Háteigskirkja

 

Gæðastund 2.maí 2017.

Verið velkomin á síðustu Gæðastundina okkar þar til í haust. Ég kynni með stolti gestinn okkar góða, sem er að þessu sinni Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup. Hún ætlar að rifja upp bernskuminningar með okkur. Kaffi og meðlæti, gleði og söngur. Hlökkum til að taka á móti ykkur og eiga með ykkur hágæðastund í setrinu okkar.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 28/4 2017

Sunnudagur 30.apríl, söngsveitin Fílharmónía syngur við messu.

Messa kl. 11:00
Prestur sr. Eiríkur Jóhannsson
Organisti Magnús Ragnarsson
Félagar úr söngsveitinni Filharmóniu annast messusöng að þessu sinni.
Eftir messu, veitingar í safnaðarheimili.

Eiríkur Jóhannsson, 26/4 2017

Foreldramorgun kl. 10-12 í fyrramálið.

Verið hjartanlega velkomin á Foreldramorgun. Morgunkaffi og meðlæti í Safnaðarheimili kirkjunnar.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 25/4 2017

Aðalsafnaðarfundur Háteigssóknar 2017

 

Aðalsafnaðarfundur Háteigssóknar verður haldinn í Safnaðarheimili kirkjunnar

sunnudaginn 7. maí nk. kl. 12:00, að lokinni messu.

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.

 Sóknarnefnd.

 

Kristján Jón Eysteinsson, 25/4 2017

Gæðastund þriðjudaginn 25.apríl 2017

Hjartanlega velkomin á Gæðastund kl. 13.30-15. Gestur okkar að þessu sinni verður Halla Kjartansdóttir og mun hún fjalla um þýðingu sína á bókinni Hafbókin. Fastir liðir verða á sínum stað með kaffi og meðlæti. Allir innilega velkomnir.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 23/4 2017

Sunnudagur 23. apríl kl. 11: Sumarleg messa með gítarívafi

Næstkomandi sunnudag fögnum við sumri í Háteigskirkju kl. 11 með einfaldri messu og sumarlegum sálmum. Kammerkór Mosfellsbæjar syngur með okkur og fyrir okkur undir stjórn Símonar H. Ívarssonar. Þau flytja meðal annars tvo kafla úr Misa Flamenca eftir spænska gítarleikaran Paco Pena við gítarundirleik kórstjórans. Organisti er Kári Allansson og María Ágústsdóttir flytur stutta hugvekju um að segja skilið við vetrarmyrkrið og taka á móti sumarbirtu í hjarta. Börn eru sérstaklega velkomin í messuna og hafa leikhorn við Maríualtarið. Á eftir er boðið upp á léttan málsverð í Setrinu og farið í leiki. Samskot eru tekin til páskasöfnunar Hins íslenska biblíufélags: Biblíur til Kína.

María Ágústsdóttir, 19/4 2017

Síðasti Foreldramorgun fyrir páska.

Kl. 10-12 í fyrramálið í setrinu okkar. Sjáumst svo næst eftir tvær vikur, þar sem það verður frí nk. miðvikudag, ss. eftir viku. En á morgun verður morgunverðarhlaðborð beint úr bakaríinu. Sjáumst hress og kát.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 11/4 2017

Síðasta núvitundariðkunin í dag kl. 12

Síðasta núvitundarstundin hér í Háteigskirkju er í hádeginu í dag. Þetta er kyrrlát stund með áherslu á nú-ið. Verið velkomin.

María Ágústsdóttir, 11/4 2017

Kyrravika og páskar

Skírdagskvöld kl 20:00 (13.04.)
Taizémessa
prestur María Ágústsdóttir
organisti Kári Allansson.

Föstudagurinn langi kl.14:00 (14.04)
Lesið og sungið um krossinn.
Prestur Eiríkur Jóhannsson.
Organisti Kári Allansson.

Páskadagsmorgun kl.9:00 (16.04)
Hátíðarguðsþjónusta og morgunverður í boði sóknarnefndar.
Prestar Eiríkur Jóhannsson og María Ágústsdóttir.
Organisti Kári Allansson.
Félagar í Kór Háteigskirkju syngja.

Annar í páskum kl.10:30 (17.04)
Fermingarmessa.
Prestar Eiríkur Jóhannsson og María Ágústsdóttir
Organisti Kári Allansson.
Félagar í Kór Háteigskirkju syngja.

Eiríkur Jóhannsson, 10/4 2017

Gæðastund morgundagsins.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur í setrinu á morgun kl. 13.30. Okkar eigin Kristján Eysteinsson ætlar að fræða okkur um Mozart. Þetta verður síðasta Gæðastund fyrir páska og hittumst við svo aftur eftir tvær vikur. Kaffi og veitingar verða á sínum stað. Allir hjartanlega velkomnir í Setrið.

Rannveig Eva Karlsdóttir, 10/4 2017

Háteigskirkja er opin þri - fös kl. 9:00 til 16:00.

Sr. Eiríkur Jóhannsson, sóknarprestur.
Viðtalstímar mán. -fim. kl. 11-12.

Sr. María Ágústsdóttir, prestur.
Viðtalstímar þri.-fös. kl. 11-12.

Tenglar:
Trú.is
Barnatrú.is
Hvað er þjóðkirkjan?
Biblían á netinu
Skráðu þig í þjóðkirkjuna

 

Háteigsvegur 27-29, 105 Reykjavík. Sími 511 5400 , fax 511 5411 · Kerfi RSS