Ísafjarðarkirkja

 

Messa í Unaðsdal

Sunnudaginn 23. júlí kl. 14:00 verður messa í Unaðsdalskirkju á Snæfjallaströnd.  Organisti er Kjartan Sigurjónsson en prestur sr. Magnús Erlingsson.

Magnús Erlingsson, 13/7 2017

Sumarstarf í kirkjugörðunum

Okkur vantar annan starfsmann til að vinna í kirkjugörðunum.  Starfið felst í því að raka saman hey, kantskera, raka gangstíga og mála vegg auk annarra útiverka.  Ef þú hefur áhuga þá skalt hringja í sóknarprestinn í síma 844-7153.

Magnús Erlingsson, 30/6 2017

Sjómannadagsguðsþjónusta á Ísafirði

Á sjómannadaginn, sunnudaginn 11. júní kl. 11:00 var guðsþjónusta í Ísafjarðarkirkju.  Kór sjómanna söng.  Organisti var Tuuli Rähni en prestur sr. Magnús Erlingsson.  Ragnheiður Hákonardóttir flutti ræðu.  Þær ræddi hún meðal annars um stöðu sjómannskonunnar og mikilvægi sjávarútvegs fyrir íslenska þjóð.  Einnig rifjaði hún gamla sjóferðabæn úr Djúpinu.

Að guðsþjónustu lokinni var lagður blómsveigur að minnismerki sjómanna og minnst látinna félaga.

Magnús Erlingsson, 7/6 2017

Sjómannadagsguðsþjónusta í Hnífsdal

Á sjómannadaginn, sunnudaginn 11. júní kl. 9:30 var guðsþjónusta í Hnífsdalskapellu.  Kór sjómanna söng.  Organisti var Tuuli Rähni en prestur sr. Magnús Erlingsson.  Í predikun sinni ræddi presturinn meðal annars um sjókvíaeldi.

Að guðsþjónustu lokinni var gengið út í Hnífsdalskirkjugarð, lagður blómsveigur að styttu sjómannsins og minnst látinna sjómanna.

Magnús Erlingsson, 6/6 2017

Málstofa og sýning í Edinborgarhúsinu

Í tilefni þess að út eru komin þrjú ný bindi – hið tuttugasta og sjötta, sjöunda og áttunda – í ritröðinni Kirkjur Íslands býður Minjastofnun Íslands, Þjóðminjasafn Íslands, Biskupsstofa og Hið íslenska bókmenntafélag til málstofu og opnun sýningar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 13. júní kl. 14:00.

Friðaðar kirkjur í Vestfjarðaprófastsdæmi

Dagskrá:

1.      Þorsteinn Gunnarsson arkitekt og ritstjóri:

            Kirkjur Íslands.

2.      Elísabet Gunnarsdóttir arkitekt:

            Kirkjur Rögnvaldar Á. Ólafssonar arkitekts á Vestfjörðum.

3.      Guðmundur L. Hafsteinsson arkitekt á Þjóðminjasafni Íslands:

            Kirkjur og bænhús í eyðibyggðum.

4.      Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður:

            Gripir í kirkjum hins gamla Barðastrandarprófastsdæmis.

5.      Séra Guðrún Edda Gunnarsdóttir:

            Gripir í fimm kirkjum í hinu gamla Vestur-Ísafjarðarprófastsdæmi.

6.      Guðmundur Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri kirkjugarðaráðs:

            Um kirkjugarða á Vestfjörðum.

Að málstofunni lokinni mun séra Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, opna sýningu um kirkjur, gripi og minningarmörk, sem byggir á ritverkinu.

Fundarstjóri er séra Magnús Erlingsson prófastur.

Kirkjur Íslands er grundvallarrit um friðaðar kirkjur á Íslandi þar sem horft er á þær frá sjónarhóli byggingarlistar, stílfræði og þjóðminjavörslu. Í máli og myndum er fjallað um kirkjurnar sjálfar ásamt kirkjugripum og minningarmörkum. Kirkjur Íslands eru vandaðar og glæsilegar bækur sem opna sýn inn í mikilvægan þátt í íslenskri menningarsögu. Til útgáfunnar var stofnað í tilefni af 1000 ára afmæli kristnitöku á Íslandi. Áætlað er að bókaflokkurinn verði 29 bindi og útgáfunni ljúki 2018.

Í bindunum þremur, sem nú koma út, er fjallað um 28 friðaðar kirkjur í Vestfjarðaprófastsdæmi. Bindin eru prýdd fjölda ljósmynda, sem Ívar Brynjólfsson ljósmyndari Þjóðminjasafns hefur tekið, og teikningum af kirkjunum 28.

Að útgáfunni standa Minjastofnun Íslands, Þjóðminjasafn Íslands og Biskupsstofa. Meðútgefandi og dreifingaraðili er Hið íslenska bókmenntafélag.

Verið velkomin til málstofu og opnunar sýningar þriðjudaginn 13. júní klukkan 14:00 í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.

Magnús Erlingsson, 5/6 2017

Prófasturinn var í Wittenberg

Prestastefna Íslands var að þessu sinni haldin í Wittemberg í Þýskalandi dagana 6. til 9. júní.  Ástæða þessarar staðsetningar var sú að í ár eru liðin 500 ár síðan að Marteinn Lúter hóf siðbót sína.  En hún hófst með því að hann negldi upp á dyr hallarkirkjunnar í Wittemberg mótmæli við framferði katólsku kirkjunnar.  Prófasturinn, sr. Magnús Erlingsson fór einn presta héðan af Vestfjörðum í þessa pílagrímsför.  Nokkrir aðrir presar úr hinum átta prófastsdæmum landsins voru einnig þarna í Wittenberg ásamt íslenskum biskupum.  Prestastefnan hófst með messu í hallarkirkjunni í Wittenberg.  Þýskir prófessorar fluttu fyrirlestra um Martein Lúter og guðfræði hans.  Einnig var farið í skoðunarferð til Torgau.

Magnús Erlingsson, 5/6 2017

Hvítasunnumessa á Ísafirði

Á hvítasunnudag, 4. júní kl. 14:00 var messa í Ísafjarðarkirkju.  Kór Ísafjarðarkirkju söng.  Organisti var Tuuli Rähni en prestur sr. Magnús Erlingsson.  Sjö börn fermdust í athöfninni.  Það voru þau Daði Rafn Ómarsson, Hrafnhildur Guðný Njálsdóttir, Orri Daníel Llorens Katrínarson, Rósbjörg Edda Rúnarsdóttir, Sara Emily Newman, Sigurður Bjarni Kristinsson og Sveinbjörn Orri Heimisson.

Magnús Erlingsson, 2/6 2017

Hvítasunnumessa í Hnífsdalskapellu

Á hvítasunnudag 4. júní kl. 11:00 var messa í Hnífsdalskapellu.  Sönghópur leiddi almennan safnaðarsöng.  Organisti var Tuuli Rähni en prestur sr. Magnús Erlingsson.  Ein stúlka, Júlíana Lind Jóhannsdóttir fermdist í messunni.

Magnús Erlingsson, 2/6 2017

Aðalfundur Kirkjugarðasambandsins var á Ísafirði

Aðalfundur Kirkjugarðasambands Íslands var haldinn laugardaginn 3. júní í safnaðarheimili Ísafjarðarkirkju.  Fundurinn hófst kl. 09:00 og stóð til kl. 15:00.   Flutt var skýrsla formanns og stjórnar KGSÍ.  Síðan voru lagðir fram reikningar og kosið til stjórnar.  Þá voru flutt þrjú fróðleg erindi:
1. Erindi Guðmundar Rafns Sigurðssonar um kirkjugarða á Vestfjörðum.
2. Erindi Kára Aðalsteinssonar um kirkjugarða á Norðurlöndum og Íslandi, gróður og skiplag.
3. Erindi Erlu Bryndísar Kristjánsdóttur um gamla kirkjugarðurinn á Ísafirði.

Magnús Erlingsson, 1/6 2017

Spaghettí-messa og fyrirlestur um Jesú-jóga

Sunnudaginn 28. maí kl. 11:00 var spaghettímessa í Ísafjarðarkirkju.  Dr. Grétar Halldór Gunnarsson predikaði en eftir messuna var hann með fyrirlestur um Jesú-jóga eða veg Krists í ljósi annarra trúarhefða í safnaðarheimilinu.  Kvenfélagskonur bjuðu upp á spaghettí í hádeginu.

Dr. Grétar Halldór Gunnarsson er prestur í Grafarvogskirkju í Reykjavík.  Hann á ættir sínar að rekja hingað vestur á Ísafjörð.  Hann er barnabarn Halldórs Hermannssonar og Katrínar Gísladóttur.

 

Magnús Erlingsson, 26/5 2017

Ísafjarðarkirkja er evangelísk lútersk kirkja.
Sóknarprestur er sr. Magnús Erlingsson. Sími prestsins er 844-7153. Netfang hans er isafjardarkirkja@simnet.is.
Kirkjuþjónn og kirkjugarðsvörður er Elvar Ingason. Sími 456-3560.

Þriðjudagur

Viðtalstími prests er milli 11 og 12. Skrifstofan er uppi á 2. hæð safnaðarheimilisins, gengið inn frá Sólgötu. Síminn er 456-3171.
Fundur hjá æskulýðsfélaginu kl. 20:00.

Dagskrá ...