Hóladómkirkja

 

Messa og tónleikar 3. júlí

Messa verður í Hóladómkirkju sunnudaginn 3. júlí kl. 14:00.

Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup messar og sr. Gylfi Jónsson verður við hljóðfærið.

Messukaffi Undir Byrðunni eftir messuna á 1300 kr. Frítt fyrir börn 12 ára og yngri.

Tónleikar í kirkjunni kl. 16:00.  Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gunnar Kvaran celloleikari leika verk eftir Bach, Beethoven, Hoffmeister, Atla Heimi Sveinsson, Pablo Casals og Herbert H. Ágústsson.

Auk þess leikur tónlistarfólkið í messunni.

Aðgangur ókeypis.  Allir hjartanlega velkomnir.

Solveig Lára Guðmundsdóttir, 28/6 2016

Sumarmessa og tónleikar 26. júní.

Messa verður í Hóladómkirkju sunnudaginn 26. júní kl. 14:00.

Sr. Guðni Þór Ólafsson sóknarprestur á Melstað í Miðfirði messar með kór og organista.

Glæsilegt kaffihlaðborð “Undir Byrðunni” á 1300 kr. eftir messuna. Frítt fyrir börn undir 12 ára aldri.

Tónleikar kl. 16:00.  Lára Sóley Jóhannsdóttir og Hjalti Jónsson syngja og leika á gítar og fiðlu.

Aðgangur ókeypis.

Allir hjartanlega velkomnir.

 

Solveig Lára Guðmundsdóttir, 20/6 2016

Sumarmessur á Hólum

Fyrsta sumarmessan verður í Hóladómkirkju sunnudaginn 19. júní kl. 14.00.

Sr. Bryndís Valbjarnardóttir sóknarprestur á Skagaströnd messar.

Komum og njótum góðrar stundar í fallegu umhverfi.

Hóladómkirkja.

Solveig Lára Guðmundsdóttir, 10/6 2016

Hátíðaguðsþjónusta á hvítasunnu.

Hátíðaguðsþjónust verður  í Hóladómkirkju á hvítasunnudag kl. 14.00.

Kirkjukór Hóladómkirkju syngur.  Organisti er Jóhann Bjarnason.

Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup predikar og þjónar fyrir altari.

Messukaffi á biskupssetrinu eftir guðsþjónustuna.

Allir hjalrtanlega velkomnir.

Frá og með hvítasunnudegi er kirkjan opin í allt sumar frá kl. 10:00 til kl. 18:00

Solveig Lára Guðmundsdóttir, 13/5 2016

Helgihald í Hóladómkirkju um bænadaga og páska 2016

Föstudagurinn langi:

Píslarsaga og passíusálmar kl. 14:00

Páskadagur:

Hátíðaguðsþjónusta kl. 14.00

Messukaffi á biskupssetrinu eftir guðsþjónustuna.

Allir hjartanlega velkomnir.

Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup þjónar í báðum guðsþjónustunum og organisti er Jóhann Bjarnason.

Solveig Lára Guðmundsdóttir, 24/3 2016

Messa í Hóladómkirkju sunnudaginn 28. febrúar

Á sunnudaginn kl.11 er guðsþjónusta í Hóladómkirkju.

Jóhann Bjarnason og kórinn leiða söng og spil.

Prestur er sr. Halla Rut Stefánsdóttir

Solveig Lára Guðmundsdóttir, 27/2 2016

Gamlársdagur 2015

Helgistund verður í Hóladómkirkju kl. 14:00 á gamlársdag 2015.

Þakkað fyrir liðið ár og horft björtum augum til framtíðar.

Allir hjartanlega velkomnir.

Solveig Lára Guðmundsdóttir, 31/12 2015

Hólahátíð 14. – 16. ágúst 2015

Föstudagur 14. ágúst

Kl. 10:00-18:00 Biblíusýning opin í Auðunarstofu.

 

Kl. 20:00  Hólabiblíur – um þrjár fyrstu biblíuútgáfur Íslendinga.

Sr. Sigurður Ægisson flytur erindi í Auðunarstofu.

 

Laugardagur 15. ágúst

Kl. 10:00 Pílagrímaganga frá Gröf heim að Hólum með biblíulestrum. Lagt af stað frá Grafarkirkju kl. 10:00 og tekur gangan um sex tíma. Helgistund við heimkomu í Hóladómkirkju. Akstur frá Hólum að Grafarkirkju kl. 9:30.

 

kl 13.00  Ganga yfir Hrísháls í fylgd Önnu Þóru Jónsdóttur frá Vatnsleysu.  Gengið inn í söguna.  Lagt af stað frá Enni kl. 13:00 og tekur gangan 3-4 tíma heim að Hólum.

Á veginum verða hin ýmsu óvæntu fyrirbæri og ævintýraverur úr raunveruleika fyrri tima.

