin á Kjarvalsstaði.

Gæðastund nk. þriðjudag kl. 13.30 fer fram á Kjarvalsstöðum, þar sem við munum hitta sýningarstjóra sem fer með okkur í gegnum sýningarnar, sem veitir okkur þal. dýpri innsýn í verkin og listamennina. Eftir sýningarröltið býður kirkjan upp á kaffi og eplaköku. Hlökkum til að sjá ykkur.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 2/3 2018

Messa kl.11. 4. mars. 3.sd í föstu

Messa kl.11
Karlakór Reykjavíkur sér um messusönginn að þessu sinni. Stjórnandi hans er Friðrik Kristinsson.
Þau sem hafa yndi af fögrum og kraftmiklum söng ættu því ekki að láta sig vanta.
Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson.
Prestur Eiríkur Jóhannsson.

Eiríkur Jóhannsson, 28/2 2018

Foreldramorgunn.

Velkomin, foreldrar í fæðingarorlofi, kl.10-12 í fyrramálið. Morgunmaturkaffi og kósíheit í góðum félagsskap.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 27/2 2018

Sunnudagur 25. febrúar – Annar sunnudagur í föstu

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.  Ingibjörg Fríða Helgadóttir kemur fram.  Mikill almennur söngur.  Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson.  Prestur er séra Helga Soffía Konráðsdóttir.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 23/2 2018

Gæðastund 27.febrúar 2018.

Velkomin öll á Gæðastund kl. 13.30-15. Að vanda byrjum við á ljóði dagsins, gleðisöng, kaffi og veitingum. Þvínæst bjóðum við gest vikunnar velkominn, en Gunnar Þór Bjarnason, sagnfræðingur, kemur og fræðir okkur almennt um árið 1918, frostaveturinn mikla, Kötlugosið, fullveldið og spænsku veikina.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 22/2 2018

Foreldramorgunn fellur niður í fyrramálið.

Foreldramorgunn fellur niður í fyrramálið vegna afleitrar veðurspár. Við vonum að krúttin geti kúrt í öryggi innandyra, en hlökkum um leið enn frekar til að taka á móti ykkur í næstu viku.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 20/2 2018

Gæðastund á morgundagsins.

Velkomin á Gæðastund morgundagsins, 20.feb. 2018, en gestur okkar að þessu sinni verður Guðmundur Brynjólfsson. Kaffi og veitingar verða á sínum stað, eins og okkar föstu liðir almennt.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 19/2 2018

Sunnudagur 18. febrúar. Messa kl.11

Messa kl. 11:00

Kór Háteigskirkju leiðir söng.
Organisti, Þorvaldur Örn Davíðsson
Prestur Helga Soffía Konráðsdóttir

Kristján Jón Eysteinsson, 17/2 2018

Þriðjudagur 13.febrúar – Gæðastund

Velkomin á Gæðastund. Gestur okkar að þessu sinni verður Gerður Kristný sem ætlar að segja okkur frá, og lesa upp úr bók sinni Smartís. Söngur og gleði á Gæðastund, kaffi og meðlæti. Sjáumst.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 12/2 2018

Sunnudagur 11. febrúar. Messa kl.11

Messa kl. 11:00

Sunnudagur í föstuinngang
Kór Háteigskirkju leiðir söng.
Organisti, Þorvaldur Örn Davíðsson
Prestur Eiríkur Jóhannsson.

Samskot renna til Hins íslenska biblíufélags.

Eiríkur Jóhannsson, 7/2 2018

Háteigskirkja er opin þri - fös kl. 9:00 til 16:00.

Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur.
Viðtalstímar þri. -fös. kl. 11-12.

Sr. Eiríkur Jóhannsson, prestur.
Viðtalstímar mán.-fim. kl. 11-12.

Tenglar:
Trú.is
Barnatrú.is
Hvað er þjóðkirkjan?
Biblían á netinu
Skráðu þig í þjóðkirkjuna

 

Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS