Ísafjarðarkirkja

 

Jarðarför á laugardag

Laugardaginn 4. mars kl. 14:00 verður Ásgeir Guðbjartsson jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju.

Ásgeir Guðbjartsson var lengst af skipstjóri á Guðbjörginni.  Hann var fengsæll skipstjóri og mikil aflakló.

Magnús Erlingsson, 1/3 2017

Gullna reglan

Í hverju er gott siðferði fólgið?  Hvernig á ég að koma fram við aðra?  Líklega hefur enginn svarað þessu betur en Jesús Kristur í Fjallræðunni þegar hann segir í 12. vesinu í sjöunda kafla Matteusarguðspjalls:

Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.

Magnús Erlingsson, 20/2 2017

Guðsþjónusta á Biblíudaginn

Sunnudaginn 19. febrúar kl. 11:00 var guðsþjónusta í Ísafjarðarkirkju.  Kór Ísafjarðarkirkju söng.  Organisti var Tuuli Rähni en prestur sr. Magnús Erlingsson.  Í ræðu sinni fjallaði presturinn um tengsl Biblíunnar við kvennabaráttu og hversu róttækur boðskapur Jesú Krists hefði verið þegar hann kom fram.  Fámennt var en góðmennt við þessa guðsþjónustu.

Magnús Erlingsson, 15/2 2017

Litla Biblían

Ef draga ætti boðskap Biblíunnar saman í eina setningu þá væri nærtækast að benda á 16. versið í þriðja kafla Jóhennesarguðspjalls.  Þetta vers hefur stundum verið nefnt Litla Biblían og það hljóðar svo:

Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.

Magnús Erlingsson, 15/2 2017

Messa 12. febrúar

Sunnudaginn 12. febrúar kl. 11:00 var messa í Ísafjarðarkirkju.  Kór Ísafjarðarkirkju söng.  Organisti var Tuuli Rähni en prestur sr. Magnús Erlingsson.  Guðspjall dagsins var dæmisagan um talenturnar.

Magnús Erlingsson, 9/2 2017

Kvenfélag stofnað af karli

Kvenfélag Ísafjarðarkirkju á sér merka sögu.  Það var stofnað þann 17. maí árið 1960.  Einn helsti hvatamaðurinn að stofnun þess var organisti kirkjunnar, Jónas Tómasson.  Frá upphafi hefur markmið félagsins verið að treysta innviði kirkjunnar og efla safnaðarstarfið.  Stofnfundinn sóttu 32 konur.  Á stofnfundinum var ekki aðeins rætt um vantanlega strarfssemi kvenfélagsins heldur var varpað upp þeirri hugmynd að stofna æskulýðsfélag við Ísafjarðarkirkju.  (Í framhjáhlaupi má þess geta að æskulýðsfélag er enn starfandi við Ísafjarðarkirkju.

Fyrsti formaður Kvenfélags Ísafjarðarkirkju var Lára Eðvarðsdóttir en eiginmaður hennar, Elías Pálsson var formaður sóknarnefndar á þessum tíma.  Á eftir Láru hafa þessar konur gegn formennsku í Kvenfélagi Ísafjarðarkirkju:  Margrét Hagalínsdóttir ljóðmóðir, Guðrún Vigfúsdóttir veflistakona, Geirþrúður Charlesdóttir, sem lengi var meðhjálpari við Ísafjarðarkirkju, og Emma Rafnsdóttir sjúkraliði.  Núverandi formaður er Anna Lóa Guðmundsdóttir.

Magnús Erlingsson, 9/2 2017

Ljósamessa í Ísafjarðarkirkju

Sunnudagskvöldið 5. febrúar kl. 20:00 var ljósamessa í Ísafjarðarkirkju.  Kerti loguðu meðfram öllum veggjum kirkjunnar.  Fólk baðst fyrir og tendraði ljós á kertaaltarinu og hafði samfélag um Guðs borð.  Sérstakur gjörningur var í kirkjunni þar sem tónlist og myndlist voru fléttuð saman.  Tuuli Rähni lék af fingrum fram á orgelið.  Sr. Magnús Erlingsson þjónaði fyrir altari.

Enda þótt flestar messur séu með hefðbundnu sniði í Ísafjarðarkirkju þá bregðum við stundum út af vanum og gerir tilraunir í helgihaldi.  Þessi kvöldmessa var ein af þeim og tókst hún mjög vel að dómi viðstaddra.

Magnús Erlingsson, 3/2 2017

Kyndilmessa er í dag

Kyndilmessa er í dag þann 2. febrúar.  Hún er haldin 40 dögum eftir aðfangadag.  Hún minnir okkur á þegar María bar Jesúbarnið, ljós heimsins, inn í musterið í Jerúsalem.  Og öldungurinn Símeon snortinn af heilögum anda skynjaði að þarna fór frelsari heimsins og gamli maðurinn lofaði Guð.  Lofsöngur Símeons er yfirleitt lesinn við útfarir áður en hinn látni gengur inn í ljós eilífðarinnar.

Á miðöldum var gjarnan farið í helgigöngu á þessum degi með kyndla og kerti.  Þessi logandi ljós voru táknmynd Krists.  Kyndilmessan og ljós hennar hvetja til þess að við mætum Jesú Kristi með ljósi hinnar góðu breytni – í musteri hans og um síðir í dýrð eilífðarinnar.  Af því tilefni verður sérstök ljósamessa haldin í Ísafjarðarkirkju næsta sunnudagskvöld.

Magnús Erlingsson, 2/2 2017

Messa í Ísafjarðarkirkju

Sunnudaginn 29. janúar kl. 11:00 var messa í Ísafjarðarkirkju.  Kór Ísafjarðarkirkju söng.  Organisti var Tuuli Rähni en prestur sr. Magnús Erlingsson.

Magnús Erlingsson, 24/1 2017

Kirkjuskólinn og annað safnaðarstarf í Hnífsdal

Barnastarfið í Hnífsdal hófst mánudaginn 23. janúar kl. 17:00.  Umsjón með starfinu hafa Ása María Guðmundsdóttir og sr. Magnús Erlingsson.

Einnig viljum við minna á opið hús á miðvikudögum kl. 10:30 en þá hittist hópur fólks, drekkur saman kaffi og ræðir málin.

Magnús Erlingsson, 22/1 2017

Ísafjarðarkirkja er evangelísk lútersk kirkja.
Sóknarprestur er sr. Magnús Erlingsson. Sími prestsins er 844-7153.
Kirkjuþjónn og kirkjugarðsvörður er Elvar Ingason. Sími 456-3560.

Miðvikudagur

Viðtalstími prests er milli 11 og 12. Skrifstofan er uppi á 2. hæð safnaðarheimilisins, gengið inn frá Sólgötu. Síminn er 456-3171.
Opið hús er í Hnífsdalskapellu milli 10:30 og 12:00.
Mömmumorgunn er í safnaðarheimilinu kl. 10:30.
Kirkjuskóli barnanna er kl. 16:30.
Tíu-tólf ára klúbbur er kl. 17:30.

Dagskrá ...