Laugarneskirkja

 

Laugarneskirkja, 24/10 2014

Retró-messa sunnudaginn 26. okt.

Á sunnudag kl. 11 verður retró-messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sigurbjörn Þorkelsson fyrrum framkv.stj. safnaðarins prédikar og Bjarni Karlsson fyrrum sóknarprestur þjónar
ásamt sunnudagaskólakennurum, messuþjónum og Kór Laugarneskirkju sem syngur við stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. Fermdur verður Björn Andri Pálsson. Messukaffi og stemmning í húsinu.

Laugarneskirkja, 24/10 2014

Vikan 21.okt til 26. okt.

Þriðjudagur 21/10

Kl. 10:00-12:00           Foreldramorgnar.  Lesa áfram …

Laugarneskirkja, 21/10 2014

Hádegistónleikar á föstudaginn kl. 12-12,30

“Á fögrum morgni”

Óður til náttúrunnar í sönglögum og aríum eftir Rachmaninoff, Leoncavallo, Bellini ofl.

Flytjendur: Sólrún Bragadóttir, sópran og Anna Málfríður, píanó

Arngerður María Árnadóttir, 21/10 2014

Messa og sunnudagaskóli kl. 11 á sunnudaginn

Ekki gleyma því að á sunnudögum kl. 11 er opið samfélag um orðið og borðið þar sem við íhugum boðskap ritningarinnar inn í líf okkar og reynum græðandi afl hins biðjandi samfélags. Lesa áfram …

Kristín Þórunn, 18/10 2014

Haustferð Laugarneskirkju

Haustferð Laugarneskirkju verður farin fimmtudaginn 16. október 2014. Menningarsetrið Íslenski bærinn í Austur Meðalholti í Flóa heimsótt og þar er leiðsögn um staðinn og kaffiveitingar. Á heimleiðinni verður keyrt í gegnum Þrastarskóg og að Þingvallavatni og um Þingvelli og notið hinna fallegu haustlita. Lesa áfram …

Laugarneskirkja, 14/10 2014

Vikan 13/10 til 19/10

Mánudagur 13/10 Lesa áfram …

Laugarneskirkja, 14/10 2014

Geðveik messa í Laugarneskirkju

LaugarneskirkjaLaugarneskirkja vill vera styðja við þau sem glíma við eða hafa glímt við geðsjúkdóma, aðstandendur þeirra og leggja sitt af mörkum til að minnka fordóma. Í tengslum við Alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn kallar Laugarneskirkja því til Geðveikrar messu næsta sunnudag kl. 11. Lesa áfram …

Kristín Þórunn, 7/10 2014

Hádegistónleikar – Á ljúfum nótum í Laugarneskirkju á föstudaginn

Hádegistónleikaröð Laugarneskirkju heldur áfram, föstudaginn 10 . október.
Þá verður flutt sónata nr. 1 í f-moll eftir Jóhannes Brahms.
Flytjendur: Þórunn Harðardóttir, víóla og Jane Ade, píanó.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 kr

Athugið að ekki verður posi á staðnum.

Arngerður María Árnadóttir, 7/10 2014

Kvenfélagsfundur mánudagskvöldið 6. okt. kl. 20

Kvenfélagsfundur á mánudaginn 6. október klukkan 20 í safnaðarheimili Laugarneskirkju
Allar áhugasamar konur hvattar til að koma og kynnast.
Dagskrá:
- Fyrirlestur frá Ásu Margréti Einarsdóttur sem ber heitið ”Leiðsögn um frumskóg sorpflokkunnar”.

Laugarneskirkja, 6/10 2014

Safnaðarheimilið er opið alla virka daga nema mánudaga milli kl. 10 og 14. Þar svarar að öllu jöfnu kirkjuvörðurinn Vigdís Marteinsdóttir í síma 588 9422.

 

Laugarneskirkja, við Kirkjuteig, 105 Reykjavík. Sími 588 9422 · Kerfi RSS