Háteigskirkja

 

Nýtt Krílasálmanámskeið hefst á morgun kl.11

Það veitir okkur ómælda gleði að tilkynna að nýtt Krílasálmanámskeið hefst nk. föstudag kl. 11. Skráning fer fram á rannveig@hateigskirkja.is. Síðasta námskeið gekk alveg framúrskarandi vel, svo við höldum áfram. Yndislega gefandi námskeið í umsjá Guðnýjar Einarsdóttur.

 

Rannveig Eva Karlsdóttir, 16/3 2017

Eldri félagar Karlakórs Reykjavíkur í messunni 19. mars kl. 11

Við fáum góða gesti í messuna okkar kl. 11 á sunnudaginn. Eldri félagar Karlakórs Reykjavíkur koma og leiða almennan söng og syngja fyrir okkur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Sungnir verða sálmarnir 133-350-346-507-241. Kári Allansson leikur á orgelið og María Ágústsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Samskot fara til Kristniboðssambandsins. Karen og Jóhanna annast um sunnudagaskólann.

María Ágústsdóttir, 15/3 2017

Nýtt Krílasálmanámskeið hefst á föstudaginn.

Það veitir okkur ómælda gleði að tilkynna að nýtt Krílasálmanámskeið hefst nk. föstudag kl. 11. Skráning fer fram á rannveig@hateigskirkja.is. Síðasta námskeið gekk alveg framúrskarandi vel, svo við höldum áfram. 

Rannveig Eva Karlsdóttir, 13/3 2017

Sameiginlegur Foreldramorgun kl.10.30 nk. miðvikudag.

Ég vil minna ykkur á þetta samstarfsverkefni nokkurra kirkna á höfuðborgarsvæðinu. Endilega hjálpið okkur að ná til sem flestra. Nk. miðvikudagsmorgun kl. 10.30 í safnaðarheimili Háteigskirkju.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 13/3 2017

Gæðastund 14.mars 2017.

Níels Árni Lund verður gestur Gæðastundar þriðjudagsins 14.mars, og mun fjalla um bók sína Sléttungu. Verið hjartanlega velkomin í næringu fyrir líkama og sál. Kl.13.30-15.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 12/3 2017

Krílasálmar.

Síðasti dagurinn í fyrra Krílasálmanámskeiðinu er í dag. Hlökkum til að hitta ykkur öll.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 10/3 2017

Messa og barnastarf kl.11 12. mars

Messa og barnastarf kl. 11
prestur Eiríkur Jóhannsson
organisti Kári Allansson.
Félagar í Kór Háteigskirkju syngja.
Í messuni munu þau Hafdís Kristjánsdóttir og Kristján Karl Bragason leika á flautu og píanó.

Samskot renna til Kristniboðssambands Íslands.

Eiríkur Jóhannsson, 8/3 2017

Gæðastund 7.mars 2017.

Velkomin á Gæðastund morgundagsins. Sérstakur gestur okkar verður dr. María Ágústsdóttir og mun hún fjalla um Steinunni Hayes, sem var fyrsta íslenska konan til að hljóta prestsvígslu. Kaffi og veitingar verða á sínum stað. Velkomin, milli kl. 13.30 og 15.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 6/3 2017

Bænadagur kvenna í Háteigskirkju í kvöld, 3. mars

Í kvöld er samverustund kl. 20 í tilefni af Alþjóðlegum bænadegi kvenna. Ragnhildur Ásgeirsdóttir flytur hugleiðingu og kvennakór KFUK, Ljósbrot, leiðir sönginn. Sr. María Ágústsdóttir leiðir stundina ásamt konum frá tíu kristnum trúfélögum og hreyfingum. Boðið er upp á hressingu og myndasýningu frá Filippseyjum í safnaðarheimilinu á eftir.

María Ágústsdóttir, 3/3 2017

Krílasálmar.

Við minnum á að síðasta skiptið í Krílasálmunum verður á föstudaginn eftir viku, eða 10.mars nk. Allar frekari upplýsingar um nýtt námskeið, sem hefst viku síðar, koma fram þá. Það hefur glatt okkur innilega að geta boðið upp á slíkt námskeið fyrir þessi framúrskarandi krílakrútt. Frekari upplýsingar munu því berast undir lok næstu viku.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 2/3 2017

Háteigskirkja er opin þri - fös kl. 9:00 til 16:00.

Sr. Eiríkur Jóhannsson, sóknarprestur.
Viðtalstímar mán. -fim. kl. 11-12.

Sr. María Ágústsdóttir, prestur.
Viðtalstímar þri.-fös. kl. 11-12.

Tenglar:
Trú.is
Barnatrú.is
Hvað er þjóðkirkjan?
Biblían á netinu
Skráðu þig í þjóðkirkjuna

 

Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS