Ísafjarðarkirkja

 

Guðsþjónusta á Hlíf

Sunnudaginn 25. september kl. 14:00 verður guðsþjónusta á Hlíf.  Kór Ísafjarðarkirkju syngur.  Organisti er Tuuli Rähni og prestur sr. Magnús Erlingsson.  Eftir messuna verður boðið upp á kaffisopa.  Það eru allir velkomnir í þessa guðsþjónustu.

Magnús Erlingsson, 21/9 2016

Kirkjuskólinn í Hnífsdal er farinn af stað

Kirkjuskólinn í Hnífsdalskapellu hófst mánudaginn 19. september.  Samverurnar eru klukkan fimm og byggjast þær upp á söng, fræðslu og helgihaldi.  Umsjón með starfinu hafa þeu Ása María Guðmundsdóttir og sr. Magnús Erlingsson.

Magnús Erlingsson, 18/9 2016

Fermingarfræðslan er hafin

Fermingarfræðslan í safnaðarheimili Ísafjarðarkirkju hófst mánudaginn 19. september.  Nánari upplýsingar eru hér neðar á þessari síðu.  Hægt er að srká sig með því að senda tölvupóst á netfang kirkjunnar, isafjardarkirkja@simnet.is eða hringja í síma 844-7153.

Magnús Erlingsson, 17/9 2016

Héraðsfundur á Hólmavík

Sunnudaginn 18. september var ekki messað í Ísafjarðarprestakalli vegna héraðsfundar Vestfjarðaprófastsdæmis.  Þann dag hittust prestar og sóknarnefndarfólk af öllum Vestfjörðum á Hólmvík til ræða saman um málefni kirkjunnar.  Fundurinn hófst með guðsþjónustu í Staðarkirkju, Steingrímsfirði.

Magnús Erlingsson, 16/9 2016

Barnastarfið er hafið

Miðvikudaginn 14. september hófst barnastarf kirkjunnar í Ísafjarðarsókn.

Klukkan hálf fimm (kl. 16:30) á miðvikudögum er kirkjuskóli barnanna í Ísafjarðarkirkju.  Þetta eru samverur fyrir börn í leikskóla og yngri bekkjum grunnskólans.  Samverurnar byggjast á söng, sögum, brúðuleikhúsi og einföldu helgihaldi.  Hver samveru lýkur með litastund þar sem borin er fram hressing.

Klukkan hálf sex (kl. 17:30) á miðvikudögum er krakkaklúbbur í Ísafjarðarkirkju.  Það er starf fyrir 10-12 ára gömul börn.  Hver samvera hefst með söng og biblíufræðslu.  Síðan eru leikir, föndur og önnur dagskrá.

Umsjón með barnastarfi kirkjunnar á Ísafirði hafa þau Árný Herbertsdóttir, Lísbet Harðardóttir og sr. Magnús Erlingsson.

Magnús Erlingsson, 14/9 2016

Skráning í fermingarfræðslu

Hægt er að skrá sig í fermingarfræðslu í Ísafjarðarkirkju með því að senda tölvupóst á netfangið isafjardarkirkja@simnet.is

Í tölvupóstinum þarf að koma fram fullt nafn fermingarbarns, heimilisfang og kenntala.  Einnig nöfn foreldra.  Síðan þarf að velja sér fræðsluhóp.  Boðið er upp á þrjár tímasetningar:

Á mánudögum kl. 13:15

Á mánudögum kl. 14:45

Á fimmtudögum kl. 13:15

Vinsamlegast látið vita ef engin af eftirfarandi tímasetningum hentar.  Reynt verður að finna lausn á því.

Nánari upplýsingar veitir sr. Magnús Erlingsson í síma 456-3171 eða 844-7153.  Sá einnig hér fyrir neðan.

Fermingarfræðslan er í safnaðarheimili Ísafjarðarkirkju.  Það verður notað fermingarkverið Con Dios.  Fermingarbörnin fá kverið að láni hjá kirkjunni en þurfa að skila því heilu næsta vor.  Í nóvember verðum við með samélagsverkni og þá ganga fermingarbörn í hús og safna fyrir hreinu vatni en Hjálparstarf kirkjunnar hefur unnið að því á undanförnum árum að grafa brunna í Afríku til að tryggja fólki hreint vatn, sem er undirstaða heilbrigðis.  Eina helgi í október verður farið í sólarhringslangt ferðalag.

