Kjalarnessprófastsdæmi

 

Aðventufundur Kjalarnessprófastsdæmis

Prestum, djáknum og organistum var boðið í gær til árlegrar aðventusamveru prófastsdæmisins. Þessir fundir eru notaðir til að ræða málefni sem snúa að þeim annatíma sem jólin eru en einnig til að fá innblástur fyrir hugvekjur, predikanir og tónlistarflutning  jólatíðarinnar. Rithöfundurinn kunni Guðmundur Andri Thorsson kom á fundinn og sagði fundarmönnum frá sinni sýn á jólaguðspjallið.

Grétar Halldór Gunnarsson, 10/12 2015

Ráðstefna í leiðtogafræðum

Um helgina 6.-7. nóvember mun fara fram Global Leadership Summit á Íslandi. GLS er þekkt ráðstefna sem haldin er víðsvegar um lönd og miðar að því að efla fólk til leiðtogaverkefna. Mikið af áhugaverðum fyrirlesurum verða á ráðstefnunni og er það ástæða þess að Kjalarnessprófastsdæmi bauð prestum, djáknum og sóknarnefndarformönnum í prófastsdæminu að taka þátt. Fjöldamargir skráðu sig og munu vonandi hafa gagn af þessari metnaðarfullu ráðstefnu. Lesa má nánar um ráðstefnuna hér.

Grétar Halldór Gunnarsson, 5/11 2015

Leiðarþing Kjalarnessprófastsdæmis

Nú styttist í Leiðarþing Kjalarnessprófastsdæmis. Leiðarþingið fer fram fimmtudaginn 15. október næstkomandi í Strandbergi, Hafnarfirði. Þangað mæta formenn sóknarnefnda, safnaðarfulltrúar, prestar, djáknar, organistar og fulltrúar prófastsdæmisins á Leikmannastefnu og Kirkjuþingi.

Grétar Halldór Gunnarsson, 9/10 2015

Vinnustofa um sorgarviðbrögð og eftirfylgd

Í dag bjóða prófastsdæmin á SV-horninu, í samstarfi við fagfólk í líknarþjónustu Landspítala, upp á vinnustofu fyrir presta, djákna og annað starfsfólk um sorg, sorgarviðbrögð og eftirfylgdarvinnu. Fyrirlesari verður dr. Ruthmarijke Smeding sem hefur áratuga reynslu af því að kenna fagfólki. Þegar hafa margir prestar og djáknar úr Kjalarnessprófastsdæmi skráð sig til þátttöku.

Grétar Halldór Gunnarsson, 14/9 2015

Haustfundir framundar

Kjalarnessprófastsdæmi minnir á að árlegir haustfundir presta, djákna, formanna sóknarnefnda og organista eru framundan.

Haustfundur formanna sóknarnefnda fer fram miðvikudaginn 16. september kl. 17.30 í Strandbergi

Haustfundur presta og djákna fer fram í Strandbergi fimmtudaginn 17. september kl. 09.30 í Strandbergi

Haustfundur organista fer fram föstudaginn 2. október kl. 09.30 í Strandbergi.

Grétar Halldór Gunnarsson, 10/9 2015

Skemmtileg frétt úr prófastsdæminu

Skemmtileg frétt frá Morgunblaðinu um að fjöldi krakka hafi bjargað guðsþjónustu í einni af kirkjum prófastsdæmisins, Kálfatjarnarkirkju. Myndbandið sem fylgir með minnir okkur á að sunnudagaskólinn er að fara af stað í öllum helstu kirkjum prófastsdæmisins.

Myndbandið segir allt sem segja þarf

Grétar Halldór Gunnarsson, 2/9 2015

Vel heppnaðri ráðstefnu lokið

   Vel heppnaðri ráðstefnu með Nadiu Bolz-Weber of Jodi Houge er nú lokið. Prestar og djáknar Kjalarnessprófastsdæmis fengu, ásamt öðrum starfsfólki Þjóðkirkjunnar, að njóta fyrirlestra  og samfélags hvert frá öðru. Margt kom fram hjá fyrirlesurunum sem vakti til umhugsunar og verður vonandi að gagni þeim sem á hlýddu.  Það er Kjalarnessprófastsdæmi sönn ánægja að hafa verið samstarfsaðili þessarar ráðstefnu og hafa getað boðið prestum sínum og djáknum til hennar, þeim að kostnaðarlausu. Í lok ráðstefnunnar þjónuðu fyrirlesararnir, Nadia og Jodi, síðan fyrir altari á í kraftmikilli messu sem var öllum opin. Meðfylgjandi mynd var tekin við það tilefni. Myndasmiður er Árni Svanur Daníelsson

Grétar Halldór Gunnarsson, 2/9 2015

Styttist í predikunarráðstefnuna

Nú styttist í predikunarráðstefnuna með þeim Nadia Bolz-Weber og Jodi Houge sem fer fram í lok mánaðarins. Kjalarnessprófastsdæmi er samstarfsaðili ráðstefnunnar og hefur boðið prestum og djáknum prófastsdæmisins þátttöku, þeim að kostnaðarlausu. Allir sem sáu sér fært að koma hafa skráð sig og geta nú látið sér hlakka til að heyra fersk sjónarmið um predikun og skapandi safnaðarstarf. Ráðstefnan fer fram 27.-28. ágúst í Langholtskirkju.

Grétar Halldór Gunnarsson, 17/8 2015

Horft til haustsins

Þrátt fyrir að enn sé sumar þá eru margar sóknir í Kjalarnessprófastsdæmi teknar að horfa til haustsins. Byrjað er að skipuleggja starfið á mörgum stöðum og verður það spennandi að sjá þegar kirkjurnar fyllast lífinu sem einkennir oft hauststarfið.

Grétar Halldór Gunnarsson, 17/8 2015

Örnámskeið fyrir presta og djákna

Í kvöld fer fram námskeið fyrir alla presta og djákna í Kjalarnessprófastsdæmi. Námskeiðið kennir aðferðir og nálganir sem hjálpa til aukinnar lífsfyllingar í starfi. Kennari námskeiðsins er sálfræðingurinn Anna Jóna Guðmundsdóttir og fer námskeiðið fram í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Með þessu vill Kjalarnessprófastsdæmi veita þessu lykilstarfsfólki kirkna sinna leiðbeiningu sem styrkir það, eykur vellíðan þess og hjálpar því að veita góða þjónustu. Björt nóta inn í vorið.

Grétar Halldór Gunnarsson, 30/4 2015

Skrifstofa
Skrifstofa prófastsdæmisins er opin þriðj-föst kl. 9:30-12.
Sími: 566 7301

Þátttökukirkjan
Þátttökukirkjan snýst um að efla leikfólkið í kirkjunni og gera framlag þess sýnilegt.

Þátttökukirkjan


Kjalarnessprófastsdæmi á facebook

 

Strandgötu, 220 Hafnarfirði, | Kt. 691281-0199. Sími 5667301 · Kerfi RSS