Ísafjarðarkirkja

 

Messa og aðalsafnaðarfundur

Sunnudaginn 29. maí kl. 11:00 var messa í Ísafjarðarkirkju.  Kór Ísafjarðarkirkju söng.  Organisti var Hulda Bragadóttir en prestur var sr. Magnús Erlingsson.  Predikuarefnið var dæmisagan um ríka manninn og Lasarus.

Eftir messuna var boðið upp á gómsæta og holla súpu í safnaðarheimilinu.  Síðan var haldinn aðalsafnaðarfundur Ísafjarðarsóknar.  Formaður sóknarnefndar Björn Baldursson flutti skýrslu stjórnar þar sem farið var yfir helstu þætti í starfi safnaðarins og greint frá því að ráðist hefði verið í umfangsmikla viðgerð á orgeli kirkjunnar.  Björn þakkaði Huldu Bragadóttir fyrir góð störf hennar í þágu sóknarinnar en hún hefur verið organisti sóknarinnar í 22 ár.  Hulda hefur nú sagt upp störfum en hún hefur ákveðið að flytja suður.

Gjaldkeri sóknarinnar Bjarni Jóhannsson lagði fram reikninga kirkjugarðanna og reikninga sóknarinnar.  Rekstur kirkjugarðanna var í plús en halli var á rekstri sóknarinnar.

Undir liðnum önnur mál var rætt um mikinn fjölda ferðamanna, sem heimsækja Ísafjarðarkirkju á sumrin.  Mikill umgangur kallar á aukin þrif en eins er líka nauðsynlegt að hafa gæslu í kirkjunni.  Eigi kirkjan að vera opin þá þarf að ráða starfsfólk til að sinna því.  Samþykkt var að taka upp gjaldtöku þegar fólk vill skoða kirkjuna.

Magnús Erlingsson, 25/5 2016

Guðsþjónusta á sjúkrahúsinu

Á hvítasunnudag kl. 15:30 var guðsþjónusta í kapellu sjúkrahússins.  Prestur var sr. Magnús Erlingsson en organisti Hulda Bragadóttir.

Magnús Erlingsson, 17/5 2016

Tvær fermingarmessur á hvítasunnunni

Á hvítasunnudag, 15. maí var fermingarmessa í Hnífsdalskapellu kl. 11:00.  Þrjú börn fermdust.  Prestur var sr. Magnús Erlingsson en organisti Hulda Bragadóttir.  Kór Ísafjarðarkirkju söng.

Á hvítasunnudag, 15. maí var fermingarmessa í Ísafjarðarkirkju kl. 14:00.  Ellefu börn fermdust.  Prestur var sr. Magnús Erlingsson en organisti Hulda Bragadóttir.  Kór Ísafjarðarkirkju söng.

Magnús Erlingsson, 10/5 2016

Messa á mæðradaginn

Á mæðradaginn, sunnudagin 8. maí kl. 11:00 var messa í Ísafjarðarkirkju.  Kór Ísafjarðarkirkju söng.  Prestur var sr. Magnús Erlingsson.  Einn piltur fermdist í messunni.

Magnús Erlingsson, 6/5 2016

Ísafjarðarsókn auglýsir eftir organista og kórstjóra

Óskum eftir að ráða organista til starfa í Ísafjarðarsókn frá og með 1. september 2016.

Um er að ræða 65% starf við orgelleik og kórstjórn í Ísafjarðarkirkju og Hnífsdalskapellu.

Kóræfingar kirkjukórsins eru einu sinni í viku.

Orgelið í Ísafjarðarkirkju er 23 radda orgel frá Bruhn & Søn og var sett upp 1995.

Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi menntun og reynslu í orgelleik sem og kórstórn. Reynsla af fjölbreyttu tónlistarstarfi er kostur. Umsækjandi þarf að búa yfir hæfni í mannlegum samskiptum og geta sýnt sveigjanleika í starfi.

Starfskjör, réttindi og skyldur eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Þjóðkirkjunnar og FÍO/organistadeildar FÍH.

Umsóknum ásamt afritum af prófskírteinum og ferilskrá skal skila eigi síðar en 18. maí 2016 og umsóknir skulu sendast til: Ísafjarðarkirkja, Sólgötu 1, 400 Ísafjörður.

Að öðru leyti vísast til starfsreglna um organista nr. 823/1999 Frekari upplýsingar um starfið veita sóknarprestur sr. Magnús Erlingsson, s: 4563171 og formaður sóknarnefndar, Björn Baldursson, s: 8484878.

Sóknarnefndin.

