Hóladómkirkja

 

Sálarlíf Íslendinga

Fræðafundur heima á Hólum.  Haukur Ingi Jónasson flytur erindi sem hann nefnir: Sálarlíf Íslendinga í Auðunarstofu á Hólum í Hjaltadal þriðjudagskvöldið 28. febrúar.  Heitt verður á könnunni.  Aðgangur ókeypis.

Solveig Lára Guðmundsdóttir, 28/2 2017

Saga Litla Hrauns

Sr. Hreinn Hákonarson fangaprestur verður með erindi um sögu Litla Hrauns í Auðunarstofu í kvöld þriðjudaginn 14. febrúar kl. 20:200.

Allir hjartanlega velkomnir.  Aðgangur ókeypis.  Heitt á könnunni.

Guðbrandsstofnun.

Solveig Lára Guðmundsdóttir, 14/2 2017

Helgistund á gamlársdag

Helgistund verður í Hóladómkirkju á gamlársdag kl. 14:00.

Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup flytur hugleiðingu.

Þökkum gamla árið og fögnum nýjum tíma.

Allir hjartanlega velkomnir!

 

Solveig Lára Guðmundsdóttir, 29/12 2016

Hátíðaguðsþjónusta á jóladag

Hátíðaguðsþjónusta verður í Hóladómkirkju á jóladag kl. 14.00.

Kirkjukór Hóladómkirkju syngur hátíðasöngva sr. Bjarna Þorsteinssonar.

Organisti Jóhann Bjarnason.

Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup predikar og þjónar fyrir altari.

Messukaffi á biskupssetrinu eftir messu.

Allir hjartanlega velkomnir.

Gleðileg jól!

Solveig Lára Guðmundsdóttir, 24/12 2016

Jólasöngvar á jólanótt

Aðfangadagskvöld jóla í Hóladómkirkju.

Jólasöngvar og jólaguðspjall í Hóladómkirkju kl. 23:00.

Ragnheiður Ólafsdóttir syngur Ó, helga nótt.

Við syngjum öll jólasálmana.

Verið hjartanlega velkomin.

Gleðileg jól!

Solveig Lára Guðmundsdóttir, 24/12 2016

Næsta erindi Guðbrandsstofnunar

Þriðjudagskvöldið 11. okt. kl. 20:00  flytur Gísli Már Gíslason erindi í Auðunarstofu á Hólum.

Erindið ber titilinn:

Áhrif loftslagshlýnunar á vistkerfi straumvatna.

Allir velkomnir! Aðgangur ókeypis! Kaffiveitingar!

Solveig Lára Guðmundsdóttir, 6/10 2016

Fræðafundirnir að hefjast í Auðunarstofu

Dr. Gunnar Kristjánsson fyrrverandi prófastur á Reynivöllum flytur erindi um siðbótina í myndmáli kirkjunnar í Auðunarstofu þriðjudagskvöldið  27. september  kl. 20.00. Komið og hlutstið!

 

Solveig Lára Guðmundsdóttir, 27/9 2016

Hólahátíð 12. – 14. ágúst 2016

 

 

Föstudagur 12. ágúst

Kl. 10:00-18:00 Sýning á völdum útgáfum passíusálmanna opin í Auðunarstofu.

 

Kl. 20:00 Tónleikar í Hóladómkirkju.

Barokksveit Hólastiftis.

 

Laugardagur 13. ágúst

Kl. 10:00 Pílagrímaganga frá Gröf heim að Hólum með lestrum úr passísálmunum. Lagt af stað frá Grafarkirkju kl. 10:00 og tekur gangan sex til sjö tíma. Helgistund við heimkomu í Hóladómkirkju.

Akstur frá Hólum að Grafarkirkju kl. 9:30.

 

Frá kl. 18:00 Kvöldverður Undir Byrðunni.

Borðapantanir í síma 4556333 og á booking@holar.is

 

Sunnudagur 14. ágúst

 

Kl. 14:00 Hátíðarmessa í Hóladómkirkju.

Barokksveit Hólastiftis leikur.

Organisti Eyþór Ingi Jónsson. Sr. Hildur Eir Bolladóttir predikar. Sr. Halla Rut Stefánsdóttir sóknarprestur og sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup þjóna fyrir altari.

 

Veislukaffi í Hólaskóla.

 

Kl. 16:30 Hátíðarsamkoma í Hóladómkirkju.

Ávarp vígslubiskups.

Herra Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flytur hátíðaræðu.

Barokksveit Hólastiftis leikur.

Solveig Lára Guðmundsdóttir, 8/8 2016

Messa og tónleikar sunnudaginn 7. ágúst

Messa verður í Hóladómkirkju sunnudaginn 7. ágúst kl. 14:00.

