Hofsprestakall

 

Fermingarmessa

Þjóðhátíðardaginn 17. júní, kl. 14:00 verður fermingarmessa í Hofskirkju. Fermd verða: Benedikt Blær Guðjónsson, Gunnlaugur Örn Stefánsson, Lovísa Líf Þorkelsdóttir og Mikael Grönvold Jónsson.

Verum öll hjartanlega velkomin.

Stefán Már Gunnlaugsson, 14/6 2015

Sjómannadagsmessa

Á sjómannadag, sunnudaginn 7. júní, kl. 14:00, verður sjómannadagsmessu við minnisvarðann um drukknaða sjómenn. Kirkjukórinn syngur undir stjórn organistans Stephen Yates og  félagar úr Björgunarsveitinni Vopna leggja blómsveig við minnisvarðann til minningar um drukknaða sjómenn. Eftir athöfnin verður Slysavarnarfélagið Sjöfn með kaffiveitingar í félagsheimilinu Miklagarði.

Verum öll hjartanlega velkomin.

Stefán Már Gunnlaugsson, 5/6 2015

Hátíðarguðsþjónusta á Hvítasunnudag

Hvítasunnudag, 24. maí, kl. 14:00 verður hátíðarguðsþjónusta í Vopnafjarðarkirkju. Eftir stundina er boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarheimilinu.

Komum og eigum góða stund á hátíðardegi í kirkjunni okkar.

Stefán Már Gunnlaugsson, 20/5 2015

Kirkjuhátíð eldri borgara á Þórshöfn

Uppstigningardagur er dagur aldraðra í kirkjunni og að því tilefni halda söfnuðurnir í Hofs- og Langanesprestakalli sameiginlega kirkjuhátíð eldri borgara þann 14. maí, kl. 14:00. Hátíðin í ár verður á Þórshöfn og hefst með guðsþjónustu, þar sem sr. Hildur Sigurðardóttir þjónar fyrir altari. Eftir messu er boðið upp á kaffiveitingar á dvalarheimilinu Nausti.

Þau sem óska eftir fari á hátíðina hafi samband við Ágústu Þorkelsdóttur í síma 862 1443.

Verum öll hjartanlega velkomin.

Stefán Már Gunnlaugsson, 11/5 2015

Helgihald í dymbilviku og um páska

Fjölbreytt helgihald verður um bænadagana og páska í kirkjum Hofsprestakalls. Fermingarmessa, pílagrímaganga, Passíusálmalesur og páskamessur. Verum öll hjartanlega velkomin.

Lesa áfram …

Stefán Már Gunnlaugsson, 30/3 2015

Fermingarmessa

Skírdag, 2. apríl, kl. 14:00 verður fermingarmessa í Vopnafjarðarkirkju. Fermd verða Borghildur Arnarsdóttir og Haukur Sigurjónsson.

Verum öll hjartanlega velkomin.

 

Stefán Már Gunnlaugsson, 30/3 2015

Fjölskyldusamvera í Vopnafjarðarkirkju

Pálmasunnudag, 29. mars, kl. 11:30 verður fjölskyldusamvera með fjölbreyttri dagskrá í Vopnafjarðarkirkju. Barnakórinn syngur og margt fleira. Eftir stundina verður páskaeggjaleit og kökubasar barna í 10-12 ára starfinu til styrktar frelsun þrælabarna á Indlandi. Verum öll hjartanlega velkomin. Lesa áfram …

Stefán Már Gunnlaugsson, 26/3 2015

Guðsþjónusta, Sunnudagaskóli og messukaffi fermingarbarna

Sunnudaginn 22. mars, kl. 14:00 verður guðsþjónusta í Vopnafjarðarkirkju. Sunnudagaskólinn hefst í messunni en fyrir prédikun fara börnin í safnaðarheimilið. Eftir guðsþjónustuna bjóða fermingarbörn öllum í messukaffi.

Lesa áfram …

Stefán Már Gunnlaugsson, 18/3 2015

Kvöldvaka á föstu í Vopnafjarðarkirkju og myndasýning

Fimmtudaginn 12. marsl, kl. 20:00 verður kvöldvaka á föstu í Vopnafjarðarkirkju og eftir stundina mun Magnús Már Þorvaldsson sýna ljómsyndir úr mannlínfu á Vopnafirði. Lögð er áhersla á fallegan söng, einfalda helgisiði og bænir og leitast við að skapa andrúm fegurðar, íhugunar og friðar. Lesa áfram …

Stefán Már Gunnlaugsson, 10/3 2015

Af æskulýðsmóti á Vopnafirði

Helgina 13.-15. febrúar síðastliðin var haldið árlegt landshlutamót á Vopnafirði á vegum Æskulýðssambands kirkjunnar á Austurlandi. Mótin eru samstarfsverkefni ÆSKEY og ÆSKA, en fyrsta mótið var haldið á Vopnafirði fyrir sex árum siðan og mættu þá um 40 unglingar, en nú voru um 85 unglingar og leiðtogar. Á umliðnum árum hafa mótið stækkað og með hverju árinu vex einnig umfang daskrárinnar.

Lesa áfram …

Stefán Már Gunnlaugsson, 19/2 2015

Viðtalstímar sóknarprests í safnaðarheimili
Þriðju- og miðvikudaga kl. 10:00-14:00

Minningarkort Hofskirkju

Facebook
Hofsprestakall er líka á Facebook.

 

Hofsprestakall, Vopnafjarðarkirkju, Kolbeinsgötu 8, 690 Vopnafirði. Sími 473 1580 · Kerfi RSS