Hóladómkirkja

 

Andlát: Sr. Sighvatur B. Emilsson

Sr. Sighvatur Birgir Emilsson andaðist þann 1. október s.l. í Noregi. Sighvatur var fæddur 29. júní 1933. Hann var settur sóknarprestur á Hólum 1976 og vígðist 3. október sama ár. Sighvatur þjónaði Hólasókn 1976- 1985 og var stundakennari við barnaskólann á Hólum 1976-1979. Útförin verður gerð frá Savernkirkju 11. október kl.12 en minningarathöfn á Íslandi verður auglýst síðar. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Hjálpræðisherinn á Íslandi. Eftirlifandi eiginkona Sighvats er Anna Einarsdóttir og bjuggu þau í Larvik í Noregi.

sigridur.gunnarsdottir, 10/10 2005

Andlát: Aðalbjörg Halldórsdóttir, fyrrum vígslubiskupsfrú á Hólum

Aðalbjörg Halldórsdóttir lést 27.september s.l. Hún var jarðsungin frá Akureyrarkirkju í gær. < ?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" />

Lesa áfram …

sigridur.gunnarsdottir, 4/10 2005

Helgihald safnaðarins fram til áramóta

Sóknarprestur hefur sent frá sér fréttabréf þar sem greinir frá helgihaldi í prestakallinu út árið. Þar kemur m.a. fram að guðsþjónustur verða tvisvar í mánuði í Hóladómkirkju. Flest ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í kirkjunni og boðið verður upp á fleira en hefðbundnar sunnudagsmessur. Kvöldbænirnar verða á sínum stað kl. 18, alla miðvikudaga og þá sunnudaga sem ekki er messað. Í vetur hefur umsjón með kvöldbænum Inga María Stefánsdóttir og er hún boðin velkomin til starfa við kirkjuna.

Helgihald í Hóladómkirkju verður sem hér segir fram til áramóta. (Athugið messutímann!):

Lesa áfram …

sigridur.gunnarsdottir, 3/10 2005

Safnaðarmessa 2.október kl.14

Almenn safnaðarmessa með altarisgöngu verður á sunnudaginn kemur, þann 2. október og hefst kl.14. Sr. Gunnar Jóhannesson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari, kór Hóla- og Viðvíkursókna leiðir söng og organisti er Jóhann Bjarnason. Verið velkomin!

sigridur.gunnarsdottir, 27/9 2005

Hátíðarstund á Hólum

Mikil hátíð var að Hólum í gær þegar Jón Aðalsteinn Baldvinsson biskup vígði sinn fyrsta vígsluþega, Sólveigu Höllu Kristjánsdóttur guðfræðing. Um hundrað manns voru viðstödd vígsluna og þáðu kaffiveitingar undir Byrðunni í boði vígslubiskupshjónanna að athöfn lokinni.

Lesa áfram …

sigridur.gunnarsdottir, 19/9 2005

Prestvígsla að Hólum 18.september

Sunnudaginn 18.september kl.14 verður vígsluathöfn í Hóladómkirkju. Þá mun Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup vígja Sólveigu Höllu Kristjánsdóttur guðfræðing
til prestsþjónustu við Akureyrarkirkju.

Sr. Svavar A. Jónsson lýsir víglsu. Vígsluvottar verða sr. Gunnar
Jóhannesson, sr. Hannes Örn Blandon prófastur, sr. Solveig Lára
Guðmundsdóttir og Pétur Björgvin Þorsteinsson djákni. Kór Akureyrarkirkju leiðir söng, organisti verður Björn Steinar Sólbergsson og Sigríður Gunnarsdóttir meðhjálpari.

Lesa áfram …

sigridur.gunnarsdottir, 13/9 2005

Haustar á Hólum, vetraropnun kirkjunnar

Eins og endranær tekur hið daglega líf stakkaskiptum á Hólum í byrjun september. Ferðaþjónustan dregur saman seglin svo um munar og stúdentar fylla ganga gamla skólahússins. Ferðalöngum sem leggja leið sína í dalinn fækkar en alltaf eru þó nokkrir sem koma heim að Hólum. Dómkirkjan er einungis opin eftir samkomulagi og er fólki bent á að gera vart við sig tímanlega ef að það æskir þess að vitja kirkjunnar eða fá kirkjuleiðsögn. Hægt er að hafa samband við kirkjuvörð í síma 862 8293 eða ferðaþjónustuna á skrifstofutíma í síma 455 6300. Alla miðvikudaga og sunnudaga sem ekki er guðsþjónusta eru kvöldbænir lesnar klukkan 18 og eru allir velkomnir lengra sem skemmra að komnir.

