Laugarneskirkja

 

Hvar er Guð? Messa og sunnudagaskólinn

Matt 25Á sunnudaginn kemur er síðasti sunnudagur kirkjuársins. Þá verður messa og sunnudagskóli klukkan ellefu í Laugarneskirkju. Sr. Kristín Þórunn prédikar og þjónar ásamt messuþjónum. Hún ætlar að ræða það hvernig ákvarðanirnar sem við tökum í eigin lífi hafa áhrif á okkur sjálf og aðra. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. Á sama tíma ætla Hjalti Jón, Bella og félagar að gleðjast með krökkunum í Sunnudagaskólanum. Lesa áfram …

kerfisstjori, 20/11 2014

Hádegistónleikar föstudaginn 21. nóvember kl. 12

“Libera me”

Íslenski sönglistahópurinn flytur trúarleg a cappella tónverk frá ýmsum tímum, á hádegistónleikum í Laugarneskirkju.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 kr.
(ath. að ekki er posi á staðnum)

Sjáumst í huggulegu hádegi! :)

Arngerður María Árnadóttir, 18/11 2014

Dótadagurinn 2014

Dótadagurinn verður haldinn hátíðlegur hér í Laugarneskirkju á morgun, þriðjudaginn 18.nóvember, og má lofa því að mikil gleði verði hér ríkjandi í húsinu.
Dótadagurinn er samstarfsverkefni Laugarneskirkju og foreldrafélags Laugarnesskóla. Hingað munu mæta nemendur Laugarnesskóla með dót að heiman til að selja til styrktar Garimela góðvini okkar á Indlandi en með peningunum styrkjum við hann til að mennta sig.
Haldin verður hæfileikakeppni þar sem börnin fá að spreyta sig og sýna sína fjölbreyttu hæfileika. Þá er boðið upp á ávexti.
Laugarsel veitir börnum fylgd ef foreldrar þess óska. Starfsfólk fylgir eingöngu börnum ef foreldri hefur sent póst á netfangið laugarsel@reykjavik.is og skráning hefur borist fyrir kl. 10 þriðjudaginn 18. nóv. Taka þarf fram í póstinum hvort barnið verði sótt við lok dags í Laugarsel eða kirkjuna, þ.e. hvort fylgja eigi barni aftur í Laugarsel að degi loknum.

Sjáumst hress!

Hjalti Jón Sverrisson, 17/11 2014

Vikan 17. til 23. nóvember

 Mánudagur17/11

Kl. 15-17:30 Óðamálafélag (7. Bekkur)

Þriðjudagur 18/11

Kl. 10:00-12:00 Foreldramorgnar. Þórgunna ungbarnanuddari kemur í heimsókn.
Kl. 14-16 Dótadagurinn í safnaðarheimi í samstarfi við foreldrafélag Laugarnesskóla

Kl. 20:00 Tólf sporin – Vinir í bata.   Lesa áfram …

Laugarneskirkja, 17/11 2014

Foreldramorgun 18. nóvember

Kæru foreldrar, nú verður gaman hjá okkur næsta þriðjudag á foreldramorgni í Laugarneskirkju. Þá kemur Þórgunna ungbarnanuddari í heimsókn en hún hefur áratuga reynslu af að nudda lítil kríli,og halda námskeið fyrir foreldra. Einnig hefur hún gefið út bók um ungbarnanudd og er á allan hátt frábær kona. Endilega mætið og lærið að nudda barnið ykkar,það gott fyrir svefninn og árangurríkt varðandi magavandamál og þess háttar. Foreldramorgnar eru á hverjum þriðjudegi í safnaðarheimili laugarneskirkju frá 10-12.

Laugarneskirkja, 17/11 2014

Sparifatasöfnun í Laugarneskirkju

SparikjóllHluti af undirbúningi jólanna hjá sumum er að taka til í fataskápum heimilisins og rýma fyrir nýjum flíkum sem hugsanlega munu rata í jólapakkana. Börnin spretta úr grasi og fínu jólakjólarnir eða flauelsbuxurnar sem voru keypt í fyrra eru bara orðin allt of lítil.

Síðustu tvær vikurnar í nóvember stendur Laugarneskirkja fyrir sparifatasöfnun og fólk má koma með fötin í kirkjuna þar sem þeim verður safnað saman og þau síðan færð til Hjálparstarfs kirkjunnar. Sjálfboðaliðar Hjálparstarfs kirkjunnar sjá síðan um að flokka fötin eftir stærð og gerð, svo fólk geti gengið að þeim og fundið falleg föt sem henta heimilisfólki. Lesa áfram …

Kristín Þórunn, 15/11 2014

Spennuþrungið guðspjall á degi íslenskrar tungu

Messan í Laugarneskirkju á sunnudaginn verður góð. Þá er dagur íslenskrar tungu og við lesum spennuþrungið guðspjall um meyjarnar tíu og lampana þeirra. Sr. Kristín Þórunn þjónar, Guðmundur Brynjólfsson djákni og rithöfundur prédikar og kór Kvenfélags Laugarneskirkju syngur undir stjórn Öllu Þorsteins. Sunnudagaskólinn tryllir undir stjórn Hjalta og co.

Kristín Þórunn, 14/11 2014

Samvera eldriborgara 13. nóv. kl. 14

Sigmundur Guðbjarnarson, efnafræðiprófessor og fyrrverandi rektor H.Í. heimsækir samverustund eldriborgara fimmtudaginn 13. nóv. og talar um heilbrigðan lífsstíl, fæði og fæðubótaefni.  Allir velkomnir.

Laugarneskirkja, 12/11 2014

Verkefni og loforð

Laugarnessöfnuður kemur saman á sunnudaginn kl. 11 eins og á hverjum sunnudegi, til að eiga samfélag um Guðs orð og leyfa kærleika hans að móta líf sitt, viðmót og viðhorf. Messað verður uppi og niðri í safnaðarheimili eiga börnin sitt athvarf í sunnudagaskólanum.  Lesa áfram …

Kristín Þórunn, 7/11 2014

Kvennakirkjan í Laugarneskirkju á sunnudag

Kvennakirkjan heldur guðþjónustu í Laugarneskirkju sunnudaginn 9. nóvember klukkan 14.

Lesa áfram …

Laugarneskirkja, 6/11 2014

Safnaðarheimilið er opið alla virka daga nema mánudaga milli kl. 10 og 14. Þar svarar að öllu jöfnu kirkjuvörðurinn Vigdís Marteinsdóttir í síma 588 9422.

 

Laugarneskirkja, við Kirkjuteig, 105 Reykjavík. Sími 588 9422 · Kerfi RSS