Hóladómkirkja

 

Næsta erindi Guðbrandsstofnunar

Í kvöld þriðjudagskvöldið 7. nóvember kl. 20:00 er erindi á vegum Guðbrandsstofnunar um æðarvörp og æðarkollur í Breiðafirði. Sagt verður frá rannsóknum á útlitsbreytileika. Það er Jón Einar Jónsson sem flytur þetta áhugaverða erindi sem fram fer í Auðunarstofu á Hólum í Hjaltadal.

Solveig Lára Guðmundsdóttir, 7/11 2017

Taizé messa í Hóladómkirkju

Sunnudaginn 8. október er Taizé messa í Hóladómkirkju.

Sr. Úrsúla Árnadóttir messar og organisti er Jóhann Bjarnason.

Kirkjukór Hóladómkirkju leiðir sönginn.

Verið hjartanlega velkomin.

Solveig Lára Guðmundsdóttir, 8/10 2017

Siðbót í samtíð – yfirskrift Hólahátíðar 11.-13. ágúst 2017

500 ára siðbótarafmælis Marteins Lúthers verður minnst með með óvenjulega veglegum hætti í ár á Hólahátíð 11.-13. ágúst.

Hátíðin hefst föstudaginn 11. ágúst með

listgjörningnum Tesur á Hólahátíð sem hefst kl. 17:00 í Auðunarstofu. Þar munu myndlistarlistakonurnar Guðrún Kristjánsdóttir og Ólöf Nordal kynna gjörninginn. Síðan er gengið í Nýjabæ og Hóladómkirkju.

Gestum verður boðið að semja og teikna sínar eigin “tesur” sem prentaðar verða með háprenti á pappír og síðan neglir hver og einn sína tesu á tréhurð í kirkjunni. Myndlistargjörningurinn fer fram alla helgina fram eftir kvöldi.

Verkið á að minna á gjörninginn þegar Lúther negldi “tesurnar” 95 á kirkjudyr í Wittenberg og markaði þannig upphaf siðbótar í Evrópu.

Laugardaginn 12. ágúst kl.9:00 f.h. verður pílagrímaganga eftir Hallgrímsveginum frá Gröf á Höfðaströnd heim að Hólum. Leiðin er 22 km. á jafnsléttu. Bílferðir verða í boði fyrir og eftir göngu frá Hólum og er hægt að panta þær hjá sr. Gylfa í síma 8955550.

Kl. 16:00 eða að göngu lokinni verður sérstök athöfn sem kölluð er endurnýjun skírnarinnar og eftir hana er altarisganga í Hóladómkirkju. Þetta er einföld og falleg athöfn sem höfðar til persónulegrar upplifunar hvers og eins. Öllum er velkomið að taka þátt í þeirri athöfn hvort sem þau hafa gengið pílagrímagönguna eða ekki.

Kl. 19:00 er síðan kvöldverður “Undir Byrðunni” í anda hátíðarinnar.

Sunnudaginn 13. ágúst. kl. 11:00 verður flutt tón-leikhús um tvær siðbótarkonur, þær Elísabetu Cruciger og Halldóru Guðbrandsdóttur í Hóladómkirkju. Elísabet var nunna sem snerist til hins nýja siðar og var eitt af fyrstu sálmaskáldum siðbótarinnar og samstarfskona Marteins Lúthers. Hún átti sálm í fyrstu sálmabók Lúthers og í fyrstu útgáfu Grallarans, messubók Guðbrands Þorlákssonar, biskups á Hólum. Halldóra var dóttir Guðbrands biskups og var fóstra Hallgríms Péturssonar og bústýra á Hólum með leyfi konungs í forföllum föður sins. Það eru þær Diljá Sigursveinsdóttir og Guðný Einarsdóttir sem hafa sett leikhúsið saman með tónlist frá barokktímanaum í Þýskalandi og grallarasöng frá siðbótartímanum á Íslandi. Það er ReykjavíkBarokk sem flytur verkið, en fram koma 12 hljóðfæraleikarar, fjórir söngvarar og leikkona auk kirkjukóra Hofsóss- og Hólaprestakalls.

Kl. 14:00 á sunnudeginum er hátíðarmessa í Hóladómkirkju með þátttöku ReykjavíkBarokk. Í messunni verður mag.theol Stefanía Guðlaug Steinsdóttir vígð til prestsþjónustu í Lögmannshlíðarprestakalli.

Eftir messuna er að venju veglegt veislukaffi í Hólaskóla, sem öllum kirkjugestum er boðið í.

Kl. 16:30 er hátíðasamkoma í Hóladómkirkju.

ReykjavíkBarokk sér um tónlist og

hátíðarræðu flytur sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir fyrsta konan sem hlaut prestsvígslu á Íslandi.

 

Verið velkomin heim að Hólum

 

Solveig Lára Guðmundsdóttir, 7/8 2017

Sumarmessa og tónleikar 6. ágúst

Messa verður í Hóladómkirkju sunnudaginn 6. ágúst kl. 14:00.  Kristín Árnadóttir djákni predikar og sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir Hólabiskup þjónar fyrir altari.

Messukaffi “Undir Byrðunni” á kr. 1400.  Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Tónleikar kl. 16:00

Hafdís Vigfúsdóttir og Catherine Maria Stankiewicz leika á flautu og cello.

Aðgangur ókeypis.

Solveig Lára Guðmundsdóttir, 31/7 2017

Sumarmessa og tónleikar 30. júlí

Messa verður í Hóladómkirkju sunnudaginn 30. júlí kl. 14:00.

Verið velkomin í Hóladómkirkju.

Prestur sr. Ólafur Hallgrímsson og organisti er Jóhann Bjarnason.

Messukaffi Undir Byrðunni á kr. 1400.  Ókeypis fyrir börn 12 ára og yngri.

Tónleikar kl. 16:00

Sólveig Thoroddsen Jónsdóttir og Sergio Coto Blanco leika á ítalska barokkhörpu, endurreisnarlútu og teorbu.

Aðgangur ókeypis.

Solveig Lára Guðmundsdóttir, 26/7 2017

Sumarmessa og tónleikar

Verið velkomin Heim að Hólum

Messa verður í Hóladómkirkju sunnudaginn 23. júlí kl. 14.oo

Sr. Sigur’ur Ægisson sóknarprestur á Siglufirði verður með létta fjölskylduguðsþjónustu fyrir ferðamenn og heimamenn.                 Bróðir hans Matthías Ægisson leikur á píanó.

Tónleikar kl. 16.oo

Bára Grímsdóttir og Chris Foster syngja og leika á langspil, gítar og fleiri hljóðfæri.                                                                              Aðgangur ókeypis.

Messukaffi Undir Byrðunni á kr. 1400. Ókeypis fyrir 12 ára og yngri.

Solveig Lára Guðmundsdóttir, 18/7 2017

Verið velkomin heim að Hólum

Messað verður í Hóladómkirkju n.k. sunnudag 16. júlí kl. 14.00

Sr. Gylfi Jónsson verður með létta fjölskylduguðsþjónustu fyrir ferðafólk og heimamenn og leikur á píanó. Messukaffi Undir Byrðunni á kr. 1400. Ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára.

Tónleikar kl. 16.00

Hlíf Sigurjónsdóttir og Martin Frewer frá Canada leika á fiðlu og píanó.

ÓKEYPIS AÐGANGUR

Solveig Lára Guðmundsdóttir, 13/7 2017

Messa og tónleikar 9. júlí

Verið velkomin í Hóladómkirkju.
Messa sunnudaginn 9. júlí kl. 14:00.
Prestur sr. Sigríður Gunnarsdóttir.
Kirkjukór Sauðárkrókskirkju syngur. Organisti Rögnvaldur Valbergsson.
Tónleikar kl. 16:00
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir leikur orgelverk eftir konur.
Aðgangur ókeypis.

Messukaffi “Undir Byrðunni” á kr. 1400. Ókeypis fyrir 12 ára og yngri.

Solveig Lára Guðmundsdóttir, 3/7 2017

Guðsþjónusta og tónleikar 2. júlí

Guðsþjónusta verður í Hóladómkirkju sunnudaginn 2. júlí kl. 14.00.

Prestur sr. Sigríður Munda Jónsdóttir sóknarprestur á Ólafsfirði.

Organisti er Jóhann Bjarnason.

Tónleikar kl. 16:00

Kristján Hjartarson og Kristjana Arngrímsdóttir syngja og leika á gítar.

Aðgangur ókeypis.

Solveig Lára Guðmundsdóttir, 27/6 2017

Messa og tónleikar 25. júní

Messa verður í Hóladómkirkju sunnudaginn 25. júní kl. 14.00.

Prestur sr. Halla Rut Stefánsdóttir.  Organisti Stefán R. Gíslason.

Tónleikar kl. 16.00

Guðný guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran leika á fiðlu og selló.

Aðgangur ókeypis.

Solveig Lára Guðmundsdóttir, 27/6 2017

Sumardagskrá á Hólastað sumarið 2017

Guðsþjónustur kl. 14:00
Sumartónleikar kl.16:00
Aðgangur ókeypis

18. júní
Guðsþjónusta kl. 11:00
(Ath. breyttan tíma)
Sr. Dalla Þórðardóttir prófastur á Miklabæ messar og
Kirkjukór Silfrastaðakirkju syngur. Organisti Stefán R. Gíslason.
Kl. 14:00 (Ath. breyttan tíma) Lára Sóley Jóhannsdóttir og
Hjalti Jónsson leika og syngja saman á fiðlu og gítar.

25. júní. Messa kl. 14:00
Sr. Halla Rut Stefánsdóttir messar.
Tónleikar kl. 16:00
Guðný Guðmundsdóttir og
Gunnar Kvaran leika á fiðlu og cello.

2. júlí. Messa kl. 14:00
Tónleikar kl. 16:00
Kristjana Arngrímsdóttir og
Kristján Hjartarson syngja og leika á gítar.

9. júlí. Messa kl. 14:00
Sr. Sigríður Gunnarsdóttir messar,
kór Sauðárkrókskirkju syngur.
Organisti Rögnvaldur Valbergsson
Tónleikar kl. 16:00
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir organisti við Akureyrarkirkju leikur á orgel kirkjunnar.

16. júlí Messa kl. 14:00.
Tónleikar kl. 16:00
Hlíf Sigurjónsdóttir og Martin Frewer frá Canada leika á fiðlu og píano.

23. júlí Messa kl. 14:00.
Sr. Sigurður Ægisson messar
Tónleikar kl. 16:00
Bára Grímsdóttir og Chris Forster syngja þjóðlög og leika á gítar og langspil.

30. júlí. Messa kl. 14:00.
Sr. Ólafur Hallgrímsson messar.
Tónleikar kl. 16:00
Sólveig Thoroddsen Jónsdóttir og Sergio Coto Blanco leika á
ítalska barrokkhörpu, endurreisnarlútu og teorbu,

6. ágúst. Messa kl. 14:00.
Kristín Árnadóttir djákni predikar
Tónleikar kl. 16:00
Hafdís Vigfúsdóttir og Catherine Maria Stankiewicz leika á flautu og cello.

13. ágúst.
Hólahátíð með afar fjölbreyttri dagskrá í anda siðbótarársins. Nánar auglýst síðar.


Myndarlegt kirkjukaffi
“Undir Byrðunni” milli guðsþjónustu og tónleika.
Verð kr. 1400 – Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Sími kirkjuvarðar 895 9850.

Föstudagur

18.00-18.15 Kvöldbænir
.

Dagskrá ...