Laugarneskirkja

 

Ég gleymi þér samt ekki

Messa og sunnudagaskóli er að venju kl. 11 á þessum Drottins degi, sem er 15. sunnudagur eftir þrenningarhátíð.   Lesa áfram …

Kristín Þórunn, 28/9 2014

Styttist í landsmót hjá æskulýðsfélaginu

Æskulýðsfélagið Týrannust hittist á fimmtudagskvöldum í vetur kl.19:30 – 21:30 og er þar tekið upp á ýmsu vel hressandi.
Nú um þessar mundir er áherslan mikið til lögð á landsmót ÆSKÞ sem fer fram á Hvammstanga 24.-26.okt. næstkomandi.
Lesa áfram …

Hjalti Jón Sverrisson, 25/9 2014

Fyrstu hádegistónleikar vetrarins

Tónleikaröðin “Á ljúfum nótum” hefur göngu sína hér í Laugarneskirkju, föstudaginn 26. september kl. 12. Þá flytja Þórunn Elín Pétursdóttir og Magnús Ragnarsson sönglög og píanóverk eftir Grieg.

Arngerður María Árnadóttir, 24/9 2014

Regnbogamessa í Laugarneskirkju 28. september

Regnbogi í LaugarneskirkjuLaugarneskirkja er opin kirkja og býður til Regnbogamessu 28. september sem er 15. sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Þá les þjóðkirkjan og íhugar orðin í Jesaja:

„Hvort fær kona gleymt brjóstbarni sínu
að hún miskunni eigi lífsafkvæmi sínu?
Og þó að þær gætu gleymt
þá gleymi ég þér samt ekki.
Ég hef rist þig í lófa mér.“

Lesa áfram …

Kristín Þórunn, 24/9 2014

Græn guðsþjónusta í Laugarneskirkju 21. september

Græn guðsþjónustaLoftslagsbreytingar eru mál dagsins. Í grænni guðsþjónustu í Laugarneskirkju næsta sunnudag fræðumst við um alvarlegar afleiðingar hlýnandi loftslags á jörðinni og mikilvægi þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Sr. Kristín Þórunn prédikar og þjónar fyrir altari og Lögreglukórinn leiðir sönginn. Árni Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands flytur ávarp. Lesa áfram …

Kristín Þórunn, 17/9 2014

Krílasálmanámskeið hefst fimmtudaginn 18. september

SálmasöngurFyrsta Krílasálmanámskeið vetrarins hefst í Hallgrímskirkju, fimmtudaginn 18. september kl. 13. Um er að ræða samstarfsverkefni kirknanna en næsta námskeið, sem hefst 30. október, verður hér í Laugarneskirkju. Nánari upplýsingar eru hér á síðunni eða á arngerdur@laugarneskirkja.is.

Arngerður María Árnadóttir, 17/9 2014

Kærleikurinn í fókus

The 'Daily bread' crossMessa og sunnudagaskóli á sínum stað kl. 11 sunnudaginn 14. september, á degi kærleiksþjónustunnar. Í þessari messu verður sr. Kristín Þórunn formlega sett í embætti af prófastinum í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, sr. Birgi Ásgeirssyni. Kórinn okkar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu og ritningarlestra flytja djáknarnir Guðrún Kr. Þórsdóttir og Jón Jóhannsson. Eftir messu og sunnudagaskóla reiða kvenfélagskonur fram kaffisopa og sætar veitingar í boði Litla Bóndabæjarins og ömmu!

Kristín Þórunn, 13/9 2014

Sunnudagaskólinn hefst, fermingarbörnin mæta og Fjölskyldukórinn syngur

HaustlaufinÞað verður mikið um dýrðir á sunnudaginn kemur kl. 11 í Laugarneskirkju. Þá er fyrsta guðsþjónustan sem sr. Kristín Þórunn leiðir, sunnudagaskólinn hefst með látum og fermingarbörn næsta vors koma með foreldrum sínum á fund.  Lesa áfram …

Kristín Þórunn, 5/9 2014

Æskulýðsstarf að hefjast!

Kæru vinir! Þá er æskulýðsstarfið hér í Laugarneskirkju að hefjast og ljóst að nóg verður um að vera í vetur. Hjalti Jón mun leiða starfið eins og síðastliðinn vetur ásamt Kristínu Þórunni, sóknarpresti, Hrafnkeli Má Einarssyni og fleiri góðum leiðtogum- og ungleiðtogum. Lesa áfram …

Hjalti Jón Sverrisson, 2/9 2014

Góðan daginn Laugarneskirkja!

Kristín Þórunn TómasdóttirKæri söfnuður. Nú er upp runninn september og heilmikil tímamót ganga yfir. Frá og með deginum í dag er ég sóknarpresturinn ykkar og stend vaktina í prestþjónustu safnaðarins. Í því felst fyrst og fremst að leiða helgihaldið okkar á sunnudögum og í miðri viku, þjóna söfnuðinum á stóru lífsstundunum og vera til taks fyrir sóknarbörn sem vilja samtal um lífið eða trúna.  Lesa áfram …

Kristín Þórunn, 1/9 2014

Safnaðarheimilið er opið alla virka daga nema mánudaga milli kl. 10 og 14. Þar svarar að öllu jöfnu kirkjuhaldarinn Vigdís Marteinsdóttir í síma 588 9422.

 

Laugarneskirkja, við Kirkjuteig, 105 Reykjavík. Sími 588 9422 · Kerfi RSS