Kjalarnessprófastsdæmi

 

„Ég vil að allir eigi heimili“

Í tilefni af æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar stóð Æskulýðssamband Kjalarnessprófastsdæmis að söfnun til að byggja steinhús fyrir munaðarlaus börn í Úganda. Þetta var í annað skiptið sem söfnunin fór fram og safnaðist nú um 500.000.- kr., en fyrir þá upphæð má byggja fjögur steinhús fyrir börn sem búa við sára fátækt og eiga ekkert húsaskjól. Lesa áfram …

stefan.mar.gunnlaugsson, 22/3 2018

Upptaka frá kynningarfundi

Mánudaginn 12. mars fór fram kynningarfundur með þeim sem hlotið hafa tilnefningu til að vera í kjöri til vígslubiskups í Skálholti. Fundurinn var sendur út beint og hér má horfa á upptöku frá fundinum. Lesa áfram …

stefan.mar.gunnlaugsson, 14/3 2018

Börn og unglingar safna fyrir steinhúsum

ÁstjarnarkirkjaÆskulýðsdagur þjóðkirkjunnar er næsta sunnudag, 4. mars, en þennan dag er athyglinni sérstaklega beint að börnum og unglingum og þau hvött til virkrar þátttöku í kirkjustarfi og guðsþjónustum dagsins. Að þessu tilefni stendur Æskulýðssamband kirkjunnar í Kjalarnessprófastsdæmi fyrir söfnun til styrktar byggingu steinhúsa fyrir munaðarlaus börn í Úganda. Níu kirkjur taka þátt og fer söfnunin fram með fjölbreyttum hætti og er eftirfarandi.

Lesa áfram …

stefan.mar.gunnlaugsson, 28/2 2018

Kynningarfundur vegna kjörs vígslubiskups í Skálholti

Kjalarnessprófastsdæmi stendur fyrir kynningarfundi með þeim sem hafa hlotið tilnefningu til að vera í kjöri til vígslubiskups í Skálholti verður mánudaginn 12. mars, kl. 17:30-19:00 í Hásölum, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Þeir sem hlutu tilnefningu eru: sr. Axel Árnason Njarðvík, sr. Eiríkur Jóhannsson og sr. Kristján Björnsson.

Lesa áfram …

stefan.mar.gunnlaugsson, 23/2 2018

Fundur með skólastjórnendum um sorg og áföll

Um 45 skólastjórnendur úr grunnskólum í Hafnarfirði og Garðabæ sóttu sameiginlegan fund þjóðkirkusafnaðanna á svæðinu sem haldin var í Vídalínskirkju 14. febrúar um sorg, áföll og sorgarviðbrögð í skólastarfinu.

Lesa áfram …

stefan.mar.gunnlaugsson, 21/2 2018

Halleujah á fermingarhátíð Suðurnesja

Það mikið fjör og gaman á fermingarbarnahátíð kirknanna á Suðurnesjum.sem fram fór Keflavíkur- og Ytri-Njarðvíkurkirkju síðastliðinn sunnudag. Um 200 börn  frá Grindavík, Garði, Reykjanesbæ og Sandgerði sóttu hátíðina ásamt prestum sínum og fermingarfræðurum.

Lesa áfram …

stefan.mar.gunnlaugsson, 20/2 2018

Af stofnfundi ÆSKK

Fimmtudaginn 25. janúar fór fram stofnfundur Æskulýðssambands Kjalarnessprófastsdæmis í Ástjarnarkirkju. Fundinn sóttu prestar, æskulýðsfulltrúar og æskulýðsstarfsfólks Kjalarnessprófastsdæmis.

Lesa áfram …

stefan.mar.gunnlaugsson, 2/2 2018

Gleði og gaman á fermingarhátíð í Hafnarfirði og Garðabæ

Í fyrsta skiptið héldu þjóðkirkjusöfnuðurnir í Hafnarfirði og Garðabæ sameiginlega fermingarhátíð sunnudaginn 28. janúar og hana sóttu á fjórða hundrað fermingarbörn ásamt fermingarfræðuum og prestum.  Svo fjölmenn var hátíðin að það þurfti þrjár kirkjur til að rúma alla dagskrána og voru þær allar iðandi af lífi og glöðum fermingarbörnum.

Lesa áfram …

stefan.mar.gunnlaugsson, 31/1 2018

Stofnfundur ÆSKK

ÁstjarnarkirkjaFimmtudaginn 25. janúar, kl. 18:00 verður stofnfundur Æskulýðssambands kirkjunnar í Kjalarnessprófatsdæmi í Ástjarnarkirkju, Hafnarfirði.
Allir velkomnir. Lesa áfram …

stefan.mar.gunnlaugsson, 23/1 2018

Samkirkjuleg helgistund

Mánudaginn 22. janúar, kl. 20:00 verður samkirkjuleg bænastund með þátttöku frá Hvítasunnukirkjunni, Aðventkirkjunni, Kaþólsku kirkjunni og Þjóðkirkjunni. Bænastundin verður í Víðistaðakirkju. Verum öll hjartanlega velkomin. Lesa áfram …

stefan.mar.gunnlaugsson, 17/1 2018

Skrifstofa
Skrifstofa prófastsdæmisins er opin þriðj-föst kl. 9:30-12.
Sími: 566 7301

Þátttökukirkjan
Þátttökukirkjan snýst um að efla leikfólkið í kirkjunni og gera framlag þess sýnilegt.

Þátttökukirkjan


Kjalarnessprófastsdæmi á facebook

 

Strandgötu, 220 Hafnarfirði, | Kt. 691281-0199. Sími 5667301 · Kerfi RSS