Magnús Erlingsson, 5/5 2016

Fermingar í maímánuði

Ísafjarðarkirkju sunnudaginn 8. maí kl. 11:00

Davíð Hjaltason, Fagraholti 12, 400 Ísafirði

Hnífsdalskapellu á hvítasunnudag 15. maí kl. 11:00

Camilla Rósey Thorarensen, Garðavegi 4, 410 Hnífsdal

Helgi Hrannar Guðmundsson, Skólavegi 11 , 410 Hnífsdal

Sigurlaug Brynja Rögnvaldsdóttir, Strandgötu 7a , 410 Hnífsdal

Ísafjarðarkirkju á hvítasunnudag 15. maí kl. 14:00

Ásgeir Óli Kristjánsson, Urðarvegi 70, 400 Ísafirði

Birgir Goði Sveinsson, Hrauntungu 4, 400 Ísafirði

Eva Marín Jónsdóttir, Hrauntungu 2, 400 Ísafirði

Guðmundur Elías Helgason, Sindragötu 4, 400 Ísafirði

Hilmar Már Stefánsson, Dalbraut 1a, 410 Hnífsdal

Ívar Breki Helgason, Móholti 6, 400 Ísafirði

Lilja Ósk Ragnarsdóttir, Stakkanesi 16, 400 Ísafirði

María Luisa Inga Ribeiro, Fjarðarstræti 7, 400 Ísafirði

Marta Sóley Hlynsdóttir, Pollgötu 4, 400 Ísafirði

Svava Rún Steingrímsdóttir, Stórholti 7, 400 Ísafirði

Una Salvör Gunnarsdóttir, Seljalandsvegi 56, 400 Ísafirði

Ísafjarðarkirkju á sjómannadag 5. júní kl. 14:00

Arnar Áki Sigurðsson, Skógarbraut 3a, 400 Ísafirði

Dagbjört Ósk Jónhannsdóttir,  Góuholti 3, 400 Ísafirði

Guðmundur Arnar Svavarsson, Seljalandsvegi 75, 400 Ísafirði

Guðný Ósk Sigurðardóttir, Skipagötu 10, 400 Ísafirði

Lilja Dís Kristjánsdóttir, Smiðjugötu 9,400 Ísafirði

Thelma María Heiðarsdóttir, Kjarrholti 1, 400 Ísafirði

Ísafjarðarkirkju sunnudag 12. júní kl. 11:00

Alexander Leon Kristjánsson, Mjallargötu 1, 400 Ísafirði

Ásthildur Fanndís Steingrímsdóttir, Seljalandsvegi 68, 400 Ísafirði

Jakob Jón Jónsson, Dalbraut 5, 410 Hnífsdal

Ísafjarðarkirkju laugardag 18. júní kl. 11:00

Bryndís Natcha Chaemram, Fjarðarstræti 27a, 400 Ísafirði

Phakhawat Janthawong, Skógarbraut 3, 400 Ísafirði

Rebekka Skarphéðinsdóttir, Stórholti 9, 400 Ísafirði

Þuríður Kristín Þorsteinsdóttir, Seljalandsvegi 73, 400 Ísafirði

Kópavogskirkju sunnudaginn 8. maí

  • Dagný Björg Snorradóttir, Miðtúni 19, 400 Ísafirði

Magnús Erlingsson, 5/5 2016

Messa á uppstigningardag 5. maí

Á uppstigningardag, fimmtudaginn 5. maí kl. 14:00 var guðsþjónusta í Ísafjarðarkirkju.  Kór Ísafjarðarkirkju söng.  Organisti var Hulda Bragadóttir en prestur var sr. Magnús Erlingsson.

Uppstigningardagur er dagur eldri borgara í kirkjunni.  Eldri borgarar fjölmenntu til guðsþjónustuna.  Að guðsþjónustu lokinni bauð Kvenfélag Ísafjarðarkirkju upp á kaffi og með því í safnaðarheimilinu.

Magnús Erlingsson, 1/5 2016

Mátun fermingarkyrtla

Þau ungmenni, sem ráðgera það að fermast í Ísafjarðarkirkju í maí og júni, eru beðin um að mæta í safnaðarheimili Ísafjarðarkirkju mánudaginn 2. maí milli klukkan fjögur og fimm til að máta fermingarkyrtla.  Mátunin fer fram uppi á annarri hæð safnaðarheimilisins.

Mátun fyrir þau börn, sem fermast í Hnífsdalskapellu á hvítasunnudag verður auglýst síðar.

Magnús Erlingsson, 29/4 2016

Messa á 1. maí

Sunnudaginn 1. maí kl. 11:00 var messa í Ísafjarðarkirkju.  Kór Ísafjarðarkirkju söng.  Organisti var Hulda Bragadóttir.  Prestur var sr. Magnús Erlingsson og fjallaði hann í predikun sinni um tengsl trúar og efnahagslífs.

Magnús Erlingsson, 27/4 2016

Organistanám á Ísafirði

Undanfarna tvo vetur hefur Tónskóli þjóðkirkjunnar boðið upp á nám í kirkjutónlist fyrir organista á Vestfjörðum.  Námið fer fram á Ísafirði og er það tvíþætt.  Í fyrsta lagi hefur Björn Steinar Sólbergsson organisti Hallgrímskirkju komið vestur í hverjum mánuði og kennt á orgel Ísafjarðarkirkju.  Síðan hefur Beata Joó fyrrum organisti Ísafjarðarkirkju og kennari við Tónlistarskólann á Ísafirði séð um að kenna nemendum kórstjórn.

Umrætt nám er nýjung hér fyrir vestan.  Án efa verður það lyftistöng fyrir tónlistarlíf hér í kirkjunum.

Magnús Erlingsson, 27/4 2016

Ísafjarðarkirkja er opin virka daga frá kl. 12 til 16. Sóknarprestur er sr. Magnús Erlingsson. Sími prests er 456-3171.

Kirkjuþjónn er Elvar Ingason. Sími 456-3560.

Þriðjudagur

Viðtalstími prests er milli 11 og 12. Skrifstofan er uppi á 2. hæð safnaðarheimilisins, gengið inn frá Sólgötu. Síminn er 456-3171.
Fundur hjá æskulýðsfélaginu kl. 20:00.

Dagskrá ...