Laugarneskirkja

 

Allra heilagra messa, kyrrðarstund og batamessa

Það er einstaklega fjölbreytt og gefandi helgihald hér í kirkjunni um helgina. Laugardaginn 1. nóvember kl. 11-13 verður kynning og bænastund í anda kvekarahefðarinnar, sem á rætur sínar að rekja til Englands á 17. öld og hefur verið áhugaverður farvegur fyrir friðarstarf og sjálfbærni.

Lesa áfram …

Kristín Þórunn, 31/10 2014

Æskulýðsfélagið Týrannus á Landsmóti

Þá er æskulýðsfélagið okkar í Laugarneskirkju, Týrannus, búið að skella sér á Landsmót ÆSKÞ 2014 sem haldið var á Hvammstanga, en um 600 ungmenni víðsvegar frá komu saman og fögnuðu lífinu saman í gleði.
Mótið fer vel fram í alla staði og skiluðu 14 sæl og sátt ungmenni sér heim eftir mikla skemmtun. Lesa áfram …

Hjalti Jón Sverrisson, 27/10 2014

Laugarneskirkja, 27/10 2014

Vikan 27. okt. til 2. nóv.

Mánudagur 27/10

Kl. 15-17:30 Óðamálafélagið ( 7. bekkur)

Þriðjudagur 28/10

Kl. 10:00-12:00 Foreldramorgnar.

Kl. 15:00-16:30 Fermingarfræðsla (8. bekkur).

Kl. 20:00 Tólf sporin – Vinir í bata. Lesa áfram …

Laugarneskirkja, 27/10 2014

Laugarneskirkja, 24/10 2014

Retró-messa sunnudaginn 26. okt.

Á sunnudag kl. 11 verður retró-messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sigurbjörn Þorkelsson fyrrum framkv.stj. safnaðarins prédikar og Bjarni Karlsson fyrrum sóknarprestur þjónar
ásamt sunnudagaskólakennurum, messuþjónum og Kór Laugarneskirkju sem syngur við stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. Fermdur verður Björn Andri Pálsson. Messukaffi og stemmning í húsinu.

Laugarneskirkja, 24/10 2014

Vikan 21.okt til 26. okt.

Þriðjudagur 21/10

Kl. 10:00-12:00           Foreldramorgnar.  Lesa áfram …

Laugarneskirkja, 21/10 2014

Hádegistónleikar á föstudaginn kl. 12-12,30

“Á fögrum morgni”

Óður til náttúrunnar í sönglögum og aríum eftir Rachmaninoff, Leoncavallo, Bellini ofl.

Flytjendur: Sólrún Bragadóttir, sópran og Anna Málfríður, píanó

Arngerður María Árnadóttir, 21/10 2014

Messa og sunnudagaskóli kl. 11 á sunnudaginn

Ekki gleyma því að á sunnudögum kl. 11 er opið samfélag um orðið og borðið þar sem við íhugum boðskap ritningarinnar inn í líf okkar og reynum græðandi afl hins biðjandi samfélags. Lesa áfram …

Kristín Þórunn, 18/10 2014

Haustferð Laugarneskirkju

Haustferð Laugarneskirkju verður farin fimmtudaginn 16. október 2014. Menningarsetrið Íslenski bærinn í Austur Meðalholti í Flóa heimsótt og þar er leiðsögn um staðinn og kaffiveitingar. Á heimleiðinni verður keyrt í gegnum Þrastarskóg og að Þingvallavatni og um Þingvelli og notið hinna fallegu haustlita. Lesa áfram …

Laugarneskirkja, 14/10 2014

Safnaðarheimilið er opið alla virka daga nema mánudaga milli kl. 10 og 14. Þar svarar að öllu jöfnu kirkjuvörðurinn Vigdís Marteinsdóttir í síma 588 9422.

Föstudagur

Kl. 12:00 Hádegistónleikar í kirkju annanhvern föstudag. Hefst 26. sept.
(26. sept., 10. okt., 24.okt., 7. nóv., 21. nóv., 5. des., 12., des. Miðaverð 1.500kr.)

Dagskrá ...