Fermingarfræðslan byggist upp á vikulegum kennslustundum í safmarheimilinu yfir heilan vetur. Hver kennslustund er 45 mínútur og ætlast er til að nemendur mæti í alla tíma.  Meðferðis í fræðslutímana þurfa börnin að hafa skriffæri, lausblaðamöppu, Nýja testamentið og svo auðvitað fermingarkverið.

Í október verður haldinn sérstakur kvöldfundur með foreldrum.  Á þeim fundi verður rætt um hugsanlega fermingardaga og í framhaldi af því verða fermingardagar vorsins ákveðnir.

Magnús Erlingsson, 12/9 2016

Guðsþjónusta annan sunnudag í september

Sunnudaginn 11. september kl. 11:00 var guðsþjónusta í Ísafjarðarkirkju.  Kór Ísafjarðarkirkju söng.  Organisti var Tuuli Rähni.  Prestur var sr. Magnús Erlingsson og predikaði hann með hjálp loðmyndatöflu.  Víða var komið við í predikuninni en rauði þráðurinn var sá að fólk skyldi treysta Guði fyrir framtíðinni og aldrei missa vonina um að allir hlutir gætu færst til betri vegar.

Magnús Erlingsson, 8/9 2016

Sókn og samfélag

Sóknarkirkjurnar um land allt hafa í þúsund ár vitnað um Jesú Krist og markað eyktir mannlífsins og signt krossgötur ævinnar. Ísafjarðarsókn er ein af sóknum Þjóðkirkjunnar. Hún er samfélag þeirra, sem vilja tilheyra Jesú Kristi og búsettir eru í Hnífsdal og á Ísafirði. Með helgihaldi sínu vill Ísafjarðarkirkja stuðla að uppeldi í trú og veita fólki leiðsögn og stuðning. Í Ísafjarðarsókn er boðið upp á fjölbreytt safnaðarstarf og er það kynnt hér á síðunni.

Magnús Erlingsson, 5/9 2016

Fyrsta guðsþjónusta haustsins

Sunnudaginn 4. september kl. 11:00 var guðsþjónusta í Ísafjarðarkirkju.  Kór Ísafjarðarkirkju söng.  Organisti var Tuuli Rähni.  Prestur var sr. Magnús Erlingsson.

Það er oft sama fólkið sem sækir messur.  Síðan mæta líka fermingarbörnin og foreldrar þeirra.  Ein breyting hefur orðið á þessu ári en hún er sú að núna koma iðulega einhverjir ferðamenn í guðsþjónustuna.  Þeir skilja að vísu ekki orð prestsins, sem talar íslensku en hafa á orði að tónlistin sé falleg.  Söngur er nefnilega alþjóðlegt fyrirbæri.

Magnús Erlingsson, 1/9 2016

Hvað er Þjóðkirkjan?

Þjóðkirkjan er frjálst og sjálfstætt trúfélag. Allir landsmenn geta tilheyrt henni. Þéttriðið net sókna um land allt tryggir að þjónusta kirkjunnar nái til landsmanna allra. Hver sá er tilheyrir þjóðkirkjunni greiðir sóknargjald til þeirrar sóknar þar sem lögheimili hans er og hefur öll réttindi innan hennar. Þjóðkirkjan er opin öllum, allir eiga aðgang að þjónustu hennar og eru ekki krafðir um trúarafstöðu.

Magnús Erlingsson, 1/9 2016

Ísafjarðarkirkja er evangelísk lútersk kirkja.
Sóknarprestur er sr. Magnús Erlingsson. Sími prestsins er 844-7153.
Kirkjuþjónn og kirkjugarðsvörður er Elvar Ingason. Sími 456-3560.

Sunnudagur

Í Ísafjarðarkirkju er alla jafnan messað á sunnudögum kl. 11:00.

Dagskrá ...