 

Sundlaugin á Hólum opin kl. 14:00-18:00

 

Kl. 17:00 Dagskrá fyrir börn á öllum aldri og fjölskyldur þeirra í Hóladómkirkju í umsjá Helga Zimsen og Rósu Jóhannesdóttur.

Kl. 18:00 Kvöldverður.  Hlaðborð með gómsætum Biblíumat Undir Byrðunni.  Uppskriftirnar eru úr bók sr. Svavars Jónssonar.

Borðapantanir í síma 455 6333 eða booking@holar.is

 

Sunnudagur 16. ágúst

Kl. 11:00 Dr. Gunnlaugur A. Jónsson flytur erindið:  Áhrifasaga Saltarans. Um áhrif Davíðssálma í sögu og samtíð á bókmentir, listir og kvikmyndir.

 

Kl. 14:00 Hátíðarmessa í Hóladómkirkju.  Prestsvígsla.  Mag. theol Halla Rut Stefánsdóttir verður vígð til að gegna sóknarprestsembætti í Hofsós- og Hólaprestakalli.

Veislukaffi í Hólaskóla.

 

Kl. 16:30 Hátíðarsamkoma í Hóladómkirkju Ólöf Nordal innanríkisráðherra flytur hátíðaræðu.

Ragnhildur Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags flytur ávarp.

Kirkjukór Hóladómkirkju og Kirkjukór Hofsóss flytja biblíuljóð.

 

Solveig Lára Guðmundsdóttir, 10/8 2015

Messa og tónleikar 9. ágúst.

Messa verður í Hóladómkirkju sunnudaginn 9. ágúst kl. 11:00.
Kristín Árnadóttir djákni predikar. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup þjónar fyrir altari.  Sr. Gylfi Jónsson sér um tónlistina.
Súpa og salat á 1600 kr. Undir Byrðunni í hádeginu.
Tónleikar kl. 14:00.  Benni Hemm Hemm syngur og leikur á gítar.
Allir velkomnir.  Aðgangur ókeypis.

Solveig Lára Guðmundsdóttir, 4/8 2015

Biblíusýning í Auðunarstofu.

Laugardaginn 1. ágúst veður opnuð biblíusýning í Auðunarstofu á Hólum í Hjaltadal.

Sýndar verða m.a. biblíur sem ríkisstjórnin gaf Hóladómkirkju á 900 ára afmæli biskupsstóls

á Hólum árið 2006.  Biblíurnar voru úr safni sr. Ragnars Fjalars Lárussonar.

Mun þetta vera eitt stærsta biblíusafn landsins.  Sýningin er nú í tilefni af 200 ára

afmæli Hins íslenska biblíufélags, en það var stofnað þann 10. júlí árið 1815 og telst

elsta starfandi félags landsins.  Á Hólum var prentuð fyrsta íslenska biblían, Guðbrandsbiblía,

árið 1584 og er hún til sýnis á sýningunni.

Sýningin er opin alla daga í ágúst kl. 10-18 og er aðgangur ókeypis.

Solveig Lára Guðmundsdóttir, 27/7 2015

Sumardagskrá á Hólastað sumarið 2016

Guðsþjónustur kl. 14.00 og sumartónleikar kl. 16.00 Aðgangur ókeypis.

26. júní Sumarljóð og ástarsöngvar
Lára Sóley Jóhannsdóttir og Hjalti Jónsson. Söngur, gítar og fiðla.

3. júlí. Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran. Fiðla og cello.

10. júlí Sönglög og fuglakvak Flytjendur: Tryggvi Pétur Ármannsson, baritónsöngvari
Hallfríður Ólafsdóttir, flautuleikari Ármann Helgason, bassaklarinettleikari

17. júlí Bára og Chris Forster. Söngur, gítar og langspil.

23. júlí Máninn líður.
Anna Jónsdóttir, Ursel Schlicht og Ute Völker. Söngur, harmonika og píanó.

24. júlí Verndarvængur
Björg Þórhallsdóttir og Hilmar Örn Agnarsson. Söngur og orgel

31. júlí Elfa Dröfn Stefánsdóttir, söngur.

7. ágúst Söngvar fyrir börn á öllum aldri.
Íris Olga Lúðvíksdóttir, Sigvaldi Gunnarsson og Gunnar Rögnvaldsson SöngurSöngur og gítar.
Tónlistarfólkið kemur fram í guðsþjónustunum. Fjölbreytt og vönduð dagskrá.
Myndarlegt kirkjukaffi „Undir Byrðunni“ milli guðsþjónustu og tónleika. Verð kr. 1.300 Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Sími kirkjuvarðar 895 9850.

Miðvikudagur

Kvöldbænir kl. 18:00 - 18:15

Dagskrá ...