Laugarneskirkja

 

Góðan daginn Laugarneskirkja!

Kristín Þórunn TómasdóttirKæri söfnuður. Nú er upp runninn september og heilmikil tímamót ganga yfir. Frá og með deginum í dag er ég sóknarpresturinn ykkar og stend vaktina í prestþjónustu safnaðarins. Í því felst fyrst og fremst að leiða helgihaldið okkar á sunnudögum og í miðri viku, þjóna söfnuðinum á stóru lífsstundunum og vera til taks fyrir sóknarbörn sem vilja samtal um lífið eða trúna.  Lesa áfram …

Kristín Þórunn, 1/9 2014

Kveðjumessa sr. Bjarna 31.8. 2014

Allt það sem iðrin miðla

Flutt 31. ágúst 2014

Kæru vinir, ég væri nú ekki að segja satt ef ég héldi því fram að ég væri ekki búinn að kvíða því að halda þessa prédikun. Lesa áfram …

Laugarneskirkja, 1/9 2014

Messa sunnudaginn 31. ágúst

Messa kl. 11. Bjarni Karlsson þjónar og kveður embættið að lokinni 16 ára þjónustu. Lesa áfram …

Laugarneskirkja, 29/8 2014

Dagskrá vikunnar haustið 2014

Sunnudagar

Kl. 11:00  Messa.

                     Sunnudagaskóli. Hefst 7. sept.

Kl. 13:00     Guðsþjónusta í sal Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12, annan hvern sunnudag kl. 13. Hefst 14. sept.

Kl. 17:00-18:30  Breytendur (9. bekkur og eldri). Hefst 7. sept.  Lesa áfram …

Laugarneskirkja, 29/8 2014

Foreldramorgnar

FORELDRAMORGNAR hefjast á nýjan leik næsta þriðjudag 2 september og verða á sama tíma og síðasta vetur frá 10-12. Lesa áfram …

Laugarneskirkja, 29/8 2014

Kæru konur í Laugarnesinu

Þá er komið að því að vetrarstarfið hefjist með fyrsta fundi Kvenfélagsins mánudaginn 1. september kl. 20. Lesa áfram …

Laugarneskirkja, 29/8 2014

Kyrrðarstund á morgun fimmtudag

Núna eru kyrrðarstundirnar farnar að rúlla í hádegi alla fimmtudaga kl 12.
Léttur málsverður á kostnaðarverði í safnaðarheimilinu á eftir.

Laugarneskirkja, 27/8 2014

Helgistund sunnudaginn 24. ágúst

Í helgistund kl 11.  mun Hjalti Jón Sverrisson hugleiða menningu og bænamál í tilefni af menningarnótt. Arngerður María leikur á flygilinn og ungleiðtogar leiða börn í leik á meðan á prédikun stendur.

Laugarneskirkja, 22/8 2014

Kyrrðarstund í hádegi

Nú fara fastir liðir safnaðarstarfsins að rúlla sinn vana gang á nýju starfsári. Í dag fimmtudag 21. ágúst er kyrrðarstund í hádegi kl. 12.sr.  Bjarni Karlsson þjónar og Júlía Mogensen leikur á selló. Eftir stundina, kl. 12.30, er boðið uppá súpumáltíð í safnaðarheimilinu á kostnaðarverði.

 

 

Laugarneskirkja, 21/8 2014

Bjarni Karlsson kallar til kirkju

Um þessar mundir tekur Laugarneskirkja sína árvissu sumarhvíld og starfsmenn safnaðarins eru í fríi. Þó er gönguhópurinn Sólarmegin á sínum stað alla miðvikudaga hvernig sem viðrar kl. 10:30. Þar eru nýir félagar ætíð velkomnir í létta göngu um Dalinn. Þá eru AA fundir í gamla safnaðarheimilinu kl. 12 á miðvikudögum og kl. 21 á fimmtudögum.

Loks er þess að geta að Bjarni Karlsson fráfarandi sóknarprestur mun bjóða til helgistunda í Laugarneskirkju á sunnudögum kl. 11 í júlímánuði og fram í miðjan ágúst uns hefðbundið messuhald hefst að nýju.

Vetrarstarfið byrjar svo með kyrrðarstund í hádegi fimmtuaginn 21. ágúst og fyrsta messa á nýju starfsári verður haldin sunnudaginn 24. ágúst. kl. 11.

 

Laugarneskirkja, 2/7 2014

Safnaðarheimilið er opið alla virka daga nema mánudaga milli kl. 10 og 14. Þar svarar að öllu jöfnu kirkjuhaldarinn Vigdís Marteinsdóttir í síma 588 9422. 

Laugarneskirkja, við Kirkjuteig, 105 Reykjavík. Sími 588 9422 · Kerfi RSS