Þjóðkirkjan

jóladagatal kirkjunnar

Hleð myndskeiði ...

Þú finnur okkur einnig á fb Tw fb fb

Að vænta vonar

Að vænta vonar er yfirskrift jóladagatals kirkjunnar. Í jóladagatalinu mætum við 24 vonarberum sem hvetja okkur áfram í dagsins önn. Vonarberarnir koma víða að, þau deila reynslu sinni með áhorfendum og segja í stuttu máli hvernig aðventan vekur þau til umhugsunar um vonina í lífinu.

Fyrsti glugginn í dagatalinu verður opnaður á miðnætti 1. desember og einn gluggi bætist við á dag fram að jólum.

Hægt er að horfa á alla gluggana í röð á YouTube.

Hvað eru vonarberar?

„Þau sem bera von fyrir aðra og eru vonarberar samfélags, eru einnig fuglarnir sem syngja í dimmunni fyrir dögun,“ skrifar heimspekingurinn Gunnar Hersveinn. Kirkjan vill vera vettvangur sem miðlar von, hugrekki og gleði, með því að setja vonarboðskapinn í öndvegi í jóladagatalinu.

Hvað er von?

Samhliða jóladagatali kirkjunnar birtast fjögur sunnudagsviðtöl þar sem rætt er um von í lengra máli.

Tónlistin

Tónarnir sem við heyrum í dagatalinu eru úr laginu Yfir fannhvíta jörð af diskinum Jólin eru að koma. KK og Ellen leika og syngja, 12Tónar gáfu út. Við þökkum þeim kærlega fyrir afnotin af þessu fallega lagi.

Um jóladagatalið

Jóladagatalið í ár er hið þriðja í röðinni. Umsjónarmenn þess eru Árni Svanur Daníelsson, verkefnisstjóri á Biskupsstofu, og Kristín Þórunn Tómasdóttir, héraðsprestur í Kjalarnessprófastsdæmi.