Háteigskirkja

 

Gæðastund morgundagsins.

Gestur Gæðastundar morgundagsins, sem er 3.okt. 2017, verður Vala Björg Garðarsdóttir, Fornleifafræðingur, og mun fjalla um Víkurkirkjugarð. Allir fastir liðir verða á sínum stað að vanda, og tilhlökkunin ekkert minni en venjulega. Sjáumst á morgun, kl. 13.30-15.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 2/10 2017

Sunnudagur 1. október – Sextándi sunnudagur eftir þrenningarhátíð.

Messa og barnastarf kl. 11.  Við bjóðum velkominn nýjan organista kirkjunnar, Steinar Loga Helgason.  Hann leikur á orgelið og stjórnar tónlistarflutningi í messunni.  Nýskipaður Kór Háteigskirkju syngur undir stjórn Steinars Loga og kórfélagar lesa ritningarlestra og flytja bænir.  Séra Eiríkur Jóhannsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Helgu Soffíu Konráðsdóttur.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 29/9 2017

Gæðastundir haustið 2017

Við vekjum athygli á því að fyrirhuguð ferð á Ásmundarsafn hefur verið færð til 31.október nk.

 

03.okt. 2017   Vala Björg Garðarsdóttir. Fornleifafræðingur. Víkurkirkjugarður.

10.okt. 2017   Sr. María Ágústsdóttir. Heilsa.

17.okt. 2017  Verður tilkynnt síðar.

24.okt. 2017   Auður Jónsdóttir. Rithöfundur.

31.okt. 2017   Ásmundarsafn. Við hittumst þar og fáum leiðsögn um safnið.

07.nóv. 2017   Sr. Eiríkur Jóhannsson. Náttúruperlur í N-Þingeyjarsýslu.

14.nóv. 2017   Tríó Zimsen.

21.nóv. 2017   Yrsa Sigurðardóttir. Glæpa og spennusagnahöfundur.

28.nóv. 2017   Verður tilkynnt síðar.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 28/9 2017

Foreldramorgun miðvikudaga kl.10-12.

Stund ætluð foreldrum og nýfæddum gersemum þeirra í safnaðarheimili kirkjunnar. Morgunkaffi og meðlæti, félagsskapur fyrir ykkur sem öll standið í sömu ókunnu sporunum. Komum og deilum saman reynslunni.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 26/9 2017

Verið velkomin á Gæðastund nk. þriðjudag kl. 13.30-15. Þetta verður síðasta gæðastundin hans Kára Allanssonar, svo að ég tel það bráðnauðsynlegt að hvetja hann til að taka nokkur aukalög með okkur, þar sem fáir fá okkur til að bresta í söng eins og hann Kári okkar. Gestur okkar verður Þorvaldur Friðriksson. Hann ætlar að fjalla um skrímsli. Einkar áhugaverð þriðjudagsamvera stendur ykkur til boða. Hlakka til að sjá ykkur.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 24/9 2017

Fermingarfræðsla.

Við fögnum því á fimmtudögum að andyri kirkjunnar fyllist af skóm. Þessi mynd var tekin fimmtudaginn er fermingarfræðslan hófst. Það er eitt af því sem boðar haustið fyrir okkur.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 21/9 2017

Sunnudagur 24. september – Fimmtándi sunnudagur eftir þrenningarhátíð.

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.  Börn úr Suzuki tónlistarskólanum í Reykjavík leika á hljóðfæri undir stjórn Ewu Tosik.  Mikill almennur söngur.  Organisti Kári Allansson.  Prestur séra Helga Soffía Konráðsdóttir.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 21/9 2017

Bænastund.

Vikulegar bænastundir, kl. 18 á miðvikudagskvöldum. Verið velkomin.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 20/9 2017

Myndir frá Gæðastund 19.september 2017.

Árni og Azeb, frá veitingastaðnum Minilik á heiðruðu okkur með nærveru sinni í gær á Gæðastund. Azeb hellti uppá kaffi að eþíópskum sið og við kunnum henni bestu þakkir fyrir það, og sæta poppið.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 20/9 2017

Kl. 10-12 í fyrramàlið.

Velkomin á foreldramorgun í fyrramálið. Það er strax liðin vika og ég hlakka mikið til að opna dyrnar á safnaðarheimili kirkjunnar í fyrramálið, og sjá falleg augu brosa á móti mér. Morgunkaffi fyrir mömmu eða pabba og notalegt ungbarnahorn. Sjáumst kl. 10-12.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 19/9 2017

Háteigskirkja er opin þri - fös kl. 9:00 til 16:00.

Sr. Eiríkur Jóhannsson, sóknarprestur.
Viðtalstímar mán. -fim. kl. 11-12.

Sr. María Ágústsdóttir, prestur.
Viðtalstímar þri.-fös. kl. 11-12.

Tenglar:
Trú.is
Barnatrú.is
Hvað er þjóðkirkjan?
Biblían á netinu
Skráðu þig í þjóðkirkjuna

 

Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS