Hóladómkirkja

 

Söngferðalag

Nær 40 manns úr Seljasókn voru í fylgdarliði sr. Bolla Péturs er hann messaði í Hóladómkirkju 10. júlí s.l.

Lesa áfram …

Margrét Sigtryggsdóttir, 19/7 2005

Sunnudagurinn 17. júlí

Guðsþjónustan kl 11 er í umsjá sr Guðbjargar Jóhannesdóttur sóknarprests á Sauðárkróki. Með henni í för verða félagar úr kirkjukór Sauðárkrókskirkju sem leiða safnaðarsönginn.

Tónleikarnir þennan dag eru helgaðir léttri klassískri tónlist innlendri sem erlendri. Eydís Franzdóttir, Hallfríður Ólafsdóttir og Ármann Helgason leika saman á óbó, flautu og klarinett. Þeir hefjast kl 14 og er aðgangur ókeypis.

Lesa áfram …

Margrét Sigtryggsdóttir, 11/7 2005

Fleiri góðir gestir á Hólum

Sunnudaginn 10. júlí eigum við von á heimsókn úr Reykjavík. Þá verða á ferð prestur og kór Seljakirkju og munu þau syngja messu auk þess að vera með tónleika í kirkjunni síðdegis.

Lesa áfram …

Margrét Sigtryggsdóttir, 7/7 2005

Ráðherraheimsókn

Menningarmálaráðherra Noregs hafði stutta viðdvöl á Hólastað ásamt fylgdarliði sínu mánudaginn 4. júlí á leið sinni um Norðurland. Valgerd Svarstad Haugland, sem var hér í boði Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra, óskaði sérstaklega eftir að fá að skoða Auðunarstofu, sem á “ættir sínar að rekja” til Noregs. < ?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" />

Lesa áfram …

Margrét Sigtryggsdóttir, 6/7 2005

“Fólkið þusti heim að Hólum”

Þessi ljóðlína sr Matthíasar áttu vel við mánudagskvöldið 4. júlí. Færri komust að en vildu þegar systkinin Ellen og Kristján Kristjánsbörn sungu og léku í Hóladómkirkju. < ?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" />

Lesa áfram …

Margrét Sigtryggsdóttir, 6/7 2005

Heimsókn úr Glaumbæ

Góðir grannar sáu um helgihaldið í Hóladómkirkju sunnudaginn 3. júlí. Sr Gísli Gunnarsson kom ásamt fríðu föruneyti, félögum úr kirkjukórum Glaumbæjar-og Reynisstaðarsókna og Víðimýrarsóknar sem sungu undir stjórn organistans Stefáns Gíslasonar

Margrét Sigtryggsdóttir, 6/7 2005

Nýr starfsmaður

Ungur skagfirskur guðfræðingur, Þorgeir Freyr Sveinsson, hefur verið ráðinn til starfa við Hóladómkirkju.

Lesa áfram …

Margrét Sigtryggsdóttir, 6/7 2005

Pílagrímagöngur heim að Hólum

Nú ættu gönguhrólfar og önnur sem hafa áhuga á útivist og hreyfingu að leggja við eyrun. Þann 13. ágúst n.k. verða gengnar tvennar pílagrímagöngur heim að Hólum.

Pílagrímagöngur er ekki nýjar af nálinni á Íslandi. Fyrr á öldum lagði fólk ótrúlegar veglengdir að baki í slíkum göngum. Þau allra hörðustu eins og Guðríður Þorbjarnardóttir sem bjó í Glaumbæ fyrir um 10.öldum, gekk alla leið suður til Rómar. Flest létu sér nægja að ganga styttri vegalengdir og sækja helga staði innanlands heim. Máltækið ,,að fara heim að Hólum” varð til á dögum Jóns helga Ögmundarsonar fyrsta Hólabiskups en hann hvatti fólk til að vitja Hóladómkirkju reglulega. Enn er endurnærandi fyrir líkama og sál að koma heim að Hólum. Því hefur verið ákveðið að efna til pílagrímaganga til Hóla, í tengslum við Hólahátíð sem fer fram dagana 12.-14. ágúst.

Lesa áfram …

sigridur.gunnarsdottir, 4/7 2005

Guðsþjónusta og tónleikar KK og Ellenar

Nú er sumarið komið í allri sinni dýrð og sífellt fleiri leggja leið sína heim að Hólum. Síðast liðinn sunnudag tóku um 70 manns þátt í dagskrá kaþólska dagsins. Að þessu sinni var hann tileinkaður Guðmundi góða, þeim víðfræga og umdeilda manni. Þetta er þriðja árið sem kaþólski dagurinn er haldinn og hefur hann þegar skipað sér fastan sess, síðustu helgina í júní. Um næstu helgi er enn von á góðum gestum heim að Hólastað. Fyrst ber að telja séra Gísla Gunnarsson sóknarprest í Glaumbæ, ásamt kór Glaumbæjarprestakalls. Strax eftir helgina koma söngvasystkinin Ellen og KK.

Lesa áfram …

sigridur.gunnarsdottir, 30/6 2005

Kaþólski dagurinn á Hólum

Þann 26. júní næstkomandi verður haldinn hinn árlegi kaþólski dagur á Hólum. Að þessu sinni verður hann tileinkaður Guðmundi góða Arasyni, Hólabiskupi 1203-1237.

Lesa áfram …

sigridur.gunnarsdottir, 21/6 2005

Sumardagskrá á Hólastað sumarið 2017

Guðsþjónustur kl. 14:00
Sumartónleikar kl.16:00
Aðgangur ókeypis

18. júní
Guðsþjónusta kl. 11:00
(Ath. breyttan tíma)
Sr. Dalla Þórðardóttir prófastur á Miklabæ messar og
Kirkjukór Silfrastaðakirkju syngur. Organisti Stefán R. Gíslason.
Kl. 14:00 (Ath. breyttan tíma) Lára Sóley Jóhannsdóttir og
Hjalti Jónsson leika og syngja saman á fiðlu og gítar.

25. júní. Messa kl. 14:00
Sr. Halla Rut Stefánsdóttir messar.
Tónleikar kl. 16:00
Guðný Guðmundsdóttir og
Gunnar Kvaran leika á fiðlu og cello.

2. júlí. Messa kl. 14:00
Tónleikar kl. 16:00
Kristjana Arngrímsdóttir og
Kristján Hjartarson syngja og leika á gítar.

9. júlí. Messa kl. 14:00
Sr. Sigríður Gunnarsdóttir messar,
kór Sauðárkrókskirkju syngur.
Organisti Rögnvaldur Valbergsson
Tónleikar kl. 16:00
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir organisti við Akureyrarkirkju leikur á orgel kirkjunnar.

16. júlí Messa kl. 14:00.
Tónleikar kl. 16:00
Hlíf Sigurjónsdóttir og Martin Frewer frá Canada leika á fiðlu og píano.

23. júlí Messa kl. 14:00.
Sr. Sigurður Ægisson messar
Tónleikar kl. 16:00
Bára Grímsdóttir og Chris Forster syngja þjóðlög og leika á gítar og langspil.

30. júlí. Messa kl. 14:00.
Sr. Ólafur Hallgrímsson messar.
Tónleikar kl. 16:00
Sólveig Thoroddsen Jónsdóttir og Sergio Coto Blanco leika á
ítalska barrokkhörpu, endurreisnarlútu og teorbu,

6. ágúst. Messa kl. 14:00.
Kristín Árnadóttir djákni predikar
Tónleikar kl. 16:00
Hafdís Vigfúsdóttir og Catherine Maria Stankiewicz leika á flautu og cello.

13. ágúst.
Hólahátíð með afar fjölbreyttri dagskrá í anda siðbótarársins. Nánar auglýst síðar.


Myndarlegt kirkjukaffi
“Undir Byrðunni” milli guðsþjónustu og tónleika.
Verð kr. 1400 – Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Sími kirkjuvarðar 895 9850.

Laugardagur

Kl. 18 Kvöldbænir.

Dagskrá ...