Hóladómkirkja

 

Hólahátíð tókst vel

Nýliðin Hólahátíð tókst ljómandi vel, þó að veðrið hafi sett nokkurn strik í reikninginn. Alls tóku á fjórða hundrað manns í fjölbreyttri dagskrá.

Vigdís og vígslubiskupVigdís og vígslubiskup á Hólum

Lesa áfram …

sigridur.gunnarsdottir, 17/8 2005

Pílagrímagöngur n.k. laugardag

Hólahátíð er um næstu helgi. Laugardaginn 13. ágúst verða í tengslum við Hólahátíð, í fyrsta skipti gengnar pílagrímagöngur heim til Hóla úr tveimur áttum.

Lesa áfram …

sigridur.gunnarsdottir, 8/8 2005

Hólahátíð um næstu helgi

Dagskrá Hólahátíðar 12.-14.ágúst 2005

Föstudagur 12.

Kl. 20 Málþing um náttúrusiðfræði í Auðunarstofu.

Frummælendur verða dr. Einar Sigurbjörnsson, dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, dr. Jón Á. Kalmannsson og Þorvarður Árnason Ms. Umræðum stjórnar dr. Skúli Skúlason.

Málþingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir.

Laugardagur 13.

Lagt af stað í pílagrímagöngur

(sjá nánar frétt um pílagrímagöngur)

Kl. 9 Morgunsöngur í Dómkirkjunni

Kl. 12.30 Fetað í fótspor Guðmundar góða.

Gengið í Gvendarskál þar sem sungin verður pílagrímamessa við altari Guðmundar góða. (Ferðin tekur í heild 3-4 klst.)

Kl. 16.30 Tónleikar í Dómkirkjunni.

Trio in ein Fjord frá Noregi leikur norsk þjóðlög og dansa. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Kl. 18 Aftansöngur (vesper) í Dómkirkjunni.

Voces Thules syngja úr Þorlákstíðum. Tekið á móti göngulúnum pílagrímum.

Kl. 20 Grillveisla í Lautinni.

(Ef veður leyfir sem það eflaust gerir!)

Sunnudagur 14.

Kl. 9 Morgunsöngur í Dómkirkjunni.

Kl. 14 Hátíðarguðsþjónusta í Dómkirkjunni.

Sr. Pétur Þórarinsson prófastur í Laufási prédikar. Vígslubiskup þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Kammerkór Akraness syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar.

Kl. 16.30 Hátíðarsamkoma í Dómkirkjunni.

Frú Vigdís Finnbogadóttir flytur hátíðarræðu. Skáld Hólahátíðar, Ísak Harðarson les úr eigin verkum og Kammerkór Akraness syngur. Vígður verður nýr prósessíukross sem Leifur Breiðfjörð hannaði fyrir Hóladómkirkju.

sigridur.gunnarsdottir, 8/8 2005

Meiri fiðluleikur

Hjörleifur Valsson lék fyrir okkur á fiðlu sína af mikilli snilld á sunnudaginn var. Ekki spillti meðleikur Guðmundar Sigurðssonar, sem lék frábærlega á orgelið. Slógu þeir á létta strengi í lokin eftir mikið lófatak, og léku eigin tilbrigði við uppáhaldslag Hólamanna! Ríðum heim til Hóla.

Um næstu helgi ætlar Laufey Sigurðsrdóttir að spila fyrir okkur á fiðlu og Páll Eyjólfsson á gítar. Þetta er fimmta sumarið sem Laufey og Páll halda tónleika í Hóladómkirkju. Á efnisskrá þeirra á sunnudaginn eru m.a. verk eftir Pergolesi, Bach, Paganini, V-Lobos. Debussy ofl. Þau “hita upp” með stuttu prógrammi á föstudagskvöld kl 21 í Auðunarstofu. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Margrét Sigtryggsdóttir, 3/8 2005

Heimsóknir presta úr stiftinu

Heimsóknir presta úr stiftinu hafa gengið vel það sem af er sumri.

Undanfarin á hefur skapast sú hefð að prestar úr Hólastifti komi til skiptis heim til Hóla yfir sumatímann til að sjá um helgihald. Mælst er til þess að þeir sjái um söngmálin einnig og hafa flestir þeirra komið með sönghóp og organista með sér, sumir með heilu kórana. Þetta er mikil lyftistöng fyrir söfnuði Hóla- og Viðvíkursókna, og ánægja fyrir þá ferðamenn sem sækja staðinn heim.

Lesa áfram …

Margrét Sigtryggsdóttir, 3/8 2005

Verslunarmannahelgin á Hólum

Sunnudaginn 31. júlí kemur sóknarpresturinn á Ólafsfirði Sigríður Munda Jónsdóttir í heimsókn og syngur messu fyrir heimamenn og gesti. Félagar úr kór Ólafsfjarðarkirkju leiða safnaðarsöng undir stjórn organistans Ave Tonisson. Guðsþjónustan er kl 11.

Seinnipartinn fáum við að njóta fiðlusnillingsins Hjörleifs Valssonar og hins snjalla organista Guðmundar Sigurðssonar á tónleikunum í kirkjunni. Þeir eru að vanda kl 14 og aðgangur ókeypis. Allir eru hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Margrét Sigtryggsdóttir, 28/7 2005

Tónleikar Guðrúnar og Valgeirs

S.l. sunnudag héldu heiðurshjónin Guðrún Gunnarsdóttir söngkona og Valgeir Skagfjörð píanóleikari og lagasmiður tónleika í Hóladómkirkju. Um hundrað manns komu og hlýddu á.

http://www.kirkjan.is/holar/myndir/gudrung3.JPG

Guðrún Gunnarsdóttir

Lesa áfram …

sigridur.gunnarsdottir, 25/7 2005

Hólahátíð 2005

Hólahátíð verður haldin dagana 12. – 14. ágúst.

Heiðursgestur er frú Vigdís Finnbogadóttir

Lesa áfram …

Margrét Sigtryggsdóttir, 20/7 2005

Blásaratríó

Tvennir tónleikar voru haldnir á vegum Hólanefndar og Guðbrandsstofnunar um síðustu helgi. Hinir góðkunnu blásarar Eydís Franzdóttir óbóleikari, Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari og Ármann Helgason klarinettleikari léku bæði í kirkjunni og í Auðunarstofu sem hentar mjög vel til tónleikahalds.

Lesa áfram …

Margrét Sigtryggsdóttir, 19/7 2005

Kirkjan ómaði öll

Kirkjan ómaði af söng s.l. sunnudag. Það var kirkjukór Sauðárkrókskirkju sem leiddi sönginn í guðsþjónustunni. Hún var að þessu sinni í höndum sr. Guðbjargar Jóhannesdóttur. Fjölmenni var og eitt barn úr sveitinni borið til skírnar, sem jók enn á helgi stundarinnar.

Margrét Sigtryggsdóttir, 19/7 2005

Sumardagskrá á Hólastað sumarið 2017

Guðsþjónustur kl. 14:00
Sumartónleikar kl.16:00
Aðgangur ókeypis

18. júní
Guðsþjónusta kl. 11:00
(Ath. breyttan tíma)
Sr. Dalla Þórðardóttir prófastur á Miklabæ messar og
Kirkjukór Silfrastaðakirkju syngur. Organisti Stefán R. Gíslason.
Kl. 14:00 (Ath. breyttan tíma) Lára Sóley Jóhannsdóttir og
Hjalti Jónsson leika og syngja saman á fiðlu og gítar.

25. júní. Messa kl. 14:00
Sr. Halla Rut Stefánsdóttir messar.
Tónleikar kl. 16:00
Guðný Guðmundsdóttir og
Gunnar Kvaran leika á fiðlu og cello.

2. júlí. Messa kl. 14:00
Tónleikar kl. 16:00
Kristjana Arngrímsdóttir og
Kristján Hjartarson syngja og leika á gítar.

9. júlí. Messa kl. 14:00
Sr. Sigríður Gunnarsdóttir messar,
kór Sauðárkrókskirkju syngur.
Organisti Rögnvaldur Valbergsson
Tónleikar kl. 16:00
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir organisti við Akureyrarkirkju leikur á orgel kirkjunnar.

16. júlí Messa kl. 14:00.
Tónleikar kl. 16:00
Hlíf Sigurjónsdóttir og Martin Frewer frá Canada leika á fiðlu og píano.

23. júlí Messa kl. 14:00.
Sr. Sigurður Ægisson messar
Tónleikar kl. 16:00
Bára Grímsdóttir og Chris Forster syngja þjóðlög og leika á gítar og langspil.

30. júlí. Messa kl. 14:00.
Sr. Ólafur Hallgrímsson messar.
Tónleikar kl. 16:00
Sólveig Thoroddsen Jónsdóttir og Sergio Coto Blanco leika á
ítalska barrokkhörpu, endurreisnarlútu og teorbu,

6. ágúst. Messa kl. 14:00.
Kristín Árnadóttir djákni predikar
Tónleikar kl. 16:00
Hafdís Vigfúsdóttir og Catherine Maria Stankiewicz leika á flautu og cello.

13. ágúst.
Hólahátíð með afar fjölbreyttri dagskrá í anda siðbótarársins. Nánar auglýst síðar.


Myndarlegt kirkjukaffi
“Undir Byrðunni” milli guðsþjónustu og tónleika.
Verð kr. 1400 – Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Sími kirkjuvarðar 895 9850.

Laugardagur

Kl. 18 Kvöldbænir.

Dagskrá ...