Laugarneskirkja

 

Kyrrðarstund í hádegi

Nú fara fastir liðir safnaðarstarfsins að rúlla sinn vana gang á nýju starfsári. Í dag fimmtudag 21. ágúst er kyrrðarstund í hádegi kl. 12.sr.  Bjarni Karlsson þjónar og Júlía Mogensen leikur á selló. Eftir stundina, kl. 12.30, er boðið uppá súpumáltíð í safnaðarheimilinu á kostnaðarverði.

 

 

Laugarneskirkja, 21/8 2014

Bjarni Karlsson kallar til kirkju

Um þessar mundir tekur Laugarneskirkja sína árvissu sumarhvíld og starfsmenn safnaðarins eru í fríi. Þó er gönguhópurinn Sólarmegin á sínum stað alla miðvikudaga hvernig sem viðrar kl. 10:30. Þar eru nýir félagar ætíð velkomnir í létta göngu um Dalinn. Þá eru AA fundir í gamla safnaðarheimilinu kl. 12 á miðvikudögum og kl. 21 á fimmtudögum.

Loks er þess að geta að Bjarni Karlsson fráfarandi sóknarprestur mun bjóða til helgistunda í Laugarneskirkju á sunnudögum kl. 11 í júlímánuði og fram í miðjan ágúst uns hefðbundið messuhald hefst að nýju.

Vetrarstarfið byrjar svo með kyrrðarstund í hádegi fimmtuaginn 21. ágúst og fyrsta messa á nýju starfsári verður haldin sunnudaginn 24. ágúst. kl. 11.

 

Laugarneskirkja, 2/7 2014

TÓNLEIKAR Í LAUGARNESKIRKJU

 

Romsdalskoret frá Noregi heldur tónleika í Laugarneskirkju, mánudaginn 30. júní kl. 20.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Laugarneskirkja, 24/6 2014

Sumar 2014 í Laugarneskirkju

Sr. Bjarni Karlsson er í leyfi til og með 30. júní.
Sr. Sigurður Jónsson prestur í Áskirkju svarar í síma 864 5135 í fjarveru Bjarna. Netfang sr. Sigurðar er: soknarprestur@askirkja.is.

Lesa áfram …

Laugarneskirkja, 4/6 2014

Sunnudagur 1. júní

Fermingarmessa kl. 11.

Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Arngerðar Maríu organista. Hjalti Jón Sverrisson prédikar. Prestur: sr. Sigurvin Lárus Jónsson.

Arngerður María Árnadóttir, 31/5 2014

Uppstigningardagur kl. 14.00. Messa í Laugarneskirkju.

Á uppstigningardag, degi eldriborgara, er messa í Laugarneskirkju kl. 14. Guðrún K. Þórsdóttir djákni predikar. Halla Marinósdóttir syngur einsöng við undirleik Arngerðar Maríu. Eftir athöfn er messukaffi í safnaðarheimilinu þar sem boðið verður uppá vöflur með rjóma. Allir velkomnir.

Laugarneskirkja, 28/5 2014

Uppstigningardagur

Á uppstigningardag, degi eldriborgara,  er messa í Laugarneskirkju kl 14.
Guðrún K. Þórsdóttir djákni predikar. Halla Marinósdóttir syngur einsöng við undirleik Arngerðar Maríu. Eftir athöfn er messukaffi í safnaðarheimilinu þar sem boðið verður uppá vöflur með rjóma.
Allir velkomnir.

Laugarneskirkja, 28/5 2014

Kæri söfnuður

Nú eru breytingatímar í lífi Laugarneskirkju. Nýr sóknarprestur hefur verið valinn og það er nú þannig að það gerist aldrei án fyrirhafnar. Valnefnd safnaðarins var ekki öfundsverð af því verkefni að velja á milli hæfra umsækjenda. Lesa áfram …

Laugarneskirkja, 26/5 2014

Bænamessa 25. maí kl. 11.00

Jón Jóhannsson djákni í Sóltúni prédikar. Organisti Arngerður María Árnadóttir, kór Laugarneskirkju syngur. Prestur Laugarneskirkju þjónar fyrir altari.

Laugarneskirkja, 22/5 2014

Dagskráin vikuna 18. til 23. maí

Sunnudagur 18 .maí

Messa kl. 11.00. Kvennakórinn Katla syngur, kórstjóri er Hildigunnur Einarsdóttir og meðleikari Arngerður María Árnadóttir organisti. Dr. Pétur Pétursson prófessor prédikar og Sigurvin Lárus Jónsson þjónar fyrir altari. Í messunni fermist Kristjana Karla Ottesen.

Þriðjudagur 20. Maí
Kl. 10-12 Foreldramorgnar. Gerður býður uppá krílatónlistarstund í kirkjunni.

Kl. 17.30 Aðalsafnaðarfundur Laugarnessóknar verður haldinn í safnaðarheimilinu.

Miðvikudagur 21. Maí

KL. 12 AA fundur í gamla safnaðarheimili

Fimmtudagur 22. ,maí

Kl. 12 Bænastund í hádegi. Hefst í kirkjunni. Létt máltíð á kostnaðarverði í safnaðarheimili á eftir.

Kl 15.15 Helgistund í félagsheimilinu að Dalbraut 18-20. Sr. Sigurvin Lárus Jónsson og Arngerður María Árnadóttir organisti annast stundina.

Kl. 19.30-21.30 Æskulýðsfélagið fundar í safnaðarheimili.

Kl. 21 AA fundur í gamla safnaðarheimili.

Laugarneskirkja, 16/5 2014

Safnaðarheimilið er opið alla virka daga nema mánudaga milli kl. 10 og 14. Þar svarar að öllu jöfnu kirkjuhaldarinn Vigdís Marteinsdóttir í síma 588 9422. 

Laugarneskirkja, við Kirkjuteig, 105 Reykjavík. Sími 588 9422 · Kerfi RSS