Lesa áfram …

sigridur.gunnarsdottir, 8/9 2005

Líður að lokum sumars og lokun

Síðasta messa og siðustu tónleikar sumarsins voru um liðna helgi og því róleg helgi framundan. Eftir 1. september hættir kirkjuvörður að hafa viðveru í kirkjunni en þeir sem vilja sjá kirkjuna eftir mánðarmótin geta haft samband í síma 862 8293 og mun kirkjuvörður reyna að koma til móts við óskir gesta um sýningartíma. Föstudaginn 26. ágúst verður kirkjan lokuð milli 15-16 vegna brautskráningar Hólaskóla, háskólans á Hólum.

Lesa áfram …

sigridur.gunnarsdottir, 24/8 2005

Góð aðsókn í kvöldbænir

Yfir sumartímann eru kvöldbænir lesnar kl.18, alla rúmhelga daga í Hóladómkirkju. Þetta er annað sumarið sem þessi háttur er hafður á. Fylgt er einföldu lesformi sem allir geta tekið þátt í, lesinn ritningarlestur dagsins og sunginn kvöldsálmur, svo fremri sem fólk treystir sér til. Þátttaka í bænagjörðinni hefur verið með ágætum en þegar þetta er skrifað hafa á fimmta hundrað manns komið til kvöldbæna. Virðast ferðamenn, innlendir og erlendir, sem og heimamenn kunna vel að meta að setjast niður í lok dags og eiga samfélag í kirkjunni. Eftir 1. september verða kvöldbænir tvisvar í viku, miðvikudaga og þá sunnudaga sem ekki er guðsþjónusta í kirkjunni.

Einnig er ánægjulegt að greina frá mjög góðri messusókn í sumar. Sunnudaginn 21.ágúst verður síðasta messa þessa sumars og einnig síðustu tónleikar í tónleikaröð sumarsins.

sigridur.gunnarsdottir, 18/8 2005

Síðasta messa og tónleikar sumarsins um næstu helgi

Sunnudaginn 21.ágúst fáum við síðustu gesti sumarsins til guðsþjónustu við Hóladómkirkju. Sr. Magnús Magnússon sóknarprestur á Skagaströnd messar ásamt kór Skagastrandarkirkju. Organisti verður Anna María Guðmundsdóttir. Messað er kl.11 að venju.

Kammerkór Skagafjarðar syngur kl.14 undir stjórn skagfirðingsins Sveins Arnars Sæmundssonar. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

sigridur.gunnarsdottir, 17/8 2005

Sumardagskrá á Hólastað sumarið 2017

Guðsþjónustur kl. 14:00
Sumartónleikar kl.16:00
Aðgangur ókeypis

18. júní
Guðsþjónusta kl. 11:00
(Ath. breyttan tíma)
Sr. Dalla Þórðardóttir prófastur á Miklabæ messar og
Kirkjukór Silfrastaðakirkju syngur. Organisti Stefán R. Gíslason.
Kl. 14:00 (Ath. breyttan tíma) Lára Sóley Jóhannsdóttir og
Hjalti Jónsson leika og syngja saman á fiðlu og gítar.

25. júní. Messa kl. 14:00
Sr. Halla Rut Stefánsdóttir messar.
Tónleikar kl. 16:00
Guðný Guðmundsdóttir og
Gunnar Kvaran leika á fiðlu og cello.

2. júlí. Messa kl. 14:00
Tónleikar kl. 16:00
Kristjana Arngrímsdóttir og
Kristján Hjartarson syngja og leika á gítar.

9. júlí. Messa kl. 14:00
Sr. Sigríður Gunnarsdóttir messar,
kór Sauðárkrókskirkju syngur.
Organisti Rögnvaldur Valbergsson
Tónleikar kl. 16:00
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir organisti við Akureyrarkirkju leikur á orgel kirkjunnar.

16. júlí Messa kl. 14:00.
Tónleikar kl. 16:00
Hlíf Sigurjónsdóttir og Martin Frewer frá Canada leika á fiðlu og píano.

23. júlí Messa kl. 14:00.
Sr. Sigurður Ægisson messar
Tónleikar kl. 16:00
Bára Grímsdóttir og Chris Forster syngja þjóðlög og leika á gítar og langspil.

30. júlí. Messa kl. 14:00.
Sr. Ólafur Hallgrímsson messar.
Tónleikar kl. 16:00
Sólveig Thoroddsen Jónsdóttir og Sergio Coto Blanco leika á
ítalska barrokkhörpu, endurreisnarlútu og teorbu,

6. ágúst. Messa kl. 14:00.
Kristín Árnadóttir djákni predikar
Tónleikar kl. 16:00
Hafdís Vigfúsdóttir og Catherine Maria Stankiewicz leika á flautu og cello.

13. ágúst.
Hólahátíð með afar fjölbreyttri dagskrá í anda siðbótarársins. Nánar auglýst síðar.


Myndarlegt kirkjukaffi
“Undir Byrðunni” milli guðsþjónustu og tónleika.
Verð kr. 1400 – Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Sími kirkjuvarðar 895 9850.

Miðvikudagur

Kvöldbænir kl. 18:00 - 18:15

Dagskrá ...