Prestur er sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir sóknarprestur í Laugarneskirkju.

Organisti Jóhann Bjarnason.

Messukaffi Undir Byrðunni á 1300 kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Tónleikar kl. 16:00

Söngvar fyrir börn á öllum aldri.
Íris Olga Lúðvíksdóttir, Sigvaldi Gunnarsson og Gunnar Rögnvaldsson.  Söngur og gítar.
Tónlistarfólkið kemur fram í guðsþjónustunni.

Fjölbreytt og vönduð dagskrá.

Solveig Lára Guðmundsdóttir, 2/8 2016

Sýning á passíusálmaútgáfum opnuð í Auðunarstofu í dag.

 

Í ár eru nú liðin 350 ár frá því að Passíusálmar sr. Hallgríms Péturssonar voru fyrst prentaðir árið 1666. Það var í tíð sr. Gísla biskups Þorlákssonar að sú prentun var gerð á Hólum í Hjaltadal og voru sálmar sr. Hallgríms prentaðir aftan við Píslarsálma sr. Guðmundar Erlendssonar. Frá því þessi prentun var fyrst gerð á Hólum í Hjaltadal hafa komið út afar margar útgáfur af Pássíusálmunum. Ýmist hafa þeir verið prentaðir einir og sér eins og í útgáfunni árið 1800 eða með öðrum kvæðum sr. Hallgríms, sem Grímur Thomsen gerði í útgáfunni 1887. Árið 1947 gaf Magnús Jónsson út bókina Æfi og störf sr. Hallgríms Péturssonar þar sem hann fléttaði inn Passíusálmana.

Í tilefni af því að 350 ár eru liðin frá fyrstu prentun Passíusálmanna hefur verið opnuð í Auðunarstofu á Hólum í Hjaltadal sýning á nokkrum útgáfum Passíusálmanna.

Þar á meðal er fyrsta útgáfan prentuð á Hólum 1666, eintak með gömlu passíusálmalögunum og hátíðarútgáfa frá 1960 með myndum eftir Barböru Árnason. Um þá útgáfu ritaði sr. Sigurbjörn Einarsson biskup í formála: „Það er fyrsta passía í myndum sem vér höfum eignast, en hitt er þó meira, að hún er gerð af frábærri list. Myndir frú Barböru munu jafnan taldar meðal merkustu tíðinda á ferli Passíusálmanna.“

Hörður Ágústsson sá um þessa útgáfu.

Flest þessara eintaka eru úr bókasafni sr. Ragnars Fjalars Lárussonar sem Ríkisstjórn Íslands gaf Hóladómkirkju árið 2006 í tilefni af því að 900 ár voru liðin frá stofnun biskupsstóls á Hólum í Hjaltadal.

Á meðan sýningargestir ganga um sýninguna hljóma passíusálmarnir í hljóðkerfi hússins í flutningi Þorleifs Haukssonar.

Sýningin er í Auðunarstofu á Hólum og er opin alla daga frá kl. 10:00-18:00.  Aðgangur er ókeypis.

 

 

Solveig Lára Guðmundsdóttir, 29/7 2016

Sumardagskrá á Hólastað sumarið 2016

Guðsþjónustur kl. 14.00 og sumartónleikar kl. 16.00 Aðgangur ókeypis.

26. júní Sumarljóð og ástarsöngvar
Lára Sóley Jóhannsdóttir og Hjalti Jónsson. Söngur, gítar og fiðla.

3. júlí. Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran. Fiðla og cello.

10. júlí Sönglög og fuglakvak Flytjendur: Tryggvi Pétur Ármannsson, baritónsöngvari
Hallfríður Ólafsdóttir, flautuleikari Ármann Helgason, bassaklarinettleikari

17. júlí Bára og Chris Forster. Söngur, gítar og langspil.

23. júlí Máninn líður.
Anna Jónsdóttir, Ursel Schlicht og Ute Völker. Söngur, harmonika og píanó.

24. júlí Verndarvængur
Björg Þórhallsdóttir og Hilmar Örn Agnarsson. Söngur og orgel

31. júlí Elfa Dröfn Stefánsdóttir, söngur.

7. ágúst Söngvar fyrir börn á öllum aldri.
Íris Olga Lúðvíksdóttir, Sigvaldi Gunnarsson og Gunnar Rögnvaldsson SöngurSöngur og gítar.
Tónlistarfólkið kemur fram í guðsþjónustunum. Fjölbreytt og vönduð dagskrá.
Myndarlegt kirkjukaffi „Undir Byrðunni“ milli guðsþjónustu og tónleika. Verð kr. 1.300 Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Sími kirkjuvarðar 895 9850.

Miðvikudagur

Kvöldbænir kl. 18:00 - 18:15

Dagskrá ...