Háteigskirkja

 

Helgihald í Háteigskirkju í dymbilviku og á páskum:

Pálmasunnudagur – 25. mars.

Fermingarmessa kl. 10:30. Prestar séra Helga Soffía Konráðsdóttir og séra Eiríkur Jóhannsson. Baldvin Oddsson leikur á trompet. Kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson.

Skírdagur – 29. mars.

Messa kl. 20:00. Prestur séra Eiríkur Jóhannsson. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson.

Þriðjudagur – 27. mars.

Gæðastund fyrir eldri borgara kl. 13:30. Gestur samverunnar verður Einar Már Guðmundsson, rithöfundur. Mikill almennur söngur og góðar veitingar.

Föstudagurinn langi – 30. mars.

Guðsþjónusta kl. 14. Séra Sigfús Kristjánsson, verkefnisstjóri á Biskupsstofu les Píslarsöguna. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir þjónar fyrir altari. Kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson.

Páskadagur - 1. apríl.

Hátíðarguðsþjónusta kl. 8:00 árdegis. Séra Eiríkur Jóhannsson prédikar og séra Helga Soffía Konráðsdóttir þjónar fyrir altari. Hátíðartón séra Bjarna Þorsteinssonar sungið. Baldvin Oddsson leikur á trompet. Kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson. Morgunverður í safnaðarheimilinu í boði sóknarnefndar að guðsþjónustu lokinni.

Annar í páskum - 2. apríl. Fermingarmessa kl. 10:30. Prestar séra Helga Soffía Konráðsdóttir og séra Eiríkur Jóhannsson. Baldvin Oddsson leikur á trompet. Kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson.

 

Rannveig Eva Karlsdóttir, 24/3 2018

Foreldramorgunn afboðast í dag vegna veikinda.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 21/3 2018

Foreldramorgunn miðvikudaginn 21.mars.

Velkomin foreldrar í fæðingarorlofi. Morgunkaffi og bakkelsi fyrir ykkur, kl. 10-12. Sjáumst.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 20/3 2018

Gæðastund 20.mars 2018.

Gestur okkar verður Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem ætlar að rekja fyrir okkur sögu hafnarinnar. Allir fastir liðir verða á sínum stað og allir eru að sjálfsögðu svo innilega velkomnir.Kl. 13.30-15 í safnaðarheimili kirkjunnar.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 19/3 2018

Messa 18. mars kl.11 Boðunardagur Maríu

Messa kl. 11
Þema: Boðunardagur Maríu.
Kór Háteigskirkju syngur.
Organisti Þorvaldur Örn Davíðsson.
Prestur Eiríkur Jóhannsson.

Samskot renna til Blindrafélags Íslands.

Eiríkur Jóhannsson, 14/3 2018

Miðvikudagsmorgnar eru Foreldramorgnar

Velkomin á Foreldramorgun kl 10-12 nú á eftir. Dásamlegt morgunkaffi og bakkelsi, nærum líkama og anda á samveru fyrir foreldra í fæðingarorlofi.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 14/3 2018

Gæðastund 13.mars 2018 kl. 13.30-15.

Við þökkum innilega fyrir síðast á Kjarvalsstöðum, það var reglulega skemmtileg vettvangsferð. Á morgun hittumst við í Setrinu í Háteigskirkju og eigum saman huggulega stund. Allir okkar föstu liðir verða á sínum stað, ljóðalestur, bæn, fjöldasöngur og kaffiborð, allt á sínum stað, auk gestsins okkar, sem að þessu sinni er Þórey Dögg Jónsdóttir sem hampar lengsta starfstitli landsins, ef ekki bara heimsins, en hún er Framkvæmdarstjóri Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastdæmis vestra.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 12/3 2018

Gallerí Göng

Sænski listmálarinn Olle Medin er staddur hér á landi. Hann hélt nýlega sýningu á verkum sínum á vegum sænska sendiráðsins í Reykjavík. Hann hlaut menntun sína í listaskólunum í Örebro og Gautaborg og hefur haldið fjölmargar einka- og samsýningar í Svíþjóð og víðar. Verk hans hanga víða í opinberum stofnunum og fyrirtækjum enda er hann með þekktari málurum Svía af sinni kynslóð. Myndir hans eru bæði fjörugar og fjölbreytilegar og iða af lífi. Hann leikur sér að formi og litum á nýstárlegan hátt. Myndefnin eru mörg en abtsrakt verk undir áhrifum frá ítölskum hughrifum eru einkar áberandi. Sýning Olle Medin verður áfram til sýnis í nýrri sýningaraðstöðu í Háteigskirkju sem kallast Gallerí Göng. Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 15/3 kl 17-19. Hún er opin fram á sunnudaginn 18/3

Rannveig Eva Karlsdóttir, 12/3 2018

Sunnudagur 11. mars – Miðfasta.

Messa kl. 11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Háteigskirkju syngur og organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson.

Þriðjudagur 13. mars.

Aftansöngur kl. 20 í umsjón Þorvaldar Arnar Davíðssonar, Steinars Loga Helgasonar, Kórs Háteigskirkju, séra Helgu Soffíu Konráðsdóttur og séra Eiríks Jóhannssonar.
Aftansöngur (evensong) er guðsþjónustuform að enskri fyrirmynd þar sem kórsöngur, víxlsöngvar og lestrar skiptast á. Flutt verða tónverk er tilheyra föstutímanum og eru eftir Poulenc, Messiaen, Jón Nordal, Jón Leifs, Þorvald Örn Davíðsson og Benjamin Britten. Allir hjartanlega velkomnir.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 9/3 2018

Fjölmennum í Grensáskirkju annað kvöld.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 6/3 2018

Háteigskirkja er opin þri - fös kl. 9:00 til 16:00.

Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur.
Viðtalstímar þri. -fös. kl. 11-12.

Sr. Eiríkur Jóhannsson, prestur.
Viðtalstímar mán.-fim. kl. 11-12.

Tenglar:
Trú.is
Barnatrú.is
Hvað er þjóðkirkjan?
Biblían á netinu
Skráðu þig í þjóðkirkjuna

 

Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS