Háteigskirkja

 

Sunnudagur 12. nóvember – Kristniboðsdagurinn.

Messa kl. 11.  Guðlaugur Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Helgu Soffíu Konráðsdóttur sóknarpresti.  Barnastarf í umsjá Hilmars Kristinssonar.  Eldri félagar úr Karlakór Reykjavíkur syngja undir stjórn Friðriks Kristinssonar.  Organisti er Steinar Logi Helgason.

Messa kl. 11.  Guðlaugur Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Helgu Soffíu Konráðsdóttur sóknarpresti.  Barnastarf í umsjá Hilmars Kristinssonar.  Eldri félagar úr Karlakór Reykjavíkur syngja undir stjórn Friðriks Kristinssonar.  Organisti er Steinar Logi Helgason.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 8/11 2017

Gæðastund 7.nóvember 2017.

Við þökkum fyrir yndislega Gæðastund á Ásmundarsafni sl. þriðjudag, það var frábært að sjá hversu mörg ykkar komust með. Næstkomandi þriðjudag kemur Karl Sigurbjörnsson og kynnir nýútkomna bók sína um Lúther. Við hittumst kl. 13.30 fáum okkur kaffi og meðlæti og fræðumst um Lúther. Allir velkomnir. 

Rannveig Eva Karlsdóttir, 3/11 2017

Allraheilagramessa kl.11 5.nóvember

Messa og barnastarf kl.11
Allraheilagramessa.
Prestur Eiríkur Jóhannsson
Organisti Steinar Logi Helgason
Félagar í Kór Háteigskirkju leiða messusöng.

Samskot renna til Hjálparstarfs kirkjunnar

Eiríkur Jóhannsson, 1/11 2017

Foreldramorgun 8.nóvember 2017.

Næstkomandi miðvikudag fáum við Regínu Ósk til okkar, en hún

ætlar að kynna fyrir okkur geisladisk sem hún ásamt Friðriki Karlssyni gáfu út fyrir nokkrum árum, þar sem þau flytja barnasálmana í slökunarútsetningum. Verið öll hjartanlega velkomin, Við byrjum á kaffi og meðlæti kl.10 og fáum hana til okkar kl.11

Rannveig Eva Karlsdóttir, 1/11 2017

Foreldramorgnar á miðvikudagsmorgnum

Kaffiboð kl.10-12. Verið hjartanlega velkomin öll ☕️

Rannveig Eva Karlsdóttir, 31/10 2017

Gæðastund 31.október 2017.

Nú bregðum við okkur af bæ, og skoðum hinar undurfögru styttur Ásmundar Sveinssonar. Fræðumst um þennan mikla listamann  í Ásmundarsafni. Við brjótum upp hefðbundið prógram hér hjá okkur og hittumst þar, í Sigtúni, rétt fyrir kl. 13.30 og eigum saman gæðastund. Allir hjartanlega velkomnir.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 30/10 2017

Messa kl.11 sunnudaginn 29.október

Messa og barnastarf kl.11
Minnst verður siðbótar Lúters.
Valskórinn syngur í messunni, undir stjórn Báru Grímsdóttur.
Organisti er Steinar Logi Helgason.
Prestur Eiríkur Jóhannsson.

Samskot munu renna til Hins íslenska biblíufélags.

Eiríkur Jóhannsson, 25/10 2017

Verið velkomin á Gæðastund morgundagsins, þriðjudaginn 24.október.

Við höfum það notalegt í safnaðarheimilinu okkar, Ljóið dagsins verður flutt af sr. Eiríki Jóhannssyni og Steinar Logi leikur undir fjöldasöng. Kristín Steinsdóttir, rithöfundur, kemur og les upp úr nýjasta verki sínu “Ekki vera sár” Kaffi og veitingar verða á sínum stað og hlökkum við mikið til að taka á móti ykkur.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 23/10 2017

Sunnudagur 21. október – Nítjándi sunnudagur eftir þrenningarhátíð.

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.  Kvennakór Háskóla Íslands syngur undir stjórn Margrétar Bóasdóttur.  Hilmar Kristinsson flytur hugvekju.  Mikill almennur söngur undir stjórn organistans Steinars Loga Helgasonar.  Prestur séra Helga Soffía Konráðsdóttir.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 18/10 2017

Á morgun fáum við góðan gest.

Foreldramorgun á morgun. Við fáum til okkar góðan gest, Hrönn
Guðjónsdóttur, sem ætlar að taka sýnikennslu í ungbarnanuddi, en hún er ungbarnanuddari. Það var frábært að fá hana í fyrra og sjá litlu krúttin njóta stundarinnar. Hún ætlar að byrja kl. 10, svo að gott væri að fá ykkur á svæðið kl 9.45, með mjúkt handklæði fyrir börnin ykkar að liggja á.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 17/10 2017

Háteigskirkja er opin þri - fös kl. 9:00 til 16:00.

Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur.
Viðtalstímar þri. -fös. kl. 11-12.

Sr. Eiríkur Jóhannsson, prestur.
Viðtalstímar mán.-fim. kl. 11-12.

Tenglar:
Trú.is
Barnatrú.is
Hvað er þjóðkirkjan?
Biblían á netinu
Skráðu þig í þjóðkirkjuna

